Ferðatakmarkanir óbreyttar í mánuð í viðbót Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2020 14:28 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir mun leggja það til við ráðherra í dag að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí; líklega mánuð til viðbótar en mögulega skemur. Ekki er loku fyrir það skotið að fyrirkomulaginu verði breytt áður en mánuðurinn er úti. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. „Veiran er örugglega ekki farin úr samfélaginu, hún er einhvers staðar,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum. Það væri þó ljóst að vel hefði tekist að hemja faraldurinn á Íslandi og að tilefni væri til að slaka hratt á takmörkunum. Næstu skref verði þannig að ákveða tilhögun á ferðatakmörkunum. Núverandi fyrirkomulag er í gildi til 15. maí. Fyrirkomulagið kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins, auk tveggja vikna sóttkvíar fyrir alla sem hingað koma. „Ég mun senda ráðherra tillögur í dag um að núverandi fyrirkomulag um sóttkví allra ferðamanna verði áframhaldið á meðan við erum að komast að niðurstöðu um framtíðarfyrirkomulag, eða allavega fyrirkomulag næstu vikna og mánaða í þessum málum. Og það er margt sem þarf að horfa til,“ sagði Þórólfur. Aðspurður sagðist Þórólfur að öllum líkindum myndu leggja til framlengingu núverandi fyrirkomulags um mánuð. „En þó þannig að ef verða komnar aðrar góðar tillögur sem hægt er að koma fram með fyrir ráðherra fyrir þann tíma, þá á ekkert að vera í vegi fyrir því. En ég held það sé mikilvægt að reyna fá þessi mál á hreint og að til lengri tíma sé það nokkuð ljóst hvernig þetta á að vera. Ég held að það sé nauðsynlegt. En það er ekki alveg tilbúið eins og staðan er núna þannig að ég held að það sé ágætt að framlengja þessa stöðu sem er núna, enda er ekki mikill þrýstingur á ferðamennsku hingað,“ sagði Þórólfur. Þá mun starfshópur jafnframt skila tillögum í dag sem verði hafðar til hliðsjónar í þessum efnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Sjá meira
Sóttvarnalæknir mun leggja það til við ráðherra í dag að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí; líklega mánuð til viðbótar en mögulega skemur. Ekki er loku fyrir það skotið að fyrirkomulaginu verði breytt áður en mánuðurinn er úti. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. „Veiran er örugglega ekki farin úr samfélaginu, hún er einhvers staðar,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum. Það væri þó ljóst að vel hefði tekist að hemja faraldurinn á Íslandi og að tilefni væri til að slaka hratt á takmörkunum. Næstu skref verði þannig að ákveða tilhögun á ferðatakmörkunum. Núverandi fyrirkomulag er í gildi til 15. maí. Fyrirkomulagið kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins, auk tveggja vikna sóttkvíar fyrir alla sem hingað koma. „Ég mun senda ráðherra tillögur í dag um að núverandi fyrirkomulag um sóttkví allra ferðamanna verði áframhaldið á meðan við erum að komast að niðurstöðu um framtíðarfyrirkomulag, eða allavega fyrirkomulag næstu vikna og mánaða í þessum málum. Og það er margt sem þarf að horfa til,“ sagði Þórólfur. Aðspurður sagðist Þórólfur að öllum líkindum myndu leggja til framlengingu núverandi fyrirkomulags um mánuð. „En þó þannig að ef verða komnar aðrar góðar tillögur sem hægt er að koma fram með fyrir ráðherra fyrir þann tíma, þá á ekkert að vera í vegi fyrir því. En ég held það sé mikilvægt að reyna fá þessi mál á hreint og að til lengri tíma sé það nokkuð ljóst hvernig þetta á að vera. Ég held að það sé nauðsynlegt. En það er ekki alveg tilbúið eins og staðan er núna þannig að ég held að það sé ágætt að framlengja þessa stöðu sem er núna, enda er ekki mikill þrýstingur á ferðamennsku hingað,“ sagði Þórólfur. Þá mun starfshópur jafnframt skila tillögum í dag sem verði hafðar til hliðsjónar í þessum efnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Sjá meira