Jeppa stolið af lækni í smáíbúðahverfinu Eiður Þór Árnason skrifar 5. apríl 2020 18:17 Margrét var skiljanlega í áfalli þegar hún áttaði sig á því hvað hafði gerst. Aðsend Margrét Lára Jónsdóttir, læknir hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, lenti í þeirri miður skemmtilegu lífreynslu að jeppanum hennar var stolið. Svo virðist sem að hann hafi verið tekinn einhvern tímann í nótt en Margrét sá hann síðast í gærkvöldi þegar hún fór út í göngutúr. Mikið álag er á heilsugæslunni þessa dagana líkt og annars staðar í heilbrigðiskerfinu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Hún segir atvikið eiga sér stað á sérstaklega óheppilegum tíma í ljósi þess að hún notaði fjölskyldubílinn til þess að komast til og frá vinnu. Uppfært klukkan 20:15: Jeppinn er kominn í leitirnar. „Ég vildi bara að fréttin yrði uppfærð svo að ég yrði ekki tekin á morgun á leiðinni í vinnuna,“ sagði Margrét kímin í samtali við Vísi og glöð eftir að hafa fengið símtal frá lögreglunni. Veit ekki hvernig aðilanum tókst að taka bílinn Í samtali við Vísi segist Margrét hafa vaknað upp við einhvern umgang snemma í morgun en ekki litið út fyrr en um ellefuleytið. Þá var jeppinn horfinn. Hún var skiljanlega í áfalli þegar hún áttaði sig á því hvað hafði gerst. „Það var frekar fúlt að lenda í þessu. Ég bjóst ekki við því að þetta myndi gerast í þessu hverfi og líka miðað við að það var stormur í nótt.“ Hún veit ekki hvernig aðilanum tókst að komast inn í bifreiðina og koma henni í gang en segist hafa heyrt að það séu ýmsar leiðir til þess. „Mann grunar náttúrlega að þetta sé einhver sem er mjög illa staddur í lífinu sem er á þessum stað í vonda veðrinu.“ Hvetur fólk til að hafa augun opin Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og hvetur Margrét fólk til þess að hafa augun opin fyrir jeppanum sem er með bílnúmerið PS-L03. Um er að ræða Toyota Land Cruiser sem var staðsettur fyrir utan íbúð hennar í Hæðargarði í Reykjavík áður en hann hvarf. Þeir sem verða hans varir eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Margrét vonar að jeppinn komist sem fyrst í leitirnar og í sem bestu ásigkomulagi. Á meðan hefur faðir hennar og tengdamóðir boðið fram bíla sína á meðan þau eru í verndarsóttkví. Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Margrét Lára Jónsdóttir, læknir hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, lenti í þeirri miður skemmtilegu lífreynslu að jeppanum hennar var stolið. Svo virðist sem að hann hafi verið tekinn einhvern tímann í nótt en Margrét sá hann síðast í gærkvöldi þegar hún fór út í göngutúr. Mikið álag er á heilsugæslunni þessa dagana líkt og annars staðar í heilbrigðiskerfinu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Hún segir atvikið eiga sér stað á sérstaklega óheppilegum tíma í ljósi þess að hún notaði fjölskyldubílinn til þess að komast til og frá vinnu. Uppfært klukkan 20:15: Jeppinn er kominn í leitirnar. „Ég vildi bara að fréttin yrði uppfærð svo að ég yrði ekki tekin á morgun á leiðinni í vinnuna,“ sagði Margrét kímin í samtali við Vísi og glöð eftir að hafa fengið símtal frá lögreglunni. Veit ekki hvernig aðilanum tókst að taka bílinn Í samtali við Vísi segist Margrét hafa vaknað upp við einhvern umgang snemma í morgun en ekki litið út fyrr en um ellefuleytið. Þá var jeppinn horfinn. Hún var skiljanlega í áfalli þegar hún áttaði sig á því hvað hafði gerst. „Það var frekar fúlt að lenda í þessu. Ég bjóst ekki við því að þetta myndi gerast í þessu hverfi og líka miðað við að það var stormur í nótt.“ Hún veit ekki hvernig aðilanum tókst að komast inn í bifreiðina og koma henni í gang en segist hafa heyrt að það séu ýmsar leiðir til þess. „Mann grunar náttúrlega að þetta sé einhver sem er mjög illa staddur í lífinu sem er á þessum stað í vonda veðrinu.“ Hvetur fólk til að hafa augun opin Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og hvetur Margrét fólk til þess að hafa augun opin fyrir jeppanum sem er með bílnúmerið PS-L03. Um er að ræða Toyota Land Cruiser sem var staðsettur fyrir utan íbúð hennar í Hæðargarði í Reykjavík áður en hann hvarf. Þeir sem verða hans varir eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Margrét vonar að jeppinn komist sem fyrst í leitirnar og í sem bestu ásigkomulagi. Á meðan hefur faðir hennar og tengdamóðir boðið fram bíla sína á meðan þau eru í verndarsóttkví.
Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira