Flestir starfsmenn Facebook og Google vinna heima til 2021 Sylvía Hall skrifar 10. maí 2020 10:59 Google gerir ráð fyrir því að opna skrifstofur sínar í júní. Vísir/Getty Starfsmenn hjá stórfyrirtækjunum Facebook og Google munu að öllum líkindum vinna heima hjá sér til ársins 2021. Þegar kórónuveirufaraldurinn fór á kreik gripu fyrirtækin til þeirra ráða að láta starfsmenn vinna heiman frá og mun aðeins lítill hluti starfsmanna snúa aftur á næstu mánuðum. Google gerir ráð fyrir því að byrja að opna skrifstofur sínar aftur í júní en aðeins tíu til fimmtán prósent starfsmanna munu starfa á skrifstofunum sjálfum. Meirihluti mun því halda sig heima og sinna vinnu þar en þeim verður þó heimilt að mæta á skrifstofurnar þegar nauðsyn krefur. Fyrirtækið hefur jafnframt boðað frídag fyrir alla starfsmenn sína þann 22. maí svo þeir geti slakað á eftir mikið álag undanfarna mánuði. Þá mun Facebook opna flestar skrifstofur sínar þann 6. júlí næstkomandi en þeir sem vilja og geta munu vinna heima hjá sér til ársloka. Mark Zuckerberg forstjóri Facebook segir fyrirtækið í góðri stöðu því flestir starfsmenn geta sinnt starfi sínu vel án þess að mæta á skrifstofurnar. „Flestir starfsmenn Facebook eru svo heppnir að geta sinnt vinnu sinni á skilvirkan hátt heima, svo við finnum til ábyrgðar og viljum leyfa fólki sem hefur ekki þennan sveigjanleika að fá aðgang að almannagæðum fyrst,“ sagði Zuckerberg í síðasta mánuði. Jafnframt geti fyrirtækið þannig spornað gegn frekari útbreiðslu kórónuveirunnar og flýtt fyrir því að samfélagið komist aftur í fyrra horf. Yfir 95% starfsmanna Facebook vinna nú heima hjá sér en um 48 þúsund starfa fyrir fyrirtækið. Facebook Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Google Bandaríkin Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Starfsmenn hjá stórfyrirtækjunum Facebook og Google munu að öllum líkindum vinna heima hjá sér til ársins 2021. Þegar kórónuveirufaraldurinn fór á kreik gripu fyrirtækin til þeirra ráða að láta starfsmenn vinna heiman frá og mun aðeins lítill hluti starfsmanna snúa aftur á næstu mánuðum. Google gerir ráð fyrir því að byrja að opna skrifstofur sínar aftur í júní en aðeins tíu til fimmtán prósent starfsmanna munu starfa á skrifstofunum sjálfum. Meirihluti mun því halda sig heima og sinna vinnu þar en þeim verður þó heimilt að mæta á skrifstofurnar þegar nauðsyn krefur. Fyrirtækið hefur jafnframt boðað frídag fyrir alla starfsmenn sína þann 22. maí svo þeir geti slakað á eftir mikið álag undanfarna mánuði. Þá mun Facebook opna flestar skrifstofur sínar þann 6. júlí næstkomandi en þeir sem vilja og geta munu vinna heima hjá sér til ársloka. Mark Zuckerberg forstjóri Facebook segir fyrirtækið í góðri stöðu því flestir starfsmenn geta sinnt starfi sínu vel án þess að mæta á skrifstofurnar. „Flestir starfsmenn Facebook eru svo heppnir að geta sinnt vinnu sinni á skilvirkan hátt heima, svo við finnum til ábyrgðar og viljum leyfa fólki sem hefur ekki þennan sveigjanleika að fá aðgang að almannagæðum fyrst,“ sagði Zuckerberg í síðasta mánuði. Jafnframt geti fyrirtækið þannig spornað gegn frekari útbreiðslu kórónuveirunnar og flýtt fyrir því að samfélagið komist aftur í fyrra horf. Yfir 95% starfsmanna Facebook vinna nú heima hjá sér en um 48 þúsund starfa fyrir fyrirtækið.
Facebook Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Google Bandaríkin Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira