Vill aðgerðir í atvinnumálum en samt ekki kísilverksmiðju Kristján Már Unnarsson skrifar 13. maí 2020 23:33 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ kalla eftir aðgerðum ríkisvaldsins vegna gríðarlegs atvinnuleysis á Suðurnesjum og hafa boðað til íbúafundar á netinu síðdegis á morgun. Bæjarstjórinn segir þó ekki stemmningu fyrir því að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík verði endurræst. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Vegna samkomutakmarkana verður íbúafundurinn á facebook-síðu Reykjanesbæjar en atvinnuleysi í bænum mælist nú 28 prósent. „Við höfum aldrei séð viðlíka tölur í atvinnuleysi eins og við erum að sjá núna. Við höfum oft séð það slæmt en aldrei eins og nú,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Hann rekur hvað flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli er gríðarlega stór þáttur í atvinnulífi Suðurnesja. Áætlað sé að rekja megi um 40 prósent af efnahag svæðisins til flugvallarins. Bæjarstjórinn kallar eftir sértækum aðgerðum ríkisvaldsins. Hann nefnir framkvæmdir eins og tvöföldun Reykjanesbrautar, úrbætur á húsnæði sjúkrahússins og samgöngur innan svæðisins. Í kreppunni eftir bankahrunið fyrir áratug sögðu stjórnmálamenn að kísilver í Helguvík yrði ísbrjóturinn í atvinnumálum Suðurnesja. Sjá hér í frétt Stöðvar 2 frá árinu 2011: En þykir kísilverið núna álitlegur kostur? Eigandi þess, Stakksberg, dótturfélag Arion-banka, hefur kynnt áætlanir um að hefja þar endurbætur eftir áramót með það að markmiði að koma rekstrinum aftur í gang. „Ég held ég tali nú fyrir hönd allavega meirihluta bæjarstjórnar; að það er engin sérstök stemmning fyrir endurreisn þessarar verksmiðju,“ svarar Kjartan bæjarstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kynnir endurbætur á kísilverinu í Helguvík Eigandi kísilversins í Helguvík, sem staðið hefur ónotað í þrjú ár, stefnir að því að hefja endurbætur á verksmiðjunni í byrjun næsta árs með það að markmiði að hún geti tekið til starfa á ný eftir tvö ár. Skýrsla um umhverfismat endurbótanna hefur verið auglýst. 11. maí 2020 20:53 Atvinnuleysi 28% í Reykjanesbæ þar sem veiran bætir gráu ofan á svart Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. 7. maí 2020 14:49 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ kalla eftir aðgerðum ríkisvaldsins vegna gríðarlegs atvinnuleysis á Suðurnesjum og hafa boðað til íbúafundar á netinu síðdegis á morgun. Bæjarstjórinn segir þó ekki stemmningu fyrir því að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík verði endurræst. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Vegna samkomutakmarkana verður íbúafundurinn á facebook-síðu Reykjanesbæjar en atvinnuleysi í bænum mælist nú 28 prósent. „Við höfum aldrei séð viðlíka tölur í atvinnuleysi eins og við erum að sjá núna. Við höfum oft séð það slæmt en aldrei eins og nú,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Hann rekur hvað flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli er gríðarlega stór þáttur í atvinnulífi Suðurnesja. Áætlað sé að rekja megi um 40 prósent af efnahag svæðisins til flugvallarins. Bæjarstjórinn kallar eftir sértækum aðgerðum ríkisvaldsins. Hann nefnir framkvæmdir eins og tvöföldun Reykjanesbrautar, úrbætur á húsnæði sjúkrahússins og samgöngur innan svæðisins. Í kreppunni eftir bankahrunið fyrir áratug sögðu stjórnmálamenn að kísilver í Helguvík yrði ísbrjóturinn í atvinnumálum Suðurnesja. Sjá hér í frétt Stöðvar 2 frá árinu 2011: En þykir kísilverið núna álitlegur kostur? Eigandi þess, Stakksberg, dótturfélag Arion-banka, hefur kynnt áætlanir um að hefja þar endurbætur eftir áramót með það að markmiði að koma rekstrinum aftur í gang. „Ég held ég tali nú fyrir hönd allavega meirihluta bæjarstjórnar; að það er engin sérstök stemmning fyrir endurreisn þessarar verksmiðju,“ svarar Kjartan bæjarstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kynnir endurbætur á kísilverinu í Helguvík Eigandi kísilversins í Helguvík, sem staðið hefur ónotað í þrjú ár, stefnir að því að hefja endurbætur á verksmiðjunni í byrjun næsta árs með það að markmiði að hún geti tekið til starfa á ný eftir tvö ár. Skýrsla um umhverfismat endurbótanna hefur verið auglýst. 11. maí 2020 20:53 Atvinnuleysi 28% í Reykjanesbæ þar sem veiran bætir gráu ofan á svart Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. 7. maí 2020 14:49 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Kynnir endurbætur á kísilverinu í Helguvík Eigandi kísilversins í Helguvík, sem staðið hefur ónotað í þrjú ár, stefnir að því að hefja endurbætur á verksmiðjunni í byrjun næsta árs með það að markmiði að hún geti tekið til starfa á ný eftir tvö ár. Skýrsla um umhverfismat endurbótanna hefur verið auglýst. 11. maí 2020 20:53
Atvinnuleysi 28% í Reykjanesbæ þar sem veiran bætir gráu ofan á svart Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. 7. maí 2020 14:49