Ekki ákveðið hvort faxinn víki fyrir merki Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 4. apríl 2020 08:16 Flugvélar Air Iceland Connect hafa Flugfélagsfaxann á stélinu. Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Ákvörðun ráðamanna Icelandair Group um að samþætta rekstur Air Iceland Connect og Icelandair hefur vakið upp þá spurningu hvort hún þýði nafnbreytingu á innanlandsfluginu og að flugvélar Air Iceland Connect verði merktar Icelandair í framhaldinu. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það,“ svarar Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, spurningunni. Fokker Friendship-vél Flugleiða árið 1992, með Flugleiða F-ið blátt á stélinu. Á þessum tíma var samræmt útlit á innanlands- og millilandavélum félagsins.Mynd/Baldur Sveinsson. Í tilkynningu Icelandair í vikunni kom fram að öll meginstarfsemi félaganna yrði sameinuð, þar á meðal flugrekstrarsvið, fjármálasvið og sölu- og markaðsmál og staða framkvæmdastjóra lögð niður. Félögin yrðu þó áfram með aðskilin flugrekstrarleyfi og áhafnir Air Iceland Connect áfram starfsmenn þess félags. Þegar Flugleiðir fengu Fokker F-50 vélar breyttist liturinn. Stélið varð blátt og F-ið hvítt. Myndina tók Baldur Sveinsson á Akureyrarflugvelli árið 1992.Mynd/Baldur Sveinsson. Þótt nafnið „Air Iceland Connect“ hafi verið tekið upp vorið 2017 var gamla heitið „Flugfélag Íslands“ ekki formlega lagt af. Nafn lögaðilans um reksturinn hélt áfram að vera „Flugfélag Íslands ehf.“ og kennitala þess var áfram notuð. „Flugfélag Íslands“ var þá búið að vera opinbert heiti innanlandsflugsins um tuttugu ára skeið, frá árinu 1997, og þar áður á þremur félögum allt frá árinu 1919, um mislangan tíma, en lengst á árunum 1940 til 1973 þegar Flugfélag Íslands sameinaðist Loftleiðum. Gamla Flugfélagsmerkið má enn sjá á nefi DC-6 vélar á Flugsafni Íslands á Akureyri.Vísir/Tryggvi Tryggvason. Við sameininguna var nafnið „Flugleiðir“ tekið upp og færðist það einnig yfir á innanlandsflugið en Icelandair varð alþjóðlegt heiti félagsins. Flugfélagsmerkið vængjaði hesturinn, eða faxinn, vék þá fyrir nýju merki Flugleiða, bókstafnum F, sem stílfærður var sem blaktandi veifa. Það hefur síðan lifað áfram sem merki Icelandair, þó með litabreytingu úr bláu yfir í gyllt. Verður þetta framtíðarútlit innanlandsflota Icelandair? Þristurinn Páll Sveinsson á flugi yfir Akranesi sumarið 2017 með gyllta F-ið á stélinu. Flugvélin hét áður Gljáfaxi þegar hún var í innanlandsfluginu hjá Flugfélagi Íslands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Faxinn komst aftur á stél innanlandsflotans þegar Flugfélagsnafnið var endurvakið árið 1997 og hefur haldið áfram sem merki Air Iceland Connect, þótt nafnið „Flugfélag Íslands“ hafi vikið af búk flugvélanna. Það gerðist þegar ráðamenn félagsins töldu þörf á alþjóðlegra nafni fyrir þremur árum við nýja sókn á erlenda markaði með áætlunarflugi til Skotlands og Norður-Írlands, sem svo reyndist skammvinnt. En núna er spurningin: Lifir faxinn áfram á stéli innanlandsflotans eða víkur hann fyrir merki Icelandair? Hér geta menn ímyndað sér hvernig merki Icelandair liti út í innanlandsfluginu: Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Sameina Icelandair og Air Iceland Connect og segja Birni upp störfum Forsvarsmenn Icelandair Group hafa ákveðið að sameina hin ýmsu svið félaganna og segja upp framkvæmdastjóra Iceland Travel. 31. mars 2020 11:57 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Innlent Fleiri fréttir Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Sjá meira
Ákvörðun ráðamanna Icelandair Group um að samþætta rekstur Air Iceland Connect og Icelandair hefur vakið upp þá spurningu hvort hún þýði nafnbreytingu á innanlandsfluginu og að flugvélar Air Iceland Connect verði merktar Icelandair í framhaldinu. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það,“ svarar Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, spurningunni. Fokker Friendship-vél Flugleiða árið 1992, með Flugleiða F-ið blátt á stélinu. Á þessum tíma var samræmt útlit á innanlands- og millilandavélum félagsins.Mynd/Baldur Sveinsson. Í tilkynningu Icelandair í vikunni kom fram að öll meginstarfsemi félaganna yrði sameinuð, þar á meðal flugrekstrarsvið, fjármálasvið og sölu- og markaðsmál og staða framkvæmdastjóra lögð niður. Félögin yrðu þó áfram með aðskilin flugrekstrarleyfi og áhafnir Air Iceland Connect áfram starfsmenn þess félags. Þegar Flugleiðir fengu Fokker F-50 vélar breyttist liturinn. Stélið varð blátt og F-ið hvítt. Myndina tók Baldur Sveinsson á Akureyrarflugvelli árið 1992.Mynd/Baldur Sveinsson. Þótt nafnið „Air Iceland Connect“ hafi verið tekið upp vorið 2017 var gamla heitið „Flugfélag Íslands“ ekki formlega lagt af. Nafn lögaðilans um reksturinn hélt áfram að vera „Flugfélag Íslands ehf.“ og kennitala þess var áfram notuð. „Flugfélag Íslands“ var þá búið að vera opinbert heiti innanlandsflugsins um tuttugu ára skeið, frá árinu 1997, og þar áður á þremur félögum allt frá árinu 1919, um mislangan tíma, en lengst á árunum 1940 til 1973 þegar Flugfélag Íslands sameinaðist Loftleiðum. Gamla Flugfélagsmerkið má enn sjá á nefi DC-6 vélar á Flugsafni Íslands á Akureyri.Vísir/Tryggvi Tryggvason. Við sameininguna var nafnið „Flugleiðir“ tekið upp og færðist það einnig yfir á innanlandsflugið en Icelandair varð alþjóðlegt heiti félagsins. Flugfélagsmerkið vængjaði hesturinn, eða faxinn, vék þá fyrir nýju merki Flugleiða, bókstafnum F, sem stílfærður var sem blaktandi veifa. Það hefur síðan lifað áfram sem merki Icelandair, þó með litabreytingu úr bláu yfir í gyllt. Verður þetta framtíðarútlit innanlandsflota Icelandair? Þristurinn Páll Sveinsson á flugi yfir Akranesi sumarið 2017 með gyllta F-ið á stélinu. Flugvélin hét áður Gljáfaxi þegar hún var í innanlandsfluginu hjá Flugfélagi Íslands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Faxinn komst aftur á stél innanlandsflotans þegar Flugfélagsnafnið var endurvakið árið 1997 og hefur haldið áfram sem merki Air Iceland Connect, þótt nafnið „Flugfélag Íslands“ hafi vikið af búk flugvélanna. Það gerðist þegar ráðamenn félagsins töldu þörf á alþjóðlegra nafni fyrir þremur árum við nýja sókn á erlenda markaði með áætlunarflugi til Skotlands og Norður-Írlands, sem svo reyndist skammvinnt. En núna er spurningin: Lifir faxinn áfram á stéli innanlandsflotans eða víkur hann fyrir merki Icelandair? Hér geta menn ímyndað sér hvernig merki Icelandair liti út í innanlandsfluginu:
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Sameina Icelandair og Air Iceland Connect og segja Birni upp störfum Forsvarsmenn Icelandair Group hafa ákveðið að sameina hin ýmsu svið félaganna og segja upp framkvæmdastjóra Iceland Travel. 31. mars 2020 11:57 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Innlent Fleiri fréttir Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Sjá meira
Sameina Icelandair og Air Iceland Connect og segja Birni upp störfum Forsvarsmenn Icelandair Group hafa ákveðið að sameina hin ýmsu svið félaganna og segja upp framkvæmdastjóra Iceland Travel. 31. mars 2020 11:57