Segir hugmyndirnar „nokkuð í þeim anda“ sem hann hafi verið að hugsa Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. maí 2020 15:52 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á fundinum í dag. vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir þær hugmyndir sem kynntar voru um skimun við komuna til landsins í stað sóttkvíar „nokkuð í þeim anda sem hann hafi verið að hugsa.“ Kórónuveiran sé ekki á förum, ný smit munu greinast innanlands og einhvern tímann þurfi aftur að opna landið. Í ljósi góðs árangurs Íslendinga innanlands í baráttunni við veiruna telji sóttvarnalæknir mikilvægt að huga núna að opnun landsins. Samkvæmt skýrslu starfshópsins sem vann tillögurnar var það Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem lagði það til að skima alla sem koma til landsins, bæði Íslendinga og útlendinga. Að hans mati sýni reynslan undanfarnar vikur að þetta sé framkvæmanlegt. Íslensk erfðagreining hafi náð að prófa allt að tvö þúsund manns á dag og hægt eigi að vera að margfalda þá afkastagetu. Fyrirtækið sé reiðubúið að vera stjórnvöldum innan handar við útfærsluna og greiningu. Til skoðunar að rukka fyrir skimun Tillögurnar sem kynntar voru á blaðamannfundi í Þjóðmenningarhúsinu ganga út frá því að veirufræðideild LSH muni annast skimun á Keflavíkurflugvelli og að hún standi til boða í stað tveggja vikna sóttkvíar frá 15. júní. Sýnum yrði svo ekið til Reykjavíkur. Ferðamenn myndu fá niðurstöðu samdægurs og segir starfshópurinn að þeir myndu ekki þurfa að bíða eftir henni á flugvellinum „enda væru þeir með smitrakningarforrit og önnur nauðsynleg forrit í síma.“ Verið sé að leggja mat á kostnað við verkefnið og að einnig hafi verið til skoðunar hvort taka eigi gjald af farþegum fyrir sýnatöku á flugvellinum. Ekki að láta undan þrýstingi Aðspurður á blaðamannafundinum í dag sagðist Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ekki vera að láta undan ákalli um að slakað verði á kröfum um sóttkví við komuna til landsins. „Neinei, ég er ekki að láta undan neinum þrýstingi. Mér er það algjörlega ljóst að það sem ég þarf fyrst og fremst að taka tillit til eru heilsufarssjónarmið og reyna að tryggja eins og mögulegt er að þessi veira komi ekki inn í landið,“ segir Þórólfur. Honum sé það jafnframt ljóst að á einhverjum tímapunkti þurfi að opna landið. „Hvort sem það er í dag, eftir sex mánuði eða ár þá munum við alltaf standa frammi fyrir þessum spurningum og við þurfum að svara því hvernig það á að gerast.“ Veiran sé ekki á förum. „Hún verður örugglega viðloðandi næstu eitt til tvö ár. Þess vegna tel ég mikilvægt núna þegar við höfum náð þessum góða árangri innanlands að við reynum að opna landið, þó á þann veg að við lágmörkum alla áhættu á því að veiran komi hérna inn aftur.“ Þórólfur segist jafnframt telja að tillögurnar sem kynntar voru í dag „ séu nokkuð í þeim anda sem ég hef verið að hugsa. Ég held að við getum útfært þær mjög vel og tryggt það að veiran komi ekki hingað aftur eins og mögulegt er.“ Klippa: Viðtal við Þórólf Guðnason Klippa: Viðtal við Þórólf Guðnason Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leggja til skimun á Keflavíkurflugvelli í stað sóttkvíar Ríkisstjórnin ákvað í morgun að stefna að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. 12. maí 2020 15:07 Vill að ferðatakmörkunum verði aflétt tafarlaust Sigríður Á. Andersen telur jafnframt að það henti ekki Íslandi að loka landamærum vegna faraldurs kórónuveiru, sem hún kveður umdeilda aðgerð, og segir lokunina stuðla að fátækt. 12. maí 2020 13:10 Stórt en varfærið skref segir Katrín Katrín Jakobsdóttir segir að þau skref sem kynnt voru á blaðamannafundi í dag sem miða að því létta á ferðatakmörkunum til og frá landinu séu stór en á sama tíma varfærin. 12. maí 2020 15:43 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir þær hugmyndir sem kynntar voru um skimun við komuna til landsins í stað sóttkvíar „nokkuð í þeim anda sem hann hafi verið að hugsa.“ Kórónuveiran sé ekki á förum, ný smit munu greinast innanlands og einhvern tímann þurfi aftur að opna landið. Í ljósi góðs árangurs Íslendinga innanlands í baráttunni við veiruna telji sóttvarnalæknir mikilvægt að huga núna að opnun landsins. Samkvæmt skýrslu starfshópsins sem vann tillögurnar var það Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem lagði það til að skima alla sem koma til landsins, bæði Íslendinga og útlendinga. Að hans mati sýni reynslan undanfarnar vikur að þetta sé framkvæmanlegt. Íslensk erfðagreining hafi náð að prófa allt að tvö þúsund manns á dag og hægt eigi að vera að margfalda þá afkastagetu. Fyrirtækið sé reiðubúið að vera stjórnvöldum innan handar við útfærsluna og greiningu. Til skoðunar að rukka fyrir skimun Tillögurnar sem kynntar voru á blaðamannfundi í Þjóðmenningarhúsinu ganga út frá því að veirufræðideild LSH muni annast skimun á Keflavíkurflugvelli og að hún standi til boða í stað tveggja vikna sóttkvíar frá 15. júní. Sýnum yrði svo ekið til Reykjavíkur. Ferðamenn myndu fá niðurstöðu samdægurs og segir starfshópurinn að þeir myndu ekki þurfa að bíða eftir henni á flugvellinum „enda væru þeir með smitrakningarforrit og önnur nauðsynleg forrit í síma.“ Verið sé að leggja mat á kostnað við verkefnið og að einnig hafi verið til skoðunar hvort taka eigi gjald af farþegum fyrir sýnatöku á flugvellinum. Ekki að láta undan þrýstingi Aðspurður á blaðamannafundinum í dag sagðist Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ekki vera að láta undan ákalli um að slakað verði á kröfum um sóttkví við komuna til landsins. „Neinei, ég er ekki að láta undan neinum þrýstingi. Mér er það algjörlega ljóst að það sem ég þarf fyrst og fremst að taka tillit til eru heilsufarssjónarmið og reyna að tryggja eins og mögulegt er að þessi veira komi ekki inn í landið,“ segir Þórólfur. Honum sé það jafnframt ljóst að á einhverjum tímapunkti þurfi að opna landið. „Hvort sem það er í dag, eftir sex mánuði eða ár þá munum við alltaf standa frammi fyrir þessum spurningum og við þurfum að svara því hvernig það á að gerast.“ Veiran sé ekki á förum. „Hún verður örugglega viðloðandi næstu eitt til tvö ár. Þess vegna tel ég mikilvægt núna þegar við höfum náð þessum góða árangri innanlands að við reynum að opna landið, þó á þann veg að við lágmörkum alla áhættu á því að veiran komi hérna inn aftur.“ Þórólfur segist jafnframt telja að tillögurnar sem kynntar voru í dag „ séu nokkuð í þeim anda sem ég hef verið að hugsa. Ég held að við getum útfært þær mjög vel og tryggt það að veiran komi ekki hingað aftur eins og mögulegt er.“ Klippa: Viðtal við Þórólf Guðnason Klippa: Viðtal við Þórólf Guðnason
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leggja til skimun á Keflavíkurflugvelli í stað sóttkvíar Ríkisstjórnin ákvað í morgun að stefna að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. 12. maí 2020 15:07 Vill að ferðatakmörkunum verði aflétt tafarlaust Sigríður Á. Andersen telur jafnframt að það henti ekki Íslandi að loka landamærum vegna faraldurs kórónuveiru, sem hún kveður umdeilda aðgerð, og segir lokunina stuðla að fátækt. 12. maí 2020 13:10 Stórt en varfærið skref segir Katrín Katrín Jakobsdóttir segir að þau skref sem kynnt voru á blaðamannafundi í dag sem miða að því létta á ferðatakmörkunum til og frá landinu séu stór en á sama tíma varfærin. 12. maí 2020 15:43 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Leggja til skimun á Keflavíkurflugvelli í stað sóttkvíar Ríkisstjórnin ákvað í morgun að stefna að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. 12. maí 2020 15:07
Vill að ferðatakmörkunum verði aflétt tafarlaust Sigríður Á. Andersen telur jafnframt að það henti ekki Íslandi að loka landamærum vegna faraldurs kórónuveiru, sem hún kveður umdeilda aðgerð, og segir lokunina stuðla að fátækt. 12. maí 2020 13:10
Stórt en varfærið skref segir Katrín Katrín Jakobsdóttir segir að þau skref sem kynnt voru á blaðamannafundi í dag sem miða að því létta á ferðatakmörkunum til og frá landinu séu stór en á sama tíma varfærin. 12. maí 2020 15:43