Samfélagsleg ábyrgð: Tíu ráð fyrir vinnuveitendur Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. maí 2020 11:00 Dropinn holar steininn og Eva Magnúsdóttir er iðin við að hvetja fyrirtæki og opinbera aðila til aðgerða í loftlagsmálum og að innleiða hjá sér stefnu í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Vísir/Vilhelm Eva Magnúsdóttir framkvæmdastjóri og ráðgjafi hjá Podium er ein þeirra sem hvetur til þess að tekið verði á loftlagsmálunum með sömu aðferðum og í baráttunni við kórónuveiruna: Með stærri skrefum þar sem samfélagslegri ábyrgð er gert átt undir höfði í stefnu hvers vinnustaðar. „Nú þegar eru mörg íslensk fyrirtæki og framsýn sveitarfélög farin að vinna í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Í byrjun ársins ákváðu Sameinuðu þjóðirnar að hraða innleiðingu heimsmarkmiðanna,“ segir Eva og bætir við „Það er mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki að skoða í sinni starfsemi hvar þau geti haft mest áhrif. Heimsmarkmiðin skilja engan eftir, huga að heilsu, jörðinni, atvinnulífinu, nýsköpun, menntun og sjálfbærni.“ Fyrir skömmu kynnti Eva tíu ráð fyrir vinnuveitendur á fjölmennum fjarfundi á vegum SVÞ. Þessi tíu ráð eru eftirfarandi: 1. Horfðu í eigin barm og spurðu hvernig get ég verið ábyrgari í lífinu, fyrirtækinu eða sveitarfélagi? 2. Láttu gera úttekt á samfélagslegri ábyrgð hjá fyrirtækinu, skoðaðu sóun í allri virðiskeðjunni og verslaðu við ábyrg fyrirtæki. 3. Búðu til mælikvarða eða notaðu alþjóðlega mælikvarða eins og GRI, UFS eða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. 4. Styddu starfsmenn í að vinna heima einn til tvo daga á viku og minnkaðu þar með umferðarþunga og kolefnisfótspor. 5. Nýttu netið meira í fundi, keyrðu minna og fljúgðu minna. Hjólaðu, hlauptu og labbaðu meira og minnkaðu kolefnisfótspor. 6. Nýttu hlutina betur og hugaðu að möguleikum á hringrásarhagkerfi -nýsköpunarhugmyndir um nýtingu á eldri hlutum. „Þarf ég þetta?“ er ágætis spurning. 7. Fáðu aðstoð til þess að breyta viðhorfi og virkja starfsmenn með öflugri breytingastjórnun. 8. Kynntu það sem fyrirtækið/sveitarfélagið er að gera innávið og útá við. 9. Sýndu umhyggju fyrir öðrum, vertu vinsamlegri við vinnufélaga, brostu, hrósaðu og hringdu oftar í vini og fjölskyldumeðlimi. 10. Samantekt: Greindu stöðuna, sinntu starfinu heima, minnkaðu sóun, notaðu mælikvarða, settu markmið, innleiddu, sýndu umhyggju og sýndu stöðugar umbætur. Umhverfismál Góðu ráðin Stjórnun Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Eva Magnúsdóttir framkvæmdastjóri og ráðgjafi hjá Podium er ein þeirra sem hvetur til þess að tekið verði á loftlagsmálunum með sömu aðferðum og í baráttunni við kórónuveiruna: Með stærri skrefum þar sem samfélagslegri ábyrgð er gert átt undir höfði í stefnu hvers vinnustaðar. „Nú þegar eru mörg íslensk fyrirtæki og framsýn sveitarfélög farin að vinna í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Í byrjun ársins ákváðu Sameinuðu þjóðirnar að hraða innleiðingu heimsmarkmiðanna,“ segir Eva og bætir við „Það er mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki að skoða í sinni starfsemi hvar þau geti haft mest áhrif. Heimsmarkmiðin skilja engan eftir, huga að heilsu, jörðinni, atvinnulífinu, nýsköpun, menntun og sjálfbærni.“ Fyrir skömmu kynnti Eva tíu ráð fyrir vinnuveitendur á fjölmennum fjarfundi á vegum SVÞ. Þessi tíu ráð eru eftirfarandi: 1. Horfðu í eigin barm og spurðu hvernig get ég verið ábyrgari í lífinu, fyrirtækinu eða sveitarfélagi? 2. Láttu gera úttekt á samfélagslegri ábyrgð hjá fyrirtækinu, skoðaðu sóun í allri virðiskeðjunni og verslaðu við ábyrg fyrirtæki. 3. Búðu til mælikvarða eða notaðu alþjóðlega mælikvarða eins og GRI, UFS eða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. 4. Styddu starfsmenn í að vinna heima einn til tvo daga á viku og minnkaðu þar með umferðarþunga og kolefnisfótspor. 5. Nýttu netið meira í fundi, keyrðu minna og fljúgðu minna. Hjólaðu, hlauptu og labbaðu meira og minnkaðu kolefnisfótspor. 6. Nýttu hlutina betur og hugaðu að möguleikum á hringrásarhagkerfi -nýsköpunarhugmyndir um nýtingu á eldri hlutum. „Þarf ég þetta?“ er ágætis spurning. 7. Fáðu aðstoð til þess að breyta viðhorfi og virkja starfsmenn með öflugri breytingastjórnun. 8. Kynntu það sem fyrirtækið/sveitarfélagið er að gera innávið og útá við. 9. Sýndu umhyggju fyrir öðrum, vertu vinsamlegri við vinnufélaga, brostu, hrósaðu og hringdu oftar í vini og fjölskyldumeðlimi. 10. Samantekt: Greindu stöðuna, sinntu starfinu heima, minnkaðu sóun, notaðu mælikvarða, settu markmið, innleiddu, sýndu umhyggju og sýndu stöðugar umbætur.
Umhverfismál Góðu ráðin Stjórnun Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira