Lífshlaup Zellweger: Óskarsverðlaun, andleg veikindi og lýtaaðgerðir Stefán Árni Pálsson skrifar 8. apríl 2020 11:31 Renee Zellweger hefur í tvígang unnið Óskarinn. Leikkonan Renee Zellweger hefur unnið til fjölda verðlauna á sínum farsæla ferli en hún vann Óskarinn á þessu ári fyrir bestu frammistöðu í aukahlutverki í kvikmyndinni Judy og síðan aukahlutverk í myndinni Cold Mountain árið 2004. Lífshlaup Zellweger hefur aftur á móti verið átakanlegt eins og farið er yfir á YouTube-síðunni The Talko. Leikkonan er fædd 25. apríl árið 1969 í litlum bæ í Texas sem nefndist Katy en hún er því fimmtug. Í grunnskóla og menntaskóla hafði Zellweger en ákvað síðan að stunda nám í enskum bókmenntum við Háskólann í Texas og var áhugi hennar á blaðamennsku mikill. Samhliða því tók hún nokkra kúrsa í leiklist. Eftir námið reyndi hún fyrir sér sem leikkona í Houston og landaði þá hlutverki í kvikmyndinni Jerry Maguire árið 1996 þar sem heimsbyggðin kynnist Renee Zellweger fyrst. Foreldrar leikkonunnar eru báðir innflytjendur og á hún þeim mikið að þakka. Zellweger hefur aldrei verið á samfélagsmiðlum og vill hún eiga sitt einkalíf. Hún segir að ástæðan fyrir því er það uppeldi sem hún fékk frá barnsaldri. Faðir leikkonunnar kom til Bandaríkjanna á sínum tíma frá Sviss og móðir hennar frá Noregi. Móðir hennar átti erfiða æsku og þá aðallega vegna seinni heimstyrjaldarinnar. Zellweger sló fyrst í gegn árið 1996 í kvikmyndinni Jerry Magurie. Zellweger landaði stóru hlutverki eftir frammistöðu sína í Jerry Maguire og lék þá aðalhlutverkið í Bridget Jones´s Diary árið 2001 og þá fékk hún tilnefningu til Óskarsins í fyrsta sinn. Eins og svo oft fór frægðin að taka sinn toll á Zellweger og varð hún að draga sig úr sviðsljósinu um tíma vegna athyglinnar sem hún fékk. Árið 2005 kynntist hún kántrísöngvaranum Kenny Chesney og stuttu síðar gengu þau í það heilaga. Aðeins nokkrum mánuðum síðar var hjónabandið búið og sótti þá Zellweger um ógildingu. Árið 2010 varð frægðin í raun of mikil og fór að hafa áhrif á andlega heilsu leikkonunnar og það var þá sem hún sagði skilið við leiklistina og tók ekki að sér hlutverk í sex ár. Hún hefur áður tjáð sig um andleg veikindi sín og hefur þurft að leita til sérfræðinga til að komast í gegnum þau. Eftir langa pásu ákvað hún að stíga aftur fram í sviðsljósið og þá fékk hún vægast sagt slæma fjölmiðlaumfjöllun. Margir tóku eftir því að hún hafði farið í nokkrar lýtaaðgerðir og var nánast óþekkjanleg. Um þetta var skrifað í marga mánuði og tók sinn toll á leikkonuna. Zellweger fékk yfir sig mikla gagnrýni þegar hún steig aftur fram í sviðsljósið en hún átti að hafa farið í ótal lýtaaðgerðir. Árið 2016 mætti leikkonan aftur á sjáinn og fór að taka að sér ný hlutverk sem endaði með Óskarsverðlaunum fyrr á þessu ári. Hér að neðan má sjá umfjöllun The Talko um leikkonuna. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira
Leikkonan Renee Zellweger hefur unnið til fjölda verðlauna á sínum farsæla ferli en hún vann Óskarinn á þessu ári fyrir bestu frammistöðu í aukahlutverki í kvikmyndinni Judy og síðan aukahlutverk í myndinni Cold Mountain árið 2004. Lífshlaup Zellweger hefur aftur á móti verið átakanlegt eins og farið er yfir á YouTube-síðunni The Talko. Leikkonan er fædd 25. apríl árið 1969 í litlum bæ í Texas sem nefndist Katy en hún er því fimmtug. Í grunnskóla og menntaskóla hafði Zellweger en ákvað síðan að stunda nám í enskum bókmenntum við Háskólann í Texas og var áhugi hennar á blaðamennsku mikill. Samhliða því tók hún nokkra kúrsa í leiklist. Eftir námið reyndi hún fyrir sér sem leikkona í Houston og landaði þá hlutverki í kvikmyndinni Jerry Maguire árið 1996 þar sem heimsbyggðin kynnist Renee Zellweger fyrst. Foreldrar leikkonunnar eru báðir innflytjendur og á hún þeim mikið að þakka. Zellweger hefur aldrei verið á samfélagsmiðlum og vill hún eiga sitt einkalíf. Hún segir að ástæðan fyrir því er það uppeldi sem hún fékk frá barnsaldri. Faðir leikkonunnar kom til Bandaríkjanna á sínum tíma frá Sviss og móðir hennar frá Noregi. Móðir hennar átti erfiða æsku og þá aðallega vegna seinni heimstyrjaldarinnar. Zellweger sló fyrst í gegn árið 1996 í kvikmyndinni Jerry Magurie. Zellweger landaði stóru hlutverki eftir frammistöðu sína í Jerry Maguire og lék þá aðalhlutverkið í Bridget Jones´s Diary árið 2001 og þá fékk hún tilnefningu til Óskarsins í fyrsta sinn. Eins og svo oft fór frægðin að taka sinn toll á Zellweger og varð hún að draga sig úr sviðsljósinu um tíma vegna athyglinnar sem hún fékk. Árið 2005 kynntist hún kántrísöngvaranum Kenny Chesney og stuttu síðar gengu þau í það heilaga. Aðeins nokkrum mánuðum síðar var hjónabandið búið og sótti þá Zellweger um ógildingu. Árið 2010 varð frægðin í raun of mikil og fór að hafa áhrif á andlega heilsu leikkonunnar og það var þá sem hún sagði skilið við leiklistina og tók ekki að sér hlutverk í sex ár. Hún hefur áður tjáð sig um andleg veikindi sín og hefur þurft að leita til sérfræðinga til að komast í gegnum þau. Eftir langa pásu ákvað hún að stíga aftur fram í sviðsljósið og þá fékk hún vægast sagt slæma fjölmiðlaumfjöllun. Margir tóku eftir því að hún hafði farið í nokkrar lýtaaðgerðir og var nánast óþekkjanleg. Um þetta var skrifað í marga mánuði og tók sinn toll á leikkonuna. Zellweger fékk yfir sig mikla gagnrýni þegar hún steig aftur fram í sviðsljósið en hún átti að hafa farið í ótal lýtaaðgerðir. Árið 2016 mætti leikkonan aftur á sjáinn og fór að taka að sér ný hlutverk sem endaði með Óskarsverðlaunum fyrr á þessu ári. Hér að neðan má sjá umfjöllun The Talko um leikkonuna.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira