Stórt en varfærið skref segir Katrín Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. maí 2020 15:43 Fimm ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu næstu skref, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þau skref sem kynnt voru á blaðamannafundi í dag sem miða að því létta á ferðatakmörkunum til og frá landinu séu stór en á sama tíma varfærin. Stjórnvöld hafi trú á því að til sé þekking og hæfni sem geti tryggt sóttvarnir í landinu á sama tíma og opnað er á ferðir til og frá Íslandi. Katrín segir þó a Stefnt er að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. Reynist það neikvætt þurfa þeir ekki að fara í tveggja vikna sóttkví. Á fundinum kom einnig fram að Grænland og Færeyjar hafi verið tekin af lista yfir hááhættusvæði og nýjar reglur um útvíkkaða sóttkví fyrir þá sem hingað koma til starfa í afmörkuð verkefni taka gildi á föstudag. „Mjög stórt skref en varfærið líka,“ sagði Katrín í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann eftir fundinn aðspurð um þýðingu þessara áætlana. „Eins og ég fór yfir þá erum við fyrst að horfa til þess að létta á takmörkunum hér innanlands en síðan ráðumst við í þetta skref sem við teljum okkur hafa alla burði til að taka. Bæði vegna þess hvernig okkur hefur gengið að takast á við faraldurinn, vegna þeirra þekkingar sem er til hér í landinu og hefur skapast í þessari baráttu þá höfum við ákveðið að ráðast í þetta,“ sagði Katrín jafnframt. Þá var hún spurð um hvort hún teldi að það að opna á komur erlendra ferðamanna hingað til lands eftir 15. júní myndi þýða fyrir efnahaginn sem tekur hefur á sig mikið högg vegna kórónuveirufaraldursins. Sagði Katrín að enn væri töluverð óvissa um þróun efnahagsins en verið værið að opna á ýmsa möguleika. „Við erum ekki að reikna með mikilli ferðamennsku á þessu ári, ég held að enginn sé að reikna með því en með þessu erum við opna ákveðna möguleika sem geta skipta máli. Við erum að horfa til þess að allt sem við gerum núna, allar þær fjárfestingar sem við erum að ráðast í, stuðningur við ýmsa geira samfélagsins miðar við því að við getum náð viðspyrnu þegar heilbrigðisváin verður að baki,“ sagði Katrín. Sagði hún einnig að stjórnvöld teldu að hér væri þekking og hæfni til staðar sem ætti að geta tryggt sóttvarnir á sama tíma og ferðamenn fara að koma aftur til landsins. „Ástæðan fyrir því að við treystum okkur í þetta skref er að við teljum okkur hafa þá þekkingu og hæfni sem til þarf til þess að geta framkvæmt þetta til að þetta virki þannig að við séum annars vegar að tryggja sóttvarnir í landinu en um leið greiða fyrir ferðum til og frá landinu og það skiptir okkur máli sem eyja hér út í hafi.“ Klippa: Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þau skref sem kynnt voru á blaðamannafundi í dag sem miða að því létta á ferðatakmörkunum til og frá landinu séu stór en á sama tíma varfærin. Stjórnvöld hafi trú á því að til sé þekking og hæfni sem geti tryggt sóttvarnir í landinu á sama tíma og opnað er á ferðir til og frá Íslandi. Katrín segir þó a Stefnt er að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. Reynist það neikvætt þurfa þeir ekki að fara í tveggja vikna sóttkví. Á fundinum kom einnig fram að Grænland og Færeyjar hafi verið tekin af lista yfir hááhættusvæði og nýjar reglur um útvíkkaða sóttkví fyrir þá sem hingað koma til starfa í afmörkuð verkefni taka gildi á föstudag. „Mjög stórt skref en varfærið líka,“ sagði Katrín í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann eftir fundinn aðspurð um þýðingu þessara áætlana. „Eins og ég fór yfir þá erum við fyrst að horfa til þess að létta á takmörkunum hér innanlands en síðan ráðumst við í þetta skref sem við teljum okkur hafa alla burði til að taka. Bæði vegna þess hvernig okkur hefur gengið að takast á við faraldurinn, vegna þeirra þekkingar sem er til hér í landinu og hefur skapast í þessari baráttu þá höfum við ákveðið að ráðast í þetta,“ sagði Katrín jafnframt. Þá var hún spurð um hvort hún teldi að það að opna á komur erlendra ferðamanna hingað til lands eftir 15. júní myndi þýða fyrir efnahaginn sem tekur hefur á sig mikið högg vegna kórónuveirufaraldursins. Sagði Katrín að enn væri töluverð óvissa um þróun efnahagsins en verið værið að opna á ýmsa möguleika. „Við erum ekki að reikna með mikilli ferðamennsku á þessu ári, ég held að enginn sé að reikna með því en með þessu erum við opna ákveðna möguleika sem geta skipta máli. Við erum að horfa til þess að allt sem við gerum núna, allar þær fjárfestingar sem við erum að ráðast í, stuðningur við ýmsa geira samfélagsins miðar við því að við getum náð viðspyrnu þegar heilbrigðisváin verður að baki,“ sagði Katrín. Sagði hún einnig að stjórnvöld teldu að hér væri þekking og hæfni til staðar sem ætti að geta tryggt sóttvarnir á sama tíma og ferðamenn fara að koma aftur til landsins. „Ástæðan fyrir því að við treystum okkur í þetta skref er að við teljum okkur hafa þá þekkingu og hæfni sem til þarf til þess að geta framkvæmt þetta til að þetta virki þannig að við séum annars vegar að tryggja sóttvarnir í landinu en um leið greiða fyrir ferðum til og frá landinu og það skiptir okkur máli sem eyja hér út í hafi.“ Klippa: Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira