Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. apríl 2020 20:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir laun æðstu embættismanna fylgja almennri launaþróun stöð 2 Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að lögbundnar launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi á tímum kórónuveirunnar en bendir á að þær fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins. Fram kom í fréttum í dag að þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar hafi fengið 70 til 130 þúsund króna launahækkun 1. janúar. Laun forseta Íslands hækkuðu um tæpar 190 þúsund krónur. Áður hafði komið fram að forsetinn hafi hafnað launahækkuninni en það er rangt, hann frestaði henni einungis eins og aðrir ráðamenn en hækkunin átti að taka gildi síðasta sumar. Laun ráðamanna hafa ekki hækkað frá 2016 en þá var sett í lög að laun séu ákvörðuð eftir mati Hagstofunnar á launabreytingum og kjararannsóknum. „Þannig að breytingin sem var gerð með lögum var að kjararáð var lagt niður og þessi hópur, æðstu embættismenn, myndu einfaldlega fylgja launaþróun á opinberum markaði sem aftur fylgir launaþróun á almennum markaði, hvort sem það er til hækkunar eða lækkunar“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Launabreytingar ráðamanna eru framkvæmdar 1. júlí hvert ár samkvæmt lögunum. Launahækkunin sem nú er til umræðu var frestað síðasta júlí vegna lífskjarasamninganna. Launahækkunin sem á að koma fram í júlí næstkomandi hefur einnig verið frestað vegna ástandsins í samfélaginu. En launahækkanir á tímum atvinnuleysis, skertra kjara og erfiðra aðstæða falla ekki í sérlega góðan farveg hjá mörgum og segist forsætisráðherra hafa fullan skilning á því. Er í skoðun að hafna þessari launahækkun? „Ég held að við séum öll meðvituð um það að allar forsendur ríkisfjármála eru að breytast núna og það getur haft áhrif á launaþróun allra í samfélaginu og það getur átt við um okkur eins og aðra.“ Forsætisráðherra ræddi launahækkanir jafnframt við Reykjavík síðdegis í dag. Alþingi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Sjá meira
Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að lögbundnar launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi á tímum kórónuveirunnar en bendir á að þær fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins. Fram kom í fréttum í dag að þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar hafi fengið 70 til 130 þúsund króna launahækkun 1. janúar. Laun forseta Íslands hækkuðu um tæpar 190 þúsund krónur. Áður hafði komið fram að forsetinn hafi hafnað launahækkuninni en það er rangt, hann frestaði henni einungis eins og aðrir ráðamenn en hækkunin átti að taka gildi síðasta sumar. Laun ráðamanna hafa ekki hækkað frá 2016 en þá var sett í lög að laun séu ákvörðuð eftir mati Hagstofunnar á launabreytingum og kjararannsóknum. „Þannig að breytingin sem var gerð með lögum var að kjararáð var lagt niður og þessi hópur, æðstu embættismenn, myndu einfaldlega fylgja launaþróun á opinberum markaði sem aftur fylgir launaþróun á almennum markaði, hvort sem það er til hækkunar eða lækkunar“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Launabreytingar ráðamanna eru framkvæmdar 1. júlí hvert ár samkvæmt lögunum. Launahækkunin sem nú er til umræðu var frestað síðasta júlí vegna lífskjarasamninganna. Launahækkunin sem á að koma fram í júlí næstkomandi hefur einnig verið frestað vegna ástandsins í samfélaginu. En launahækkanir á tímum atvinnuleysis, skertra kjara og erfiðra aðstæða falla ekki í sérlega góðan farveg hjá mörgum og segist forsætisráðherra hafa fullan skilning á því. Er í skoðun að hafna þessari launahækkun? „Ég held að við séum öll meðvituð um það að allar forsendur ríkisfjármála eru að breytast núna og það getur haft áhrif á launaþróun allra í samfélaginu og það getur átt við um okkur eins og aðra.“ Forsætisráðherra ræddi launahækkanir jafnframt við Reykjavík síðdegis í dag.
Alþingi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Sjá meira
Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14
Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00