Hefur trú á að samningaviðræðum við flugfreyjur sé ekki lokið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. maí 2020 18:53 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. Þetta kom fram í viðtali við Boga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Því að það eru mikil tækifæri til þess að gera breytingar á þessum samningum sem hafa eins og komið hefur fram langa sögu og eru flóknir. Það er hægt að breyta þeim og auka vinnuframlag og framleiðni, en á sama tíma verja ráðstöfunartekjur fólks. Ég er bjartsýnn á að við setjumst niður aftur og finnum lausn á þessu máli,“ segir Bogi. Bogi segir það verða að koma í ljós hvort af fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair verði eftir átta daga, hafi samningar við flugfreyjur ekki náðst. Bogi hefur áður sagt að fjárfestar geri kröfu um að langtímasamningar milli Icelandair og starfsmanna félagsins náist. „Eins og hefur komið fram erum við að fara í þetta útboð á þessum miklu óvissutímum og það er krefjandi að selja nýtt hlutafé í þessari stöðu, þannig að við þurfum að sýna fram á að framtíðin sé björt og ákveðinn fyrirsjáanleika hvað varðar þennan kostnaðarlið hjá okkur, því við eigum að geta haft, í rauninni, stjórn á honum,“ segir Bogi. Vongóður um að samningar við flugmenn náist Samninganefndir flugmanna og Icelandair hafa fundað í dag, og gera enn þegar þetta er skrifað. Góður gangur er sagður í viðræðunum. „Menn sitja og ræða málin núna, þannig að þetta er allavega í gangi, sem er gott. Það er verið að fara yfir hlutina og við erum að reyna að ná saman,“ segir Bogi. Aðspurður segist hann ekki viss hvort samningar náist í kvöld. Hann sé þó vongóður um að aðilar nái saman að endingu. „Ég er vongóður um að samningar takist, spurning hvort það gerist í kvöld.“ Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir „Algjör einhugur“ á meðal flugfreyja að hafna útspili Icelandair Algjör einhugur er meðal félagsmanna FFÍ um að hafna útspili Icelandair frá 10. maí að því er fram kemur í tilkynningu frá Flugfreyjufélagi Íslands. Afstaða félagsmanna til tilboðs Icelandair var könnuð á fundi þeirra í hádeginu. 12. maí 2020 13:37 Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. 11. maí 2020 18:18 Launafrost til 2023 Í tillögum sem lagðar voru fram af Icelandair í kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands í gær er farið fram á 18 til 35 prósenta launaskerðingu flugfreyja og flugþjóna hjá félaginu. 11. maí 2020 22:21 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. Þetta kom fram í viðtali við Boga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Því að það eru mikil tækifæri til þess að gera breytingar á þessum samningum sem hafa eins og komið hefur fram langa sögu og eru flóknir. Það er hægt að breyta þeim og auka vinnuframlag og framleiðni, en á sama tíma verja ráðstöfunartekjur fólks. Ég er bjartsýnn á að við setjumst niður aftur og finnum lausn á þessu máli,“ segir Bogi. Bogi segir það verða að koma í ljós hvort af fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair verði eftir átta daga, hafi samningar við flugfreyjur ekki náðst. Bogi hefur áður sagt að fjárfestar geri kröfu um að langtímasamningar milli Icelandair og starfsmanna félagsins náist. „Eins og hefur komið fram erum við að fara í þetta útboð á þessum miklu óvissutímum og það er krefjandi að selja nýtt hlutafé í þessari stöðu, þannig að við þurfum að sýna fram á að framtíðin sé björt og ákveðinn fyrirsjáanleika hvað varðar þennan kostnaðarlið hjá okkur, því við eigum að geta haft, í rauninni, stjórn á honum,“ segir Bogi. Vongóður um að samningar við flugmenn náist Samninganefndir flugmanna og Icelandair hafa fundað í dag, og gera enn þegar þetta er skrifað. Góður gangur er sagður í viðræðunum. „Menn sitja og ræða málin núna, þannig að þetta er allavega í gangi, sem er gott. Það er verið að fara yfir hlutina og við erum að reyna að ná saman,“ segir Bogi. Aðspurður segist hann ekki viss hvort samningar náist í kvöld. Hann sé þó vongóður um að aðilar nái saman að endingu. „Ég er vongóður um að samningar takist, spurning hvort það gerist í kvöld.“
Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir „Algjör einhugur“ á meðal flugfreyja að hafna útspili Icelandair Algjör einhugur er meðal félagsmanna FFÍ um að hafna útspili Icelandair frá 10. maí að því er fram kemur í tilkynningu frá Flugfreyjufélagi Íslands. Afstaða félagsmanna til tilboðs Icelandair var könnuð á fundi þeirra í hádeginu. 12. maí 2020 13:37 Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. 11. maí 2020 18:18 Launafrost til 2023 Í tillögum sem lagðar voru fram af Icelandair í kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands í gær er farið fram á 18 til 35 prósenta launaskerðingu flugfreyja og flugþjóna hjá félaginu. 11. maí 2020 22:21 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
„Algjör einhugur“ á meðal flugfreyja að hafna útspili Icelandair Algjör einhugur er meðal félagsmanna FFÍ um að hafna útspili Icelandair frá 10. maí að því er fram kemur í tilkynningu frá Flugfreyjufélagi Íslands. Afstaða félagsmanna til tilboðs Icelandair var könnuð á fundi þeirra í hádeginu. 12. maí 2020 13:37
Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. 11. maí 2020 18:18
Launafrost til 2023 Í tillögum sem lagðar voru fram af Icelandair í kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands í gær er farið fram á 18 til 35 prósenta launaskerðingu flugfreyja og flugþjóna hjá félaginu. 11. maí 2020 22:21