Sport

Átti að berjast í UFC í kvöld en greindist með kórónuveiruna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Souza var hress í vigtinunni en nú er það staðfest að hann er kominn með veiruna.
Souza var hress í vigtinunni en nú er það staðfest að hann er kominn með veiruna. vísir/getty

Það verður ekkert úr bardaga Jarcare Souza og Uriahl Hall á umdeildum UFC viðburði kvöldsins en þetta vrað ljóst eftir að Souza greindist með kórónuveiruna.

Souza, sem er fertugur, átti eins og áður segir að berjst gegn Uriah Hall í kvöld en aðalbardagi kvöldsins er bardagi Tony Ferguson og Justin Gaethje.

Það verður þó ekkert úr fyrri bardaganum því Souza og tveir aðstoðarmenn hans greindust með kórónuveiruna. Þetta staðfesti UFC í yfirlýsingu sinni í morgun.

Viðburður kvöldsins hefur vakið mikla athygli en Dana White, forseti UFC, hefur fengið mikla gagnrýni á sig fyrir að halda þennan viðburð á tímum kórónuveirunnar.

Pétur Marinó Jónsson var í viðtali Sportsins í dag þar sem hann fór yfir bardaga kvöldsins. Það má hlusta á það viðtal hér að neðan þar sem Pétur, sem er einn helsti spekingur landsins, fer um víðan völl.

Klippa: Sportið í dag - Pétur Marinó um UFC helgarinnar

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×