Ráðherrar vongóðir um að það versta sé afstaðið Heimir Már Pétursson og Andri Eysteinsson skrifa 12. maí 2020 20:33 Ráðherrar eru varkárir í yfirlýsingum um framhaldið en vongóðir um að það hilli í að það versta sé afstaðið. Sóttvarnalæknir segist ekki hafa verið beittur neinum þrýstingi. „Nei, nei ég er ekki að láta undan neinum þrýstingi. Mér er það algerlega ljóst að það sem ég þarf fyrst og fremst að taka tillit til eru heilsufarssjónarmið. Reyna að tryggja eins og mögulegt er að þessi veira komi ekki inn í landið. Mér er það hins vegar líka ljóst að á einhverjum tímapunkti þarf að opna þetta land,“ segir Þórólfur. „Og við erum í raun og veru núna búin að setja á dagatalið að við ætlum að opna sundlaugarnar á mánudaginn kemur og ýmsa þjónustu eins og líkamsræktarstöðvar og svo framvegis 25. maí. Við erum að tala um að gera þetta hraðar ein áætlað var,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Heilbrigðiskerfið sé vel í stakk búið til að bregðast við þessum breytingum en breytingar þurfa líka að eiga sér stað í öðrum ríkjum. Dómsmálaráðherra segir afléttingu banns við komu fólks utan Schengen hingað haldast í hendur við tímasetningu Evrópusambandsins. „Við erum með þessu auðvitað að stíga ákveðið skref að fara þetta á okkar forsendum. Að bjóða Ísland sem stað að nýju og að leyfa Íslendingum og auka ferðafrelsi þeirra með því að þurfa ekki að fara í sóttkví við heimkomu. Í þessu eru mikil tækifæri og við getum auðvitað líka útfært slíka lokun þannig að Ísland sé áfangastaður,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. „Þegar við skoðum það sem á undan er gengið þá eru allir á sama stað. Menn reyna að vinna út frá þessu eins vel og hægt er. Löndin, meðal annars í Evrópu, hafa farið misjafnar leiðir. En á sama tíma og það er auðvitað mikilvægt eru menn að reyna að halda í alþjóðasamstarfið og vinna þetta saman,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir stöðuna almennt eiga eftir að skýrast á næstu vikum varðandi stöðu flugfélaga og ferðahug almennings í öðrum löndum. „Við erum að fara í mikið markaðsátak erlendis. Erum að setja í það mikið fé. Með mjög metnaðarfulla hugmyndafræði í því. Þannig að ég held að við séum öll að ganga í takt með að við ætlum að byggja upp sterka ferðaþjónustu,“ segir Þórdís Kolbrún. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að áfram verði samið við Icelandair um lágmarks flugsamgöngur til landsins. „En frá og með 15. júní er með þessari ákvörðun ef ekkert annað kemur upp á Ísland opið með þeim takmörkunum sem við erum að setja,“ segir Sigurður Ingi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut lokuð vegna umferðarslyss Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Ráðherrar eru varkárir í yfirlýsingum um framhaldið en vongóðir um að það hilli í að það versta sé afstaðið. Sóttvarnalæknir segist ekki hafa verið beittur neinum þrýstingi. „Nei, nei ég er ekki að láta undan neinum þrýstingi. Mér er það algerlega ljóst að það sem ég þarf fyrst og fremst að taka tillit til eru heilsufarssjónarmið. Reyna að tryggja eins og mögulegt er að þessi veira komi ekki inn í landið. Mér er það hins vegar líka ljóst að á einhverjum tímapunkti þarf að opna þetta land,“ segir Þórólfur. „Og við erum í raun og veru núna búin að setja á dagatalið að við ætlum að opna sundlaugarnar á mánudaginn kemur og ýmsa þjónustu eins og líkamsræktarstöðvar og svo framvegis 25. maí. Við erum að tala um að gera þetta hraðar ein áætlað var,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Heilbrigðiskerfið sé vel í stakk búið til að bregðast við þessum breytingum en breytingar þurfa líka að eiga sér stað í öðrum ríkjum. Dómsmálaráðherra segir afléttingu banns við komu fólks utan Schengen hingað haldast í hendur við tímasetningu Evrópusambandsins. „Við erum með þessu auðvitað að stíga ákveðið skref að fara þetta á okkar forsendum. Að bjóða Ísland sem stað að nýju og að leyfa Íslendingum og auka ferðafrelsi þeirra með því að þurfa ekki að fara í sóttkví við heimkomu. Í þessu eru mikil tækifæri og við getum auðvitað líka útfært slíka lokun þannig að Ísland sé áfangastaður,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. „Þegar við skoðum það sem á undan er gengið þá eru allir á sama stað. Menn reyna að vinna út frá þessu eins vel og hægt er. Löndin, meðal annars í Evrópu, hafa farið misjafnar leiðir. En á sama tíma og það er auðvitað mikilvægt eru menn að reyna að halda í alþjóðasamstarfið og vinna þetta saman,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir stöðuna almennt eiga eftir að skýrast á næstu vikum varðandi stöðu flugfélaga og ferðahug almennings í öðrum löndum. „Við erum að fara í mikið markaðsátak erlendis. Erum að setja í það mikið fé. Með mjög metnaðarfulla hugmyndafræði í því. Þannig að ég held að við séum öll að ganga í takt með að við ætlum að byggja upp sterka ferðaþjónustu,“ segir Þórdís Kolbrún. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að áfram verði samið við Icelandair um lágmarks flugsamgöngur til landsins. „En frá og með 15. júní er með þessari ákvörðun ef ekkert annað kemur upp á Ísland opið með þeim takmörkunum sem við erum að setja,“ segir Sigurður Ingi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut lokuð vegna umferðarslyss Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira