Ráðherrar vongóðir um að það versta sé afstaðið Heimir Már Pétursson og Andri Eysteinsson skrifa 12. maí 2020 20:33 Ráðherrar eru varkárir í yfirlýsingum um framhaldið en vongóðir um að það hilli í að það versta sé afstaðið. Sóttvarnalæknir segist ekki hafa verið beittur neinum þrýstingi. „Nei, nei ég er ekki að láta undan neinum þrýstingi. Mér er það algerlega ljóst að það sem ég þarf fyrst og fremst að taka tillit til eru heilsufarssjónarmið. Reyna að tryggja eins og mögulegt er að þessi veira komi ekki inn í landið. Mér er það hins vegar líka ljóst að á einhverjum tímapunkti þarf að opna þetta land,“ segir Þórólfur. „Og við erum í raun og veru núna búin að setja á dagatalið að við ætlum að opna sundlaugarnar á mánudaginn kemur og ýmsa þjónustu eins og líkamsræktarstöðvar og svo framvegis 25. maí. Við erum að tala um að gera þetta hraðar ein áætlað var,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Heilbrigðiskerfið sé vel í stakk búið til að bregðast við þessum breytingum en breytingar þurfa líka að eiga sér stað í öðrum ríkjum. Dómsmálaráðherra segir afléttingu banns við komu fólks utan Schengen hingað haldast í hendur við tímasetningu Evrópusambandsins. „Við erum með þessu auðvitað að stíga ákveðið skref að fara þetta á okkar forsendum. Að bjóða Ísland sem stað að nýju og að leyfa Íslendingum og auka ferðafrelsi þeirra með því að þurfa ekki að fara í sóttkví við heimkomu. Í þessu eru mikil tækifæri og við getum auðvitað líka útfært slíka lokun þannig að Ísland sé áfangastaður,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. „Þegar við skoðum það sem á undan er gengið þá eru allir á sama stað. Menn reyna að vinna út frá þessu eins vel og hægt er. Löndin, meðal annars í Evrópu, hafa farið misjafnar leiðir. En á sama tíma og það er auðvitað mikilvægt eru menn að reyna að halda í alþjóðasamstarfið og vinna þetta saman,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir stöðuna almennt eiga eftir að skýrast á næstu vikum varðandi stöðu flugfélaga og ferðahug almennings í öðrum löndum. „Við erum að fara í mikið markaðsátak erlendis. Erum að setja í það mikið fé. Með mjög metnaðarfulla hugmyndafræði í því. Þannig að ég held að við séum öll að ganga í takt með að við ætlum að byggja upp sterka ferðaþjónustu,“ segir Þórdís Kolbrún. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að áfram verði samið við Icelandair um lágmarks flugsamgöngur til landsins. „En frá og með 15. júní er með þessari ákvörðun ef ekkert annað kemur upp á Ísland opið með þeim takmörkunum sem við erum að setja,“ segir Sigurður Ingi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Ráðherrar eru varkárir í yfirlýsingum um framhaldið en vongóðir um að það hilli í að það versta sé afstaðið. Sóttvarnalæknir segist ekki hafa verið beittur neinum þrýstingi. „Nei, nei ég er ekki að láta undan neinum þrýstingi. Mér er það algerlega ljóst að það sem ég þarf fyrst og fremst að taka tillit til eru heilsufarssjónarmið. Reyna að tryggja eins og mögulegt er að þessi veira komi ekki inn í landið. Mér er það hins vegar líka ljóst að á einhverjum tímapunkti þarf að opna þetta land,“ segir Þórólfur. „Og við erum í raun og veru núna búin að setja á dagatalið að við ætlum að opna sundlaugarnar á mánudaginn kemur og ýmsa þjónustu eins og líkamsræktarstöðvar og svo framvegis 25. maí. Við erum að tala um að gera þetta hraðar ein áætlað var,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Heilbrigðiskerfið sé vel í stakk búið til að bregðast við þessum breytingum en breytingar þurfa líka að eiga sér stað í öðrum ríkjum. Dómsmálaráðherra segir afléttingu banns við komu fólks utan Schengen hingað haldast í hendur við tímasetningu Evrópusambandsins. „Við erum með þessu auðvitað að stíga ákveðið skref að fara þetta á okkar forsendum. Að bjóða Ísland sem stað að nýju og að leyfa Íslendingum og auka ferðafrelsi þeirra með því að þurfa ekki að fara í sóttkví við heimkomu. Í þessu eru mikil tækifæri og við getum auðvitað líka útfært slíka lokun þannig að Ísland sé áfangastaður,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. „Þegar við skoðum það sem á undan er gengið þá eru allir á sama stað. Menn reyna að vinna út frá þessu eins vel og hægt er. Löndin, meðal annars í Evrópu, hafa farið misjafnar leiðir. En á sama tíma og það er auðvitað mikilvægt eru menn að reyna að halda í alþjóðasamstarfið og vinna þetta saman,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir stöðuna almennt eiga eftir að skýrast á næstu vikum varðandi stöðu flugfélaga og ferðahug almennings í öðrum löndum. „Við erum að fara í mikið markaðsátak erlendis. Erum að setja í það mikið fé. Með mjög metnaðarfulla hugmyndafræði í því. Þannig að ég held að við séum öll að ganga í takt með að við ætlum að byggja upp sterka ferðaþjónustu,“ segir Þórdís Kolbrún. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að áfram verði samið við Icelandair um lágmarks flugsamgöngur til landsins. „En frá og með 15. júní er með þessari ákvörðun ef ekkert annað kemur upp á Ísland opið með þeim takmörkunum sem við erum að setja,“ segir Sigurður Ingi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira