Fölsuð áhorfendahljóð og sýndaráhorfendur í útsendingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2020 15:30 Leikir frá NFL deildinni eru gríðarlega vinsælt sjónvarpsefni í Bandaríkjunum en þar hefur stemmningin á leikvöngunum mikið að segja. Getty/Joe Robbins NFL-deild ameríska fótboltans á að hefjast í september en það lítur út fyrir að þar þurfi leikirnir mögulega að spilaðir án áhorfenda vegna kórónuveirunnar. Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, hefur látið það frá sér að hugsanlega þurfi NFL-deildin að spila allt 2020 tímabilið án áhorfenda en vanalega eru á bilinu sextíu til áttatíu þúsund manns á leikjunum. Fox Sports leggur mikið upp úr útsendingum sínum frá NFL-deildinni enda kostaði sýningarétturinn mikið og sjónvarpsstöðin hefur miklar tekjur af útsendingunum enda NFL-deildin gríðarlega vinsæl. Joe Buck says Fox Sports will add crowd noise and virtual fans during NFL broadcasts this season https://t.co/7tbGi2USD9— Sports Illustrated (@SInow) May 14, 2020 Joe Buck er frægur sjónvarpsmaður sem mun lýsa NFL-leikjum á Fox Sports. Hann greindi frá því í útvarpsviðtali i þætti á Andy Cohen á SiriusXM að stöðin ætlar að fara sýna leiðir í að fela áhorfendaleysið. Joe Buck sagði að Fox Sports ætli að spila gömul áhorfendahljóð á leikjunum og þá hefur stefnan líka verið sett á að fylla stúkurnar með sýndaráhorfendum. Get ready for fake crowd noise, virtual fans if stadiums aren't open in 2020 https://t.co/cd89uPraNV— ProFootballTalk (@ProFootballTalk) May 14, 2020 „Það er nánast búið að ganga frá þessu. Ég held samt að sá sem mun stjórna þessum hljóðum þurfi að vera mjög góður í sínu starfi til að það líti út að þetta verði raunsæ viðbrögð áhorfenda við því sem er að gerast inn á vellinum. Það verður mjög mikilvægt til að þetta komi vel út,“ sagði Joe Buck. „Ofan á það eru þeir að leita að leiðum til þess að vera með sýndaráhorfendur í stúkunum. Þegar við sjáum yfirlitsmyndina yfir allan völlinn þá á leikvangurinn að líta út fyrir að vera fullur af áhorfendum þó að hann sé í raun galtómur,“ sagði Joe Buck. NFL Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira
NFL-deild ameríska fótboltans á að hefjast í september en það lítur út fyrir að þar þurfi leikirnir mögulega að spilaðir án áhorfenda vegna kórónuveirunnar. Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, hefur látið það frá sér að hugsanlega þurfi NFL-deildin að spila allt 2020 tímabilið án áhorfenda en vanalega eru á bilinu sextíu til áttatíu þúsund manns á leikjunum. Fox Sports leggur mikið upp úr útsendingum sínum frá NFL-deildinni enda kostaði sýningarétturinn mikið og sjónvarpsstöðin hefur miklar tekjur af útsendingunum enda NFL-deildin gríðarlega vinsæl. Joe Buck says Fox Sports will add crowd noise and virtual fans during NFL broadcasts this season https://t.co/7tbGi2USD9— Sports Illustrated (@SInow) May 14, 2020 Joe Buck er frægur sjónvarpsmaður sem mun lýsa NFL-leikjum á Fox Sports. Hann greindi frá því í útvarpsviðtali i þætti á Andy Cohen á SiriusXM að stöðin ætlar að fara sýna leiðir í að fela áhorfendaleysið. Joe Buck sagði að Fox Sports ætli að spila gömul áhorfendahljóð á leikjunum og þá hefur stefnan líka verið sett á að fylla stúkurnar með sýndaráhorfendum. Get ready for fake crowd noise, virtual fans if stadiums aren't open in 2020 https://t.co/cd89uPraNV— ProFootballTalk (@ProFootballTalk) May 14, 2020 „Það er nánast búið að ganga frá þessu. Ég held samt að sá sem mun stjórna þessum hljóðum þurfi að vera mjög góður í sínu starfi til að það líti út að þetta verði raunsæ viðbrögð áhorfenda við því sem er að gerast inn á vellinum. Það verður mjög mikilvægt til að þetta komi vel út,“ sagði Joe Buck. „Ofan á það eru þeir að leita að leiðum til þess að vera með sýndaráhorfendur í stúkunum. Þegar við sjáum yfirlitsmyndina yfir allan völlinn þá á leikvangurinn að líta út fyrir að vera fullur af áhorfendum þó að hann sé í raun galtómur,“ sagði Joe Buck.
NFL Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira