Dýraverndunarsinni fordæmir hegðun Depays Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2020 12:45 Memphis Depay birti þessa mynd af sér með dýrinu. Instagram/@memphisdepay Hollenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Memphis Depay, hefur vakið reiði dýraverndunarsinna fyrir að eiga lígur sem gæludýr heima hjá sér. Kattardýrið lígur er blendingur, afkvæmi tígrisynju og karlljóns, og á Depay einn slíkan. Þessi 26 ára gamli leikmaður Lyon, og fyrrverandi leikmaður Manchester United, birti myndir af sér á Instagram með dýrinu, og sýndi jafnframt stóra ljónstattúið sem hann er með á bakinu. Viðbrögðin voru misjöfn. „Það er ekki náttúrulegt að haga sér svona með villt dýr. Dýrin kveljast,“ sagði Sanne Kujpers sem starfar fyrir dýraverndunarsamtök í Hollandi. Hún vill að Depay fjarlægi myndirnar af Instagram og harmar að lígurinn sé notaður til að skemmta fólki. „Hann gefur slæmt fordæmi. Við vonum auðvitað að hann fjarlægi myndirnar. Villt dýr eiga heima í náttúrunni, þau eru ekki hérna til að skemmta okkur og við eigum ekki að ýta undir svona lagað,“ sagði Kujpers. View this post on Instagram What happens when a liger hangs out with a Lion? A post shared by Memphis Depay (@memphisdepay) on Apr 1, 2020 at 9:33am PDT Depay, sem er vel á veg kominn með að jafna sig eftir alvarleg hnémeiðsli í desember, virðist lítið gefa fyrir gagnrýnina. „Fyrir þau sem ekki vita staðreyndir; hafið hljótt. Lígrar eru ekki einu sinni villt dýr. Þeir fæðast ekki úti í náttúrunni fjarri mannfólki. Ég held að þeir myndu ekki einu sinni geta lifað úti í náttúrunni,“ sagði Depay. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Hollenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Memphis Depay, hefur vakið reiði dýraverndunarsinna fyrir að eiga lígur sem gæludýr heima hjá sér. Kattardýrið lígur er blendingur, afkvæmi tígrisynju og karlljóns, og á Depay einn slíkan. Þessi 26 ára gamli leikmaður Lyon, og fyrrverandi leikmaður Manchester United, birti myndir af sér á Instagram með dýrinu, og sýndi jafnframt stóra ljónstattúið sem hann er með á bakinu. Viðbrögðin voru misjöfn. „Það er ekki náttúrulegt að haga sér svona með villt dýr. Dýrin kveljast,“ sagði Sanne Kujpers sem starfar fyrir dýraverndunarsamtök í Hollandi. Hún vill að Depay fjarlægi myndirnar af Instagram og harmar að lígurinn sé notaður til að skemmta fólki. „Hann gefur slæmt fordæmi. Við vonum auðvitað að hann fjarlægi myndirnar. Villt dýr eiga heima í náttúrunni, þau eru ekki hérna til að skemmta okkur og við eigum ekki að ýta undir svona lagað,“ sagði Kujpers. View this post on Instagram What happens when a liger hangs out with a Lion? A post shared by Memphis Depay (@memphisdepay) on Apr 1, 2020 at 9:33am PDT Depay, sem er vel á veg kominn með að jafna sig eftir alvarleg hnémeiðsli í desember, virðist lítið gefa fyrir gagnrýnina. „Fyrir þau sem ekki vita staðreyndir; hafið hljótt. Lígrar eru ekki einu sinni villt dýr. Þeir fæðast ekki úti í náttúrunni fjarri mannfólki. Ég held að þeir myndu ekki einu sinni geta lifað úti í náttúrunni,“ sagði Depay.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira