Mannlaus flugvöllur skilar sér í færri fíkniefnamálum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. apríl 2020 22:30 Keflavíkurflugvöllur er mannlaus þessa dagana. Vísir/Egill Í heilan mánuð hefur ekkert fíkniefnamál komið upp á Keflavíkurflugvelli en á þessum mánuði hefur farþegum um flugvöllinn fækkað margfalt á við það sem áður var. Yfirtollvörður segir það hafa sýnt sig að þegar ein flutningsleið á fíkniefnum til landsins lokast þá nýti menn aðrar leiðir. Aðeins örfáir starfsmenn eru þessa dagana við vinnu á Keflavíkurflugvelli en þar starfa þegar mest lætur um tíu þúsund manns. Þeir sem eru við störf á flugvellinum finna vel fyrir því hversu mikið farþegum um völlinn hefur fækkað, þar á meðal tollverðirnir. „Á meðaldegi værum við að sjá fjörutíu og fimm sex farþegaflugvélar að koma hérna í gegn fullar af fólki en í dag erum við að sjá tuttugu upp í fimmtíu max í vél og þetta eru svona ein til þrjár á dag,“ segir Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli. Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á KeflavíkurflugvelliVísir/Egill Þessi litla flugumferð hefur meðal annars haft þau áhrif að fíkniefnamálum á flugvellinum hefur fækkað verulega. Nú er mánuður síðan að einhver var síðast tekinn í tollinum við að reyna að smygla fíkniefnum til landsins. „Ef við skoðum bara sama tímabil, það sem af er ári í fyrra og núna, við vorum með ellefu máli um þetta leyti í fyrra en við erum komin í fjögur núna. Svo það er alltaf spurt þegar ein leið lokast að svona miklu leyti hvort það færist ekki yfir í hrað- og póstsendingar og bara annan flutningsmáta. Þannig að við þurfum að vera vakandi fyrir því líka á landsvísu. Ég held að það sé eitthvað sem gerist alltaf og eins bara í innanlandsframleiðslu,“ segir Guðrún. Guðrún segir að þó verkefnum hafi fækkað sinni tollverði þó enn verkefnum á flugvallarsvæðinu. „Það koma hérna einkaflug, það eru að koma ferjuflug og einkaflug sem við erum að sinna. Svo erum við náttúrulega með alla vinnsluna í vöruhúsum. Þar eru hraðsendingarnar undir sem við förum í daglega skoðanir á og við erum líka með frakt,“ segir Guðrún Búið er að loka öllum veitingastöðum og verslunum á flugvellinum. Þá hefur mötuneyti starfsmanna líka verið lokað. Fyrirtækin hafa mörg hver flutt vörur út af svæðinu aftur þar sem matvæla og annað liggur undir skemmdum. Guðjón HelgasonVísir/Egill Hjá Isavia segja menn erfitt að segja til um hvenær flugumferð verður aftur orðin lík því sem var þegar mest var. „Við gerum okkur grein fyrir að þetta mun hafa áhrif næstu misserin,“ segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi hjá Isavia. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Fíkn Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Í heilan mánuð hefur ekkert fíkniefnamál komið upp á Keflavíkurflugvelli en á þessum mánuði hefur farþegum um flugvöllinn fækkað margfalt á við það sem áður var. Yfirtollvörður segir það hafa sýnt sig að þegar ein flutningsleið á fíkniefnum til landsins lokast þá nýti menn aðrar leiðir. Aðeins örfáir starfsmenn eru þessa dagana við vinnu á Keflavíkurflugvelli en þar starfa þegar mest lætur um tíu þúsund manns. Þeir sem eru við störf á flugvellinum finna vel fyrir því hversu mikið farþegum um völlinn hefur fækkað, þar á meðal tollverðirnir. „Á meðaldegi værum við að sjá fjörutíu og fimm sex farþegaflugvélar að koma hérna í gegn fullar af fólki en í dag erum við að sjá tuttugu upp í fimmtíu max í vél og þetta eru svona ein til þrjár á dag,“ segir Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli. Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á KeflavíkurflugvelliVísir/Egill Þessi litla flugumferð hefur meðal annars haft þau áhrif að fíkniefnamálum á flugvellinum hefur fækkað verulega. Nú er mánuður síðan að einhver var síðast tekinn í tollinum við að reyna að smygla fíkniefnum til landsins. „Ef við skoðum bara sama tímabil, það sem af er ári í fyrra og núna, við vorum með ellefu máli um þetta leyti í fyrra en við erum komin í fjögur núna. Svo það er alltaf spurt þegar ein leið lokast að svona miklu leyti hvort það færist ekki yfir í hrað- og póstsendingar og bara annan flutningsmáta. Þannig að við þurfum að vera vakandi fyrir því líka á landsvísu. Ég held að það sé eitthvað sem gerist alltaf og eins bara í innanlandsframleiðslu,“ segir Guðrún. Guðrún segir að þó verkefnum hafi fækkað sinni tollverði þó enn verkefnum á flugvallarsvæðinu. „Það koma hérna einkaflug, það eru að koma ferjuflug og einkaflug sem við erum að sinna. Svo erum við náttúrulega með alla vinnsluna í vöruhúsum. Þar eru hraðsendingarnar undir sem við förum í daglega skoðanir á og við erum líka með frakt,“ segir Guðrún Búið er að loka öllum veitingastöðum og verslunum á flugvellinum. Þá hefur mötuneyti starfsmanna líka verið lokað. Fyrirtækin hafa mörg hver flutt vörur út af svæðinu aftur þar sem matvæla og annað liggur undir skemmdum. Guðjón HelgasonVísir/Egill Hjá Isavia segja menn erfitt að segja til um hvenær flugumferð verður aftur orðin lík því sem var þegar mest var. „Við gerum okkur grein fyrir að þetta mun hafa áhrif næstu misserin,“ segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi hjá Isavia.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Fíkn Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira