Varar við myrkasta vetri sögunnar Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2020 15:29 Dr. Richard Bright stýrði líf- og læknisfræðirannsókna- og þróunardeild heilbrigðisráðuneytisins. AP/Shawn Thew Bandaríkin standa mögulega frammi fyrir myrkasta vetri sögunnar. Þetta segir fyrrverandi yfirmaður bandarískrar alríkisstofnunar sem ber ábyrgð á því að þróa lyf gegn kórónuveirunni. Hann hefur sakað háttsetta embættismenn í ríkisstjórn Donald Trump, forseta, um hafa bolað sér úr starfi eftir að hann varaði eindregið við faraldri nýju kórónuveirunnar í janúar. Dr. Rick Bright segir nauðsynlegt að komið verði í veg fyrir aðra bylgju faraldursins, því annars muni illa fara. Þetta sagði hann á nefndarfundi orku og viðskiptanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. „Viðbragðsgluggi okkar fer minnkandi,“ sagði Bright í upphafsræðu sinni. Hann sagði að ef ekki tækist að móta samhæfar forvarnar- og viðbragðsaðgerðir, sem byggi á vísindum, óttaðist hann að ástandið í Bandaríkjunum mynd versna til muna og leiða til umfangsmikilla veikinda og fjölda dauðsfalla. Bright stýrði líf- og læknisfræðirannsókna- og þróunardeild heilbrigðisráðuneytisins. Hann var skipaður árið 2016 áður en Trump varð forseti. Sjá einnig: Uppljóstrari segir að sér hafi verið ýtt til hliðar fyrir að vara við faraldri Honum var þó vikið úr starfi og eftirlitsaðilar hafa komist að þeirri niðurstöðu að honum hafi líklega verið refsað fyrir að tala gegn forsetanum varðandi lyfið hydroxychloroquine, og réttast væri að ráða hann aftur. Minnst 1.393.890 hafa smitast af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, í Bandaríkjunum og minnst 84.239 hafa dáið. Dr. Rick Bright: “Our window of opportunity is closing. If we fail to improve our response now ... I fear the pandemic will get worse and be prolonged ... Without better planning, 2020 could be the darkest winter in modern history.” pic.twitter.com/OfMdjjM7Sr— NBC News (@NBCNews) May 14, 2020 Anthony Fauci, einn helsti yfirmaður sóttvarna í Bandaríkjunum, sagði þingmönnum fyrr í vikunni að ef takmörkunum vegna kórónufaraldursins yrði aflétt of snemma gæti það leitt til frekari útbreiðslu veirunnar. Hann sagði ekki búið að ná stjórn á faraldrinum en yfirvöld væru þó á réttri leið. Byrjað er að draga úr félagsforðun víða í Bandaríkjunum og hefur Trump þrýst töluvert á ríkisstjóra í þeim málum. Þegar Trump var spurður út í ummæli Fauci sagði hann þó óásættanleg. Forsetinn gagnrýndi forstöðumann Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og sagði nauðsynlegt að opna Bandaríkin á ný og senda börn aftur í skóla. „Við viljum gera það á öruggan hátt en við viljum einnig gera það eins hratt og við getum,“ sagði Trump. President Trump says he was "surprised" by Dr. Fauci's warning about reopening schools during the pandemic and says it's "not an acceptable answer" https://t.co/Nj065CIsxp pic.twitter.com/oX2LkydkPp— CBS News (@CBSNews) May 13, 2020 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Sjá meira
Bandaríkin standa mögulega frammi fyrir myrkasta vetri sögunnar. Þetta segir fyrrverandi yfirmaður bandarískrar alríkisstofnunar sem ber ábyrgð á því að þróa lyf gegn kórónuveirunni. Hann hefur sakað háttsetta embættismenn í ríkisstjórn Donald Trump, forseta, um hafa bolað sér úr starfi eftir að hann varaði eindregið við faraldri nýju kórónuveirunnar í janúar. Dr. Rick Bright segir nauðsynlegt að komið verði í veg fyrir aðra bylgju faraldursins, því annars muni illa fara. Þetta sagði hann á nefndarfundi orku og viðskiptanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. „Viðbragðsgluggi okkar fer minnkandi,“ sagði Bright í upphafsræðu sinni. Hann sagði að ef ekki tækist að móta samhæfar forvarnar- og viðbragðsaðgerðir, sem byggi á vísindum, óttaðist hann að ástandið í Bandaríkjunum mynd versna til muna og leiða til umfangsmikilla veikinda og fjölda dauðsfalla. Bright stýrði líf- og læknisfræðirannsókna- og þróunardeild heilbrigðisráðuneytisins. Hann var skipaður árið 2016 áður en Trump varð forseti. Sjá einnig: Uppljóstrari segir að sér hafi verið ýtt til hliðar fyrir að vara við faraldri Honum var þó vikið úr starfi og eftirlitsaðilar hafa komist að þeirri niðurstöðu að honum hafi líklega verið refsað fyrir að tala gegn forsetanum varðandi lyfið hydroxychloroquine, og réttast væri að ráða hann aftur. Minnst 1.393.890 hafa smitast af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, í Bandaríkjunum og minnst 84.239 hafa dáið. Dr. Rick Bright: “Our window of opportunity is closing. If we fail to improve our response now ... I fear the pandemic will get worse and be prolonged ... Without better planning, 2020 could be the darkest winter in modern history.” pic.twitter.com/OfMdjjM7Sr— NBC News (@NBCNews) May 14, 2020 Anthony Fauci, einn helsti yfirmaður sóttvarna í Bandaríkjunum, sagði þingmönnum fyrr í vikunni að ef takmörkunum vegna kórónufaraldursins yrði aflétt of snemma gæti það leitt til frekari útbreiðslu veirunnar. Hann sagði ekki búið að ná stjórn á faraldrinum en yfirvöld væru þó á réttri leið. Byrjað er að draga úr félagsforðun víða í Bandaríkjunum og hefur Trump þrýst töluvert á ríkisstjóra í þeim málum. Þegar Trump var spurður út í ummæli Fauci sagði hann þó óásættanleg. Forsetinn gagnrýndi forstöðumann Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og sagði nauðsynlegt að opna Bandaríkin á ný og senda börn aftur í skóla. „Við viljum gera það á öruggan hátt en við viljum einnig gera það eins hratt og við getum,“ sagði Trump. President Trump says he was "surprised" by Dr. Fauci's warning about reopening schools during the pandemic and says it's "not an acceptable answer" https://t.co/Nj065CIsxp pic.twitter.com/oX2LkydkPp— CBS News (@CBSNews) May 13, 2020
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Sjá meira