Aukið eftirlit eftir að Víði, Ölmu og Þórólfi var hótað Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. apríl 2020 18:33 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Alma Möller, landlæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu jók viðbúnað vegna hótanna sem Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, Alma Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir hafa fengið. Víðir segir hótanirnar ekki hafa áhrif á þá vinnu sem unnin er vegna kórónuveirufaraldursins. Víðir, Alma og Þórólfur hafa stýrt viðbrögðum Íslendinga við kórónuveirufaraldrinum og verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni síðust vikur. Ákvarðanir sem teknar hafa verið vegna faraldursins hafa ekki alltaf þótt vinsælar. Víðir staðfestir í samtali við fréttastofu að þeim þremur hafi borist óþægileg skilaboð, sem samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafi verið hótun um ofbeldi. „Það er bara svona fólk sem hafði aðrar skoðanir á hlutunum og vildi koma þeim á framfæri og kannski gerði það ekki á kurteisan hátt,“ segir Víðir. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um málið og voru gerðar ákveðnar ráðstafanir til að tryggja öryggi þeirra. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti RíkislögreglustjóraVísir/Vilhelm „Ég vil nú kannski ekki fara nákvæmlega út í hvað var gert en það var gripið til ákveðinna varúðarráðstafanna og við fylgjum því,“ segir Víðir. Settur lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að þegar friðhelgi fólks er raskað eða öryggi þeirra ógnað sé það litið alvarlegum augum. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, settur lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Jóhann K. „Hótanir geta verið af margvíslegum toga en um leið og farið er að hóta ofbeldi eða lífláti, þá lítum við á slíkar hótanir mjög alvarlegum augum. Það segir sig sjálft að ef að fólk sem er í framlínu eða er áberandi í þjóðfélaginu verður fyrir svona að þá þarf að grípa til aukins viðbúnaðar,“ segir Hulda Elsa. Ekki fengust upplýsingar um hvort einhver eða einhverjir hafi verið handteknir vegna málsins. Víðir segir að hótanirnar hafi ekki haft áhrif á þá vinnu sem hann, Alma eða Þórólfur hafa unnið vegna kórónuveirufaraldursins „Við tæklum þetta bara eins og annað sem við erum að gera og vinnum þetta með fagfólki þannig að þetta truflar okkur ekkert,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu jók viðbúnað vegna hótanna sem Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, Alma Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir hafa fengið. Víðir segir hótanirnar ekki hafa áhrif á þá vinnu sem unnin er vegna kórónuveirufaraldursins. Víðir, Alma og Þórólfur hafa stýrt viðbrögðum Íslendinga við kórónuveirufaraldrinum og verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni síðust vikur. Ákvarðanir sem teknar hafa verið vegna faraldursins hafa ekki alltaf þótt vinsælar. Víðir staðfestir í samtali við fréttastofu að þeim þremur hafi borist óþægileg skilaboð, sem samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafi verið hótun um ofbeldi. „Það er bara svona fólk sem hafði aðrar skoðanir á hlutunum og vildi koma þeim á framfæri og kannski gerði það ekki á kurteisan hátt,“ segir Víðir. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um málið og voru gerðar ákveðnar ráðstafanir til að tryggja öryggi þeirra. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti RíkislögreglustjóraVísir/Vilhelm „Ég vil nú kannski ekki fara nákvæmlega út í hvað var gert en það var gripið til ákveðinna varúðarráðstafanna og við fylgjum því,“ segir Víðir. Settur lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að þegar friðhelgi fólks er raskað eða öryggi þeirra ógnað sé það litið alvarlegum augum. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, settur lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Jóhann K. „Hótanir geta verið af margvíslegum toga en um leið og farið er að hóta ofbeldi eða lífláti, þá lítum við á slíkar hótanir mjög alvarlegum augum. Það segir sig sjálft að ef að fólk sem er í framlínu eða er áberandi í þjóðfélaginu verður fyrir svona að þá þarf að grípa til aukins viðbúnaðar,“ segir Hulda Elsa. Ekki fengust upplýsingar um hvort einhver eða einhverjir hafi verið handteknir vegna málsins. Víðir segir að hótanirnar hafi ekki haft áhrif á þá vinnu sem hann, Alma eða Þórólfur hafa unnið vegna kórónuveirufaraldursins „Við tæklum þetta bara eins og annað sem við erum að gera og vinnum þetta með fagfólki þannig að þetta truflar okkur ekkert,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira