Ítarlegt viðtal við sérfræðingana á gjörgæslu sem lýsa ástandinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. apríl 2020 11:54 Yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans segir spítalann hafa áður búið sig undir faraldur líkt og kórónuveirufaraldurinn sem nú gengur yfir. Þetta sé í raun í þriðja sinn síðan um aldamótin sem það sé gert. Hinir faraldrarnir hafi þó ekki verið jafnalvarlegir og kórónuveirufaraldurinn og ekki jafn mörg smit þá í samfélaginu. Þá hafi læknar haft mótefni og lyfjameðferð í baráttunni þegar svínaflensan gekk yfir ólíkt því sem nú er. Allt upp í þrjátíu manns vinna á hverjum tíma á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Mikið hefur mætt á deildinni undanfarnar viku vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og liggja þar nú tólf manns en voru ellefu í gær. Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir gjörgæsludeildarinnar í Fossvogi, segir vinnutímann langan og geta farið upp í sextán klukkustundir. Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Arnar „Það er mikið starfsfólk sem að sinnir þessu eins og hérna hjá okkur í Fossvogi, þetta er svona undir þrjátíu manns á hverri vakt. Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar og fleiri. Þetta er gríðarlega mikið starf af því það þurfa allir að klæðast í mikinn hlífðarbúnað þegar þeir fara að sinna sjúklingunum og það getur verið erfið staða. Við reynum að skipta fólki oft út þannig að þetta verði sem minnst álag á starfsfólk. Því við verðum líka að hugsa um starfsfólkið og verja það gegn sýkingum,“ segir Kristinn. Flytja hefur þurft hluta sjúklinganna af deildinni í Fossvogi yfir á gjörgæsludeildina við Hringbraut til að dreifa álagi. Sigurbergur Kárason yfirlæknir á gjörgæsludeildinni við Hringbraut segir spítalann hafa búið sig vel undir faraldurinn. Sigurbergur Kárason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut.Vísir/Arnar „Þetta er nú svo sem þriðji faraldurinn frá aldamótum í sjálfu sér þannig að maður hefði getað séð fyrir sér og við náttúrulega höfum farið í gegnum svona svipaðan undirbúning áður en ekki gengið svona langt. Það sem náttúrulega munaði líka frá svínaflensufaraldrinum að þá var til mótefni og lyfjameðferð sem við höfum ekki núna þannig að það er öðruvísi staða. En í sjálfu sér vorum við í svipuðum svona aðstöðu þá en það gekk ekki jafn langt. Það var ekki jafn alvarlegur faraldur. Ekki jafn mikið útbreitt smit,“ segir Sigurbergur. Heimsóknarbann er á Landspítalanum og fá aðstandendur því ekki að vera með þeim sem veikjast. Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Arnar „Við erum að reyna gera allt til þess að reyna að vera í sem bestu sambandi við ættingjana og læknarnir hafa komið upp mjög góðu systemi og prestarnir með okkur í því að veita fólki sem sagt hjálp og það er svona sú sálgæsla sem við getum veitt og það skiptir rosalegu miklu máli. Maður getur bara ímyndað sér að vera heima og eiga veikan ættingja á gjörgæslu,“ segir Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans segir spítalann hafa áður búið sig undir faraldur líkt og kórónuveirufaraldurinn sem nú gengur yfir. Þetta sé í raun í þriðja sinn síðan um aldamótin sem það sé gert. Hinir faraldrarnir hafi þó ekki verið jafnalvarlegir og kórónuveirufaraldurinn og ekki jafn mörg smit þá í samfélaginu. Þá hafi læknar haft mótefni og lyfjameðferð í baráttunni þegar svínaflensan gekk yfir ólíkt því sem nú er. Allt upp í þrjátíu manns vinna á hverjum tíma á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Mikið hefur mætt á deildinni undanfarnar viku vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og liggja þar nú tólf manns en voru ellefu í gær. Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir gjörgæsludeildarinnar í Fossvogi, segir vinnutímann langan og geta farið upp í sextán klukkustundir. Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Arnar „Það er mikið starfsfólk sem að sinnir þessu eins og hérna hjá okkur í Fossvogi, þetta er svona undir þrjátíu manns á hverri vakt. Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar og fleiri. Þetta er gríðarlega mikið starf af því það þurfa allir að klæðast í mikinn hlífðarbúnað þegar þeir fara að sinna sjúklingunum og það getur verið erfið staða. Við reynum að skipta fólki oft út þannig að þetta verði sem minnst álag á starfsfólk. Því við verðum líka að hugsa um starfsfólkið og verja það gegn sýkingum,“ segir Kristinn. Flytja hefur þurft hluta sjúklinganna af deildinni í Fossvogi yfir á gjörgæsludeildina við Hringbraut til að dreifa álagi. Sigurbergur Kárason yfirlæknir á gjörgæsludeildinni við Hringbraut segir spítalann hafa búið sig vel undir faraldurinn. Sigurbergur Kárason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut.Vísir/Arnar „Þetta er nú svo sem þriðji faraldurinn frá aldamótum í sjálfu sér þannig að maður hefði getað séð fyrir sér og við náttúrulega höfum farið í gegnum svona svipaðan undirbúning áður en ekki gengið svona langt. Það sem náttúrulega munaði líka frá svínaflensufaraldrinum að þá var til mótefni og lyfjameðferð sem við höfum ekki núna þannig að það er öðruvísi staða. En í sjálfu sér vorum við í svipuðum svona aðstöðu þá en það gekk ekki jafn langt. Það var ekki jafn alvarlegur faraldur. Ekki jafn mikið útbreitt smit,“ segir Sigurbergur. Heimsóknarbann er á Landspítalanum og fá aðstandendur því ekki að vera með þeim sem veikjast. Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Arnar „Við erum að reyna gera allt til þess að reyna að vera í sem bestu sambandi við ættingjana og læknarnir hafa komið upp mjög góðu systemi og prestarnir með okkur í því að veita fólki sem sagt hjálp og það er svona sú sálgæsla sem við getum veitt og það skiptir rosalegu miklu máli. Maður getur bara ímyndað sér að vera heima og eiga veikan ættingja á gjörgæslu,“ segir Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira