„Hvað var planið hjá Gústa í fyrra?“ Anton Ingi Leifsson skrifar 10. maí 2020 13:30 Spekingarnir voru ekki sammála um stefnu Blika í fyrra. vísir/s2s Fjölmiðlamaðurinn Þorkell Máni Pétursson spyr sig hvaða markmið Ágúst Gylfason hafi verið með hjá Breiðabliki í fyrra og hver leikstíll liðsins hafi verið. Breiðablik var eitt þeirra liða sem var rætt í Sportinu í kvöld þar sem Rikki G fékk þá Atla Viðar Björnsson og Þorkel Mána í heimsókn. Breiðablik lét Ágúst Gylfason fara eftir síðustu leiktíð eftir að hafa lent í öðru sæti tvö tímabil í röð en við skútunni tók Óskar Hrafn Þorvaldsson. „Það hlýtur að vera augljós krafa að ætla fara eftir þeim stóra því þeir láta Gústa fara eftir tvö tímabil í öðru sæti. Þeir hljóta að horfa á eitthvað aðeins meira. Leikmannahópurinn hjá Blikum er einnig alveg svaðalega sterkur. Ég trúi ekki öðru en að þeir komi út með það að ætla sér að verða meistarar,“ sagði Atli Viðar. Máni hafði þetta að segja. „Það er málið; hvort ætlarðu að tjalda til og ná Íslandsmeistaratitli á einu ári eða áttu að vera með einhverjar hugmyndir? Blikarnir hafa smá tilgang og þeir ætla að búa til leikmenn sem eru í hæsta gæðaflokki. Hvað var planið hjá Gústa í fyrra? Hver var tilgangurinn? Hvert var markmiðið? Hver var leikstíllinn?“ sagði Máni áður en Atli Viðar tók við boltanum á ný: „Það sem mér fannst vinna gegn Gústa í fyrra var að það voru seldir í burtu frá honum menn. Hann missti þrjá menn á miðju tímabili í fyrra þegar hann var að gera alvöru atlögu að þessu en svo datt botninn úr þessu í smá tíma.“ Máni segir að það hafi aldreið verið hægt að ganga að neinu vísu með Blikana á síðustu leiktíð. „Það var samt alltaf verið að breyta um taktík og plön og alla hluti. Blikarnir gátu spilað frábærlega skemmtilegan leik og svo hundleiðinlegan leik næsta á eftir.“ Umræðuna um Blika má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Breiðablik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Breiðablik Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Þorkell Máni Pétursson spyr sig hvaða markmið Ágúst Gylfason hafi verið með hjá Breiðabliki í fyrra og hver leikstíll liðsins hafi verið. Breiðablik var eitt þeirra liða sem var rætt í Sportinu í kvöld þar sem Rikki G fékk þá Atla Viðar Björnsson og Þorkel Mána í heimsókn. Breiðablik lét Ágúst Gylfason fara eftir síðustu leiktíð eftir að hafa lent í öðru sæti tvö tímabil í röð en við skútunni tók Óskar Hrafn Þorvaldsson. „Það hlýtur að vera augljós krafa að ætla fara eftir þeim stóra því þeir láta Gústa fara eftir tvö tímabil í öðru sæti. Þeir hljóta að horfa á eitthvað aðeins meira. Leikmannahópurinn hjá Blikum er einnig alveg svaðalega sterkur. Ég trúi ekki öðru en að þeir komi út með það að ætla sér að verða meistarar,“ sagði Atli Viðar. Máni hafði þetta að segja. „Það er málið; hvort ætlarðu að tjalda til og ná Íslandsmeistaratitli á einu ári eða áttu að vera með einhverjar hugmyndir? Blikarnir hafa smá tilgang og þeir ætla að búa til leikmenn sem eru í hæsta gæðaflokki. Hvað var planið hjá Gústa í fyrra? Hver var tilgangurinn? Hvert var markmiðið? Hver var leikstíllinn?“ sagði Máni áður en Atli Viðar tók við boltanum á ný: „Það sem mér fannst vinna gegn Gústa í fyrra var að það voru seldir í burtu frá honum menn. Hann missti þrjá menn á miðju tímabili í fyrra þegar hann var að gera alvöru atlögu að þessu en svo datt botninn úr þessu í smá tíma.“ Máni segir að það hafi aldreið verið hægt að ganga að neinu vísu með Blikana á síðustu leiktíð. „Það var samt alltaf verið að breyta um taktík og plön og alla hluti. Blikarnir gátu spilað frábærlega skemmtilegan leik og svo hundleiðinlegan leik næsta á eftir.“ Umræðuna um Blika má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Breiðablik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Breiðablik Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira