KS endurgreiðir sautján milljóna hlutabótagreiðslu Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2020 15:49 Þórólfur Gíslason hefur verið kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki frá árinu 1988. Aðsend Kjötvinnslan Esja Gæðafæði ehf. í Reykjavík, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, mun endurgreiða u.þ.b. 17 milljónir króna sem fyrirtækið fékk frá Vinnumálastofnun í hlutabótagreiðslur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kaupfélagi Skagfirðinga. „Kaupfélagið mun veita fyrirtækinu sérstaka fjárhagsaðstoð til þess að gera endurgreiðsluna mögulega. Að gefnu tilefni skal tekið fram að kjötvinnslan hefur aldrei greitt kaupfélaginu arð,“ segir í tilkynningu. Aðalskrifstofa Kaupfélags Skagfirðinga er á Sauðárkróki.Vísir/getty Hlutabótaleið stjórnvalda, sem um 6700 fyrirtæki hafa nýtt sér til þessa, var kynnt vegna kórónuveirufaraldurs í mars. Úrræðið hefur verið mjög til umræðu síðustu daga eftir að í ljós kom að stöndug fyrirtæki á borð við Skeljung, Festi og Haga höfðu nýtt sér hana. Öll áðurnefnd fyrirtæki hafa nú tilkynnt að þau hyggist ekki nýta úrræðið áfram og Skeljungur og Hagar hyggjast auk þess endurgreiða Vinnumálastofnun greiðslurnar. Í tilkynningu Kaupfélags Skagfirðinga um endurgreiðsluna segir að félagið „einbeiti sér um þessar mundir að því að verja störf um eitt þúsund starfsmanna sem vinna hjá félaginu og dótturfélögum þess.“ „Með þessari ákvörðun er sú stefna kaupfélagsins undirstrikuð að leita allra leiða til þess að ná því markmiði innan samstæðunnar án sértækrar aðstoðar frá íslenska ríkinu. Þess vegna verður fenginn ríkisstuðningur á grundvelli hlutabótarleiðar endurgreiddur,“ segir í tilkynningu. Rúmlega fimmtíu manns starfa hjá Esju gæðafæði, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins. Fyrirtækið er staðsett við Bitruháls í Reykjavík. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Skagafjörður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Alvarlegt ef fyrirtæki misnotuðu hlutastarfaleiðina Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. 9. maí 2020 12:05 Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 „Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. 8. maí 2020 13:40 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Kjötvinnslan Esja Gæðafæði ehf. í Reykjavík, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, mun endurgreiða u.þ.b. 17 milljónir króna sem fyrirtækið fékk frá Vinnumálastofnun í hlutabótagreiðslur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kaupfélagi Skagfirðinga. „Kaupfélagið mun veita fyrirtækinu sérstaka fjárhagsaðstoð til þess að gera endurgreiðsluna mögulega. Að gefnu tilefni skal tekið fram að kjötvinnslan hefur aldrei greitt kaupfélaginu arð,“ segir í tilkynningu. Aðalskrifstofa Kaupfélags Skagfirðinga er á Sauðárkróki.Vísir/getty Hlutabótaleið stjórnvalda, sem um 6700 fyrirtæki hafa nýtt sér til þessa, var kynnt vegna kórónuveirufaraldurs í mars. Úrræðið hefur verið mjög til umræðu síðustu daga eftir að í ljós kom að stöndug fyrirtæki á borð við Skeljung, Festi og Haga höfðu nýtt sér hana. Öll áðurnefnd fyrirtæki hafa nú tilkynnt að þau hyggist ekki nýta úrræðið áfram og Skeljungur og Hagar hyggjast auk þess endurgreiða Vinnumálastofnun greiðslurnar. Í tilkynningu Kaupfélags Skagfirðinga um endurgreiðsluna segir að félagið „einbeiti sér um þessar mundir að því að verja störf um eitt þúsund starfsmanna sem vinna hjá félaginu og dótturfélögum þess.“ „Með þessari ákvörðun er sú stefna kaupfélagsins undirstrikuð að leita allra leiða til þess að ná því markmiði innan samstæðunnar án sértækrar aðstoðar frá íslenska ríkinu. Þess vegna verður fenginn ríkisstuðningur á grundvelli hlutabótarleiðar endurgreiddur,“ segir í tilkynningu. Rúmlega fimmtíu manns starfa hjá Esju gæðafæði, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins. Fyrirtækið er staðsett við Bitruháls í Reykjavík.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Skagafjörður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Alvarlegt ef fyrirtæki misnotuðu hlutastarfaleiðina Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. 9. maí 2020 12:05 Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 „Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. 8. maí 2020 13:40 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Alvarlegt ef fyrirtæki misnotuðu hlutastarfaleiðina Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. 9. maí 2020 12:05
Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53
„Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. 8. maí 2020 13:40