Fótbolti

Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni sameinast og safna peningum í baráttunni gegn kórónuveirunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Manchester United og Everton eru á meðal þeirra sem taka þátt í söfnuninni.
Leikmenn Manchester United og Everton eru á meðal þeirra sem taka þátt í söfnuninni. vísir/getty

Flest allir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa sameinast í baráttunni gegn kórónuveirunni og stofnað samtökin #PlayersTogether eða leikmennirnir saman.

Mikið hefur verið rætt og ritað um launalækkun leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar en margir hafa talið að ef leikmenn lækka sig í launum þá fari það beint í vasa eigendanna en ekki í þau málefni sem þarfnast mest peninganna.

Nú hafa leikmennirnir tekið saman og gefið út yfirlýsingu þar sem segir að leikmennirnir vinni þetta í nánu sambandi við NHS sem eru góðgerðasamtök innan heilbrigðisgeirans á Englandi.

Í yfirlýsingunni kemur fram að leikmennirnir muni safna pening eins fljótt og auðið er og koma þeim peningum til skila til þeirra sem þarfnast þess mest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×