Obama segir viðbrögð Trump við faraldrinum „óreiðukennd“ Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2020 21:07 Obama með Biden varaforseta sínum. Þrátt fyrir að Trump hafi reynt að kenna ríkisstjórn þeirra um bresti í viðbrögðum alríkisstjórnar hans við kórónuveirufaraldrinum hefur Obama haldið sig nær algerlega til hlés frá því að hann lét af embætti. Vísir/EPA Viðbrögð Donalds Trump Bandaríkjaforseta við kórónuveirufaraldrinum hafa verið „óreiðukennd“ að mati Baracks Obama, forvera hans í embætti. Þetta er Obama sagður hafa sagt á fjarfundi með fólki sem gegndi embættum í ríkisstjórn hans á sínum tíma. Varaði Obama jafnframt við vaxandi flokkadráttum og óeiningu innan bandarísku þjóðarinnar. Obama hefur nær algerlega haldið sig til hlés frá því að hann lét af embætti og Trump tók við í janúar árið 2017. Hann hefur ekki tjáð sig jafnvel þó að Trump hafi kennt fyrri ríkisstjórn hans um skort á ýmsum nauðsynlegum búnaði og prófum gegn veirunni sem var ekki til þegar Obama var forseti. Reuters-fréttastofan segir að á fjarfundi um 3.000 fyrrverandi Obama-stjórnarliða hafi fyrrverandi forsetinn lýst viðbrögðum eftirmanns síns við faraldrinum sem „óreiðukenndum“. BBB segir að Obama hafi notað orðalagið „algerlega óreiðukennd hörmung“. Trump-stjórnin hefur að miklu leyti haldið sig til hlés í faraldrinum og varpað ábyrgðinni á aðgerðum yfir á ríkisstjóra einstakra ríkja. Forsetinn og embættismenn hans hafa þannig ítrekað sagt að alríkisstjórnin sé aðeins í ráðgjafarhlutverki eða síðasta úrræðið fyrir ríkin. Alríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir að auka ekki skimunargetu þegar ljóst var að nýtt afbrigði kórónuveirunnar breiddist út um heiminn í janúar og febrúar. Þá notaði hún ekki tímann til að viða að sér nauðsynlegum búnaði eins og hlífðarklæðnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólks eða öndunarvélar. Enn er skortur á prófum fyrir veirunni og ýmsum búnaði. Ætlar að berjast af krafti fyrir Biden Á fjarfundi Obama og félaga hvatti hann bandamenn sína til þess að fylkja sér að baki Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, sem verður að öllum líkindum forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í kosningunum í nóvember. Lýsti Obama kosningunum sem mikilvægum og vísaði til djúps klofnings eftir flokkslínum sem hefur ágerst í Bandaríkjunum undanfarin ár og áratugi. Demókratar glímdu þar ekki aðeins við einstakan einstakling eða stjórnmálaflokk heldur berðust þeir gegn langtímaþróun þar sem „það að vera sjálfselskur, að vera trúr sínum ættbálki, að vera sundruð og að sjá aðra sem óvin, það hefur orðið að sterkari hvöt í bandarísku þjóðlífi“. „Það er þess vegna, vel á minnst, sem ég ætla að verja eins miklum tíma og nauðsynlegt er og berjast eins grimmt og ég get fyrir Joe Biden,“ sagði Obama á fundinum. Skrifstofa hans vildi ekki tjá sig um ummæli Obama á fundinum við Reuters. Talskona Hvíta hússins varði viðbrögð Trump við faraldrinum og sagði þau „fordæmalaus“. Trump hefði bjargað lífum Bandaríkjamanna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira
Viðbrögð Donalds Trump Bandaríkjaforseta við kórónuveirufaraldrinum hafa verið „óreiðukennd“ að mati Baracks Obama, forvera hans í embætti. Þetta er Obama sagður hafa sagt á fjarfundi með fólki sem gegndi embættum í ríkisstjórn hans á sínum tíma. Varaði Obama jafnframt við vaxandi flokkadráttum og óeiningu innan bandarísku þjóðarinnar. Obama hefur nær algerlega haldið sig til hlés frá því að hann lét af embætti og Trump tók við í janúar árið 2017. Hann hefur ekki tjáð sig jafnvel þó að Trump hafi kennt fyrri ríkisstjórn hans um skort á ýmsum nauðsynlegum búnaði og prófum gegn veirunni sem var ekki til þegar Obama var forseti. Reuters-fréttastofan segir að á fjarfundi um 3.000 fyrrverandi Obama-stjórnarliða hafi fyrrverandi forsetinn lýst viðbrögðum eftirmanns síns við faraldrinum sem „óreiðukenndum“. BBB segir að Obama hafi notað orðalagið „algerlega óreiðukennd hörmung“. Trump-stjórnin hefur að miklu leyti haldið sig til hlés í faraldrinum og varpað ábyrgðinni á aðgerðum yfir á ríkisstjóra einstakra ríkja. Forsetinn og embættismenn hans hafa þannig ítrekað sagt að alríkisstjórnin sé aðeins í ráðgjafarhlutverki eða síðasta úrræðið fyrir ríkin. Alríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir að auka ekki skimunargetu þegar ljóst var að nýtt afbrigði kórónuveirunnar breiddist út um heiminn í janúar og febrúar. Þá notaði hún ekki tímann til að viða að sér nauðsynlegum búnaði eins og hlífðarklæðnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólks eða öndunarvélar. Enn er skortur á prófum fyrir veirunni og ýmsum búnaði. Ætlar að berjast af krafti fyrir Biden Á fjarfundi Obama og félaga hvatti hann bandamenn sína til þess að fylkja sér að baki Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, sem verður að öllum líkindum forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í kosningunum í nóvember. Lýsti Obama kosningunum sem mikilvægum og vísaði til djúps klofnings eftir flokkslínum sem hefur ágerst í Bandaríkjunum undanfarin ár og áratugi. Demókratar glímdu þar ekki aðeins við einstakan einstakling eða stjórnmálaflokk heldur berðust þeir gegn langtímaþróun þar sem „það að vera sjálfselskur, að vera trúr sínum ættbálki, að vera sundruð og að sjá aðra sem óvin, það hefur orðið að sterkari hvöt í bandarísku þjóðlífi“. „Það er þess vegna, vel á minnst, sem ég ætla að verja eins miklum tíma og nauðsynlegt er og berjast eins grimmt og ég get fyrir Joe Biden,“ sagði Obama á fundinum. Skrifstofa hans vildi ekki tjá sig um ummæli Obama á fundinum við Reuters. Talskona Hvíta hússins varði viðbrögð Trump við faraldrinum og sagði þau „fordæmalaus“. Trump hefði bjargað lífum Bandaríkjamanna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira