Nýliðinn er númer eitt og tvö í sölu NFL-treyja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2020 14:00 Tua Tagovailoa endaði háskólaferil sinn hjá Alabama á hækjum en var samt valinn númer fimm í nýliðavalinu og fær milljarðasamning hjá Miami Dolphins. Getty/ Joe Robbins Það fer ekkert á milli mála að það eru bundnar miklar væntingar til eins nýliðans í ameríska fótboltanum á næstu leiktíð. Mikið var búið að láta með leikstjórnandann Tua Tagovailoa á síðustu árum enda hann búinn að spila vel fyrir hið öfluga Alabama lið í bandaríska háskólafótboltanum. Tua Tagovailoa meiddist hins vegar illa á tímabilinu og það voru ekki öll félög tilbúin að veðja á það að hann næði sér að fullu af meiðslunum. Miami Dolphins valdi hann á endanum númer fimm. Miami Dolphins og Tua Tagovailoa hafa nú gengið frá fjögurra ára samningi sem færir honum meira en 30 milljónir dollara í aðra hönd eða meira en 4,4 milljarða íslenskra króna. Tua Tagovailoa has the NFL s highest-selling jerseys (#1 and #2) since the NFL Draft over Tom Brady and Joe Burrow. Another sign of the star power coming to Miami with Tagovailoa, who just inked his rookie deal.Story: https://t.co/alUb52LB7S— Cameron Wolfe (@CameronWolfe) May 11, 2020 Það er ljóst að fótboltaáhugamenn og þá sérstaklega þeir sem búa í Miami og nágrenni hafa mikla trú á kappanum. Tua Tagovailoa sýndi það með Alabama að þar var á ferðinni frábær leikstjórnandi en mjöðmin hans fór mjög illa þegar hann meiddist og sú meiðsli gætu reynst honum erfið að yfirvinna. Ein vísbending um vinsældir Tua Tagovailoa er gríðarlega góð sala á treyjum Tagovailoa hjá Miami Dolphins. Treyjur Tua Tagovailoa hjá Miami Dolphins eru svo vinsælar að nýliðinn er nú númer eitt og númer tvö í sölu NFL-treyja þrátt fyrir að hafa ekki spilað leik. Við erum þá að tala um treyjusölu eftir nýliðavalið og fólk vissi að Tua Tagovailoa væri að farta að spila með liði Miami Dolphins. Síðan þá hefur Tua selt fleiri treyjur en menn eins og Tom Brady og sá sem var valinn fyrstur, Joe Burrow, nýr leikmaður Cincinnati Bengals. Í fyrsta sæti er ljósblá treyja Tua Tagovailoa og í öðru sæti er hvíta treyjan hans. Tom Brady, sem er nýkominn til Tampa Bay Buccaneers er síðan í næstu fjórum sætum því allar mögulegar útgáfur af Buccaneers treyjum hans seljast mjög vel. NFL Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Það fer ekkert á milli mála að það eru bundnar miklar væntingar til eins nýliðans í ameríska fótboltanum á næstu leiktíð. Mikið var búið að láta með leikstjórnandann Tua Tagovailoa á síðustu árum enda hann búinn að spila vel fyrir hið öfluga Alabama lið í bandaríska háskólafótboltanum. Tua Tagovailoa meiddist hins vegar illa á tímabilinu og það voru ekki öll félög tilbúin að veðja á það að hann næði sér að fullu af meiðslunum. Miami Dolphins valdi hann á endanum númer fimm. Miami Dolphins og Tua Tagovailoa hafa nú gengið frá fjögurra ára samningi sem færir honum meira en 30 milljónir dollara í aðra hönd eða meira en 4,4 milljarða íslenskra króna. Tua Tagovailoa has the NFL s highest-selling jerseys (#1 and #2) since the NFL Draft over Tom Brady and Joe Burrow. Another sign of the star power coming to Miami with Tagovailoa, who just inked his rookie deal.Story: https://t.co/alUb52LB7S— Cameron Wolfe (@CameronWolfe) May 11, 2020 Það er ljóst að fótboltaáhugamenn og þá sérstaklega þeir sem búa í Miami og nágrenni hafa mikla trú á kappanum. Tua Tagovailoa sýndi það með Alabama að þar var á ferðinni frábær leikstjórnandi en mjöðmin hans fór mjög illa þegar hann meiddist og sú meiðsli gætu reynst honum erfið að yfirvinna. Ein vísbending um vinsældir Tua Tagovailoa er gríðarlega góð sala á treyjum Tagovailoa hjá Miami Dolphins. Treyjur Tua Tagovailoa hjá Miami Dolphins eru svo vinsælar að nýliðinn er nú númer eitt og númer tvö í sölu NFL-treyja þrátt fyrir að hafa ekki spilað leik. Við erum þá að tala um treyjusölu eftir nýliðavalið og fólk vissi að Tua Tagovailoa væri að farta að spila með liði Miami Dolphins. Síðan þá hefur Tua selt fleiri treyjur en menn eins og Tom Brady og sá sem var valinn fyrstur, Joe Burrow, nýr leikmaður Cincinnati Bengals. Í fyrsta sæti er ljósblá treyja Tua Tagovailoa og í öðru sæti er hvíta treyjan hans. Tom Brady, sem er nýkominn til Tampa Bay Buccaneers er síðan í næstu fjórum sætum því allar mögulegar útgáfur af Buccaneers treyjum hans seljast mjög vel.
NFL Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð