Bretar opna stærstu gjörgæslu heims tveimur vikum eftir að vinna hófst Eiður Þór Árnason skrifar 3. apríl 2020 08:54 Hermenn og verktakar unnu enn hörðum höndum að því að setja upp sjúkrarýmin í síðustu viku. Vísir/EPA Bretar munu í dag opna nýjan spítala sem er sérstaklega ætlaður til meðferðar á sjúklingum sem greinst hafa með kórónuveiruna. Bráðabirgðaspítalinn sem er á bökkum Thamesánnar í Lundúnum ber nafnið NHS Nightingale. Hann mun búa yfir fjögur þúsund sjúkrarýmum og áttatíu gjörgæslurýmum í byggingu sem hýsti áður sýninga- og ráðstefnuhöllina ExCeL London. Að sögn breska miðilsins Sky News telst nýi spítalinn þar með hafa stærstu gjörgæslu í heimi. Spítalinn verður vígður af Karli Bretaprins síðar í dag, einungis tveimur vikum eftir að vinna hófst við að útbúa hann. Hermenn, trésmiðir og sjálfboðaliðar eru sagðir hafa unnið sleitulaust undanfarnar vikur til þess að tryggja að bráðabirgðaúrræðið verði tilbúið til notkunar á mettíma. Karl Bretaprins, sem greindist með kórónuveiruna og lauk einangrun á dögunum, mun vígja spítalann í streymi frá heimili sínu í Birkhall í Skotlandi. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, verður meðal þeirra sem verða viðstaddir athöfnina í eigin persónu. Hann hefur sömuleiðis nýlokið einangrun eftir að hafa greinst með veiruna. Alls hafa rétt yfir 34 þúsund manns greinst með kórónuveiruna í Bretlandi samkvæmt talningu Johns Hopkins háskóla. 2.926 hafa þar nú látið lífið af völdum veirunnar. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Karl Bretaprins við góða heilsu Karl Bretaprins segist hafa fengið væg einkenni kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum en sé nú við góða heilsu. 1. apríl 2020 19:46 Dauðsföllum fjölgar hratt í Bretlandi Dauðsföllum vegna nýju kórónuveirunnar fjölgaði um 381 í Bretlandi á síðasta sólarhring. Það samsvarar 27 prósenta fjölgun þar sem heildarfjöldi látinna er nú 1.808. 31. mars 2020 15:42 Segir Bretum að búa sig undir að aðgerðir vari í sex mánuði Dr. Jenny Harries, yfirmaður heilsuverndarstofnunar Bretlands, segir Breta mega búast við því að einhverjar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði í gildi næstu sex mánuði. 29. mars 2020 17:37 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Bretar munu í dag opna nýjan spítala sem er sérstaklega ætlaður til meðferðar á sjúklingum sem greinst hafa með kórónuveiruna. Bráðabirgðaspítalinn sem er á bökkum Thamesánnar í Lundúnum ber nafnið NHS Nightingale. Hann mun búa yfir fjögur þúsund sjúkrarýmum og áttatíu gjörgæslurýmum í byggingu sem hýsti áður sýninga- og ráðstefnuhöllina ExCeL London. Að sögn breska miðilsins Sky News telst nýi spítalinn þar með hafa stærstu gjörgæslu í heimi. Spítalinn verður vígður af Karli Bretaprins síðar í dag, einungis tveimur vikum eftir að vinna hófst við að útbúa hann. Hermenn, trésmiðir og sjálfboðaliðar eru sagðir hafa unnið sleitulaust undanfarnar vikur til þess að tryggja að bráðabirgðaúrræðið verði tilbúið til notkunar á mettíma. Karl Bretaprins, sem greindist með kórónuveiruna og lauk einangrun á dögunum, mun vígja spítalann í streymi frá heimili sínu í Birkhall í Skotlandi. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, verður meðal þeirra sem verða viðstaddir athöfnina í eigin persónu. Hann hefur sömuleiðis nýlokið einangrun eftir að hafa greinst með veiruna. Alls hafa rétt yfir 34 þúsund manns greinst með kórónuveiruna í Bretlandi samkvæmt talningu Johns Hopkins háskóla. 2.926 hafa þar nú látið lífið af völdum veirunnar.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Karl Bretaprins við góða heilsu Karl Bretaprins segist hafa fengið væg einkenni kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum en sé nú við góða heilsu. 1. apríl 2020 19:46 Dauðsföllum fjölgar hratt í Bretlandi Dauðsföllum vegna nýju kórónuveirunnar fjölgaði um 381 í Bretlandi á síðasta sólarhring. Það samsvarar 27 prósenta fjölgun þar sem heildarfjöldi látinna er nú 1.808. 31. mars 2020 15:42 Segir Bretum að búa sig undir að aðgerðir vari í sex mánuði Dr. Jenny Harries, yfirmaður heilsuverndarstofnunar Bretlands, segir Breta mega búast við því að einhverjar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði í gildi næstu sex mánuði. 29. mars 2020 17:37 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Karl Bretaprins við góða heilsu Karl Bretaprins segist hafa fengið væg einkenni kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum en sé nú við góða heilsu. 1. apríl 2020 19:46
Dauðsföllum fjölgar hratt í Bretlandi Dauðsföllum vegna nýju kórónuveirunnar fjölgaði um 381 í Bretlandi á síðasta sólarhring. Það samsvarar 27 prósenta fjölgun þar sem heildarfjöldi látinna er nú 1.808. 31. mars 2020 15:42
Segir Bretum að búa sig undir að aðgerðir vari í sex mánuði Dr. Jenny Harries, yfirmaður heilsuverndarstofnunar Bretlands, segir Breta mega búast við því að einhverjar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði í gildi næstu sex mánuði. 29. mars 2020 17:37