Rússland við það að taka fram úr Spáni í fjölda smitaðra Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2020 13:39 Frá sérstöku Covid-19 sjúkrahúsi sem reist var í Moskvu. EPA/SERGEI CHIRIKOV Smituðum hefur fjölgað um 11.656 á milli daga í Rússlandi og í heildina hafa 221.344 greinst með Covid-19. Með því færist Rússland í þriðja sæti ríkja þar sem flest smit hafa greinst. Á Spáni hafa minnst 224.350 smitast, svo vitað sé, og í Bandaríkjunum hafa minnst 1.329.799 smittast. Útlit er þó fyrir að Rússar taki fram úr Spánverjum, miðað við það að fjölgun smita í Rússlandi er hærri en þar. Hún er í raun hvergi hærri nema í Bandaríkjunum, samkvæmt Moscow Times. Smituðum hefur fjölgað um meira en tíu þúsund á dag í rúma viku núna. Að miklu leyti má rekja það til mikillar aukningar í skimun í Rússlandi. Samkvæmt opinberum tölum hefur 39.801 jafnað sig af veirunni í Rússlandi og 2.009 hafa dáið. Það er tiltölulega lág tala, miðað við ríki þar sem sambærilegur fjöldi smita hafa greinst eins og á Spáni, þar sem 26.621 hefur dáið, og á Bretlandi, þar sem 31.930 hafa dáið, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir langflesta þeirra sem dóu á milli daga vera frá Moskvu. Sömu sögu sé að segja af fjölda smitaðra. Til að mynda greindust 6.169 af nýju smitunum 1.656 í borginni. Rússar héldu upp á sigur í seinni heimsstyrjöldinni um helgina en minnst 376 nemendur herskóla sem áttu að taka þátt í hátíðarhöldunum hafa greinst með Covid-19. Svo virðist sem að þeir hafi smitast á æfingum fyrir skrúðgöngu sem átti að fara fram en var felld niður vegna faraldursins. Moscow Times vitnar í rannsóknarmiðilinn Proekt (á rússnesku) en blaðamenn þess miðils uppgötvuðu útbreiðslu veirunnar á meðal nemendanna. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Smituðum hefur fjölgað um 11.656 á milli daga í Rússlandi og í heildina hafa 221.344 greinst með Covid-19. Með því færist Rússland í þriðja sæti ríkja þar sem flest smit hafa greinst. Á Spáni hafa minnst 224.350 smitast, svo vitað sé, og í Bandaríkjunum hafa minnst 1.329.799 smittast. Útlit er þó fyrir að Rússar taki fram úr Spánverjum, miðað við það að fjölgun smita í Rússlandi er hærri en þar. Hún er í raun hvergi hærri nema í Bandaríkjunum, samkvæmt Moscow Times. Smituðum hefur fjölgað um meira en tíu þúsund á dag í rúma viku núna. Að miklu leyti má rekja það til mikillar aukningar í skimun í Rússlandi. Samkvæmt opinberum tölum hefur 39.801 jafnað sig af veirunni í Rússlandi og 2.009 hafa dáið. Það er tiltölulega lág tala, miðað við ríki þar sem sambærilegur fjöldi smita hafa greinst eins og á Spáni, þar sem 26.621 hefur dáið, og á Bretlandi, þar sem 31.930 hafa dáið, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir langflesta þeirra sem dóu á milli daga vera frá Moskvu. Sömu sögu sé að segja af fjölda smitaðra. Til að mynda greindust 6.169 af nýju smitunum 1.656 í borginni. Rússar héldu upp á sigur í seinni heimsstyrjöldinni um helgina en minnst 376 nemendur herskóla sem áttu að taka þátt í hátíðarhöldunum hafa greinst með Covid-19. Svo virðist sem að þeir hafi smitast á æfingum fyrir skrúðgöngu sem átti að fara fram en var felld niður vegna faraldursins. Moscow Times vitnar í rannsóknarmiðilinn Proekt (á rússnesku) en blaðamenn þess miðils uppgötvuðu útbreiðslu veirunnar á meðal nemendanna.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira