Segir stöðu knattspyrnuþjálfara þunga Anton Ingi Leifsson skrifar 8. apríl 2020 22:00 Birgir Jónasson er gjaldkeri KÞÍ. Það er nóg að gera hjá þeim þessa daganna. mynd/s2s Birgir Jónasson, gjaldkeri Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands, segir að félögin geti ekki einhliða ákveðið það að draga niður þjálfara í launum. Það þurfi að taka samtalið og ákveða þetta í sameiningu. Mikið hefur verið rætt um það á undanförnum vikum að þjálfarar sem og leikmenn þurfi að taka á sig launalækkun en mörg félög berjast í bökkum vegna kórónuveirunnar. Birgir segir að samtalið sé mikilvægt en staða þjálfara er þung þessa daganna. „Staðan er þung eins og hjá mörgum öðrum starfsstéttum. Hér glímum við ákveðið skort á formfestu. Það hefur verið baráttumál knattspyrnuþjálfarafélagsins á undanförnum árum að koma í gegn að það sé stuðst við staðalsamning. Það er ekki við slíkan samning að styðjast og samningar eru því nokkuð misjafnir og jafn misjafnir eins og þeir eru margir,“ sagði Birgir. „Það er ekki stuðst við neina fyrirmynd og sambandið dregur dám af þessu. Ýmist eru menn launamenn eða verktakar. Á undanförnum árum hefur þetta verið að færast meira út í það að menn séu verktakar.“ Hann segir að það sé mikilvægt að báðir aðilar sýni skilning; bæði þjálfararnir sem og íþróttafélögin í landinu. Þannig finnist besta lausnin. „Okkar skoðun er sú að þjálfarar sýni íþróttafélögunum ákveðna stillingu og tillitsemi og ákveðinn skilning við þessar aðstæður. Félögin þurfa að sama skapi að gera slíkt hið sama og þurfa að virða samningssamband, sem er tvíhliða milli þjálfara og félagsins. Síðan viljum við að menn stígi varlega til jarðar í öllum einhliða ákvörðum um að kjör þjálfara séu skert því allt slíkt kann að fela í sér ákveðna breytingu eða uppsögn á hluta samnings eða öllum samningi.“ „Það er alveg ljóst að okkar mati að réttur þjálfara er ótvíræður í þessu sambandi. Það má fallast á það að það eru sérstakar aðstæður í samfélaginu sem má líkja við óvænt eða óviðráðanleg atvik sem geta við þær kringumstæður haft áhrif á efndir samnings en það breytir því ekki að menn geti ákveðið upp á sitt eindæmi að sú aðstaða sé fyrir hendi. Það er matsatriði og ég held að þarna þurfi hreyfingin að komast að ákveðinni málamiðlum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Klippa: Sportið í dag - Birgir Jónasson frá KÞÍ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Íslenski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Hákon: Þú vilt spila þessa leik Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Sjá meira
Birgir Jónasson, gjaldkeri Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands, segir að félögin geti ekki einhliða ákveðið það að draga niður þjálfara í launum. Það þurfi að taka samtalið og ákveða þetta í sameiningu. Mikið hefur verið rætt um það á undanförnum vikum að þjálfarar sem og leikmenn þurfi að taka á sig launalækkun en mörg félög berjast í bökkum vegna kórónuveirunnar. Birgir segir að samtalið sé mikilvægt en staða þjálfara er þung þessa daganna. „Staðan er þung eins og hjá mörgum öðrum starfsstéttum. Hér glímum við ákveðið skort á formfestu. Það hefur verið baráttumál knattspyrnuþjálfarafélagsins á undanförnum árum að koma í gegn að það sé stuðst við staðalsamning. Það er ekki við slíkan samning að styðjast og samningar eru því nokkuð misjafnir og jafn misjafnir eins og þeir eru margir,“ sagði Birgir. „Það er ekki stuðst við neina fyrirmynd og sambandið dregur dám af þessu. Ýmist eru menn launamenn eða verktakar. Á undanförnum árum hefur þetta verið að færast meira út í það að menn séu verktakar.“ Hann segir að það sé mikilvægt að báðir aðilar sýni skilning; bæði þjálfararnir sem og íþróttafélögin í landinu. Þannig finnist besta lausnin. „Okkar skoðun er sú að þjálfarar sýni íþróttafélögunum ákveðna stillingu og tillitsemi og ákveðinn skilning við þessar aðstæður. Félögin þurfa að sama skapi að gera slíkt hið sama og þurfa að virða samningssamband, sem er tvíhliða milli þjálfara og félagsins. Síðan viljum við að menn stígi varlega til jarðar í öllum einhliða ákvörðum um að kjör þjálfara séu skert því allt slíkt kann að fela í sér ákveðna breytingu eða uppsögn á hluta samnings eða öllum samningi.“ „Það er alveg ljóst að okkar mati að réttur þjálfara er ótvíræður í þessu sambandi. Það má fallast á það að það eru sérstakar aðstæður í samfélaginu sem má líkja við óvænt eða óviðráðanleg atvik sem geta við þær kringumstæður haft áhrif á efndir samnings en það breytir því ekki að menn geti ákveðið upp á sitt eindæmi að sú aðstaða sé fyrir hendi. Það er matsatriði og ég held að þarna þurfi hreyfingin að komast að ákveðinni málamiðlum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Klippa: Sportið í dag - Birgir Jónasson frá KÞÍ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Íslenski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Hákon: Þú vilt spila þessa leik Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Sjá meira