Fótbolti

„John Terry var í rauninni bara betri útgáfan af mér“

Anton Ingi Leifsson skrifar
John Terry fagnar enska meistaratitlinum árið 2017.
John Terry fagnar enska meistaratitlinum árið 2017. vísir/getty

John Terry fékk mikið hrós frá mótherja sínum í gegnum tíðina Jamie Carragher í hlaðvarpinu Off Script sem Sky Sports heldur úti á meðan kórónuveirufaraldurinn ríður yfir heiminn og enginn fótbolti er spilaður á Englandi.

Carragher og Terry voru mótherjar hjá Liverpool og Chelsea en léku hins vegar saman hjá enska landsliðinu frá 2003 til 2010 þar sem Carragher sá í raun og veru hversu góður Terry var.

„John Terry var í rauninni betri útgáfan af mér. Hann var stærri, sterkari og var betri með boltann. Hann var einn af þeim sem þú sást hversu góður var þegar þú æfðir með honum. Þú vissir að hann var frábær leikmaður,“ sagði Carragher.

„Tæknilega séð er hann betri en margir hafa sagt. Fólk talar alltaf um að hann hafi bara verið maðurinn sem setti hausinn á undan sér í allt - sem hann gerði - og talar um Rio Ferdinand sem manninn sem var frábær á boltanum. Fólk gleymir að Rio var frábær varnarmaður og Terry var frábær á boltanum.“

„John Terry gat tekið boltann og sparkað honum 60 til 70. jarda með vinstri fætinum. Best spilandi varnarmann heims ættu í vandræðum að gera það. Svo hann var klárlega topp leikmaður og þú sást það með Englandi.“

Terry spilaði sinn fyrsta leik árið 1998 og endaði á því að spila 717 leiki fyrir Chelsea. Hann vann fimm stóra titla á Englandi en hann náði 78 landsleikjum með Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×