Tíundi hver Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna Þórir Guðmundsson skrifar 9. apríl 2020 18:14 Götur New York eru nánast auðar og hjól efnahagslífs í Bandaríkjum snúast hægt. Mary Altaffer/AP Tíundi hver vinnufær Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna síðan stjórnvöld þar í landi fóru í víðtækar aðgerðir til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar. Alls hafa 16,8 milljónir manna sótt um atvinnuleysisbætur á síðustu þremur vikum, samkvæmt tölum Vinnumálaráðuneytisins í Washington. Fleiri hafa ekki verið atvinnulausir í Bandaríkjunum síðan á dögum kreppunnar miklu fyrir um 90 árum. Talið er að atvinnuleysi í apríl kunni að ná 15 prósentum vinnufærra manna. Óttast er að atvinnulausir kunni að vera enn fleiri í raun því margir sem vilja skrá sig á atvinnuleysisskrá hafa átt í erfiðleikum með að ná í gegn í síma eða skrá sig á vefnum. Í Flórída hafa yfirvöld byrjað að úthluta skráningarformum á pappír af því að skráningarsíður á vefnum hafa kiknað undan álaginu. „Þetta er ekki niðursveifla; þetta er Kreppan mikla II,“ sagði Chris Rupkey yfirhagfræðingur MUFG bankans í bréfi til viðskiptavina sinna. Mörgum hefur reynst erfitt að fá atvinnuleysisbætur útborgaðar þrátt fyrir að komast á skrá. Í sumum borgum Bandaríkjanna má þúsundir manna í biðröð eftir ókeypis mat, meðal annars í Orlando, San Diego, Pittsburg og Cleveland. Bandaríkin eru það land í heiminum sem er með flest staðfest smit, eða 430.000, sem er nærri þriðjungur smita á heimsvísu. Þau eru nú farin yfir 1,5 milljónir. Yfirvöld í New York fylki tilkynntu í dag um 799 dauðsföll úr Covid-19 sjúkdómnum á einum sólarhring. Talan heldur áfram að hækka. Fleiri en 7.000 manns hafa látið lífið úr sjúkdómnum í fylkinu eða næstum helmingur þeirra 15.000 manna sem hafa látið lífið úr honum í Bandaríkjunum öllum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Tíundi hver vinnufær Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna síðan stjórnvöld þar í landi fóru í víðtækar aðgerðir til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar. Alls hafa 16,8 milljónir manna sótt um atvinnuleysisbætur á síðustu þremur vikum, samkvæmt tölum Vinnumálaráðuneytisins í Washington. Fleiri hafa ekki verið atvinnulausir í Bandaríkjunum síðan á dögum kreppunnar miklu fyrir um 90 árum. Talið er að atvinnuleysi í apríl kunni að ná 15 prósentum vinnufærra manna. Óttast er að atvinnulausir kunni að vera enn fleiri í raun því margir sem vilja skrá sig á atvinnuleysisskrá hafa átt í erfiðleikum með að ná í gegn í síma eða skrá sig á vefnum. Í Flórída hafa yfirvöld byrjað að úthluta skráningarformum á pappír af því að skráningarsíður á vefnum hafa kiknað undan álaginu. „Þetta er ekki niðursveifla; þetta er Kreppan mikla II,“ sagði Chris Rupkey yfirhagfræðingur MUFG bankans í bréfi til viðskiptavina sinna. Mörgum hefur reynst erfitt að fá atvinnuleysisbætur útborgaðar þrátt fyrir að komast á skrá. Í sumum borgum Bandaríkjanna má þúsundir manna í biðröð eftir ókeypis mat, meðal annars í Orlando, San Diego, Pittsburg og Cleveland. Bandaríkin eru það land í heiminum sem er með flest staðfest smit, eða 430.000, sem er nærri þriðjungur smita á heimsvísu. Þau eru nú farin yfir 1,5 milljónir. Yfirvöld í New York fylki tilkynntu í dag um 799 dauðsföll úr Covid-19 sjúkdómnum á einum sólarhring. Talan heldur áfram að hækka. Fleiri en 7.000 manns hafa látið lífið úr sjúkdómnum í fylkinu eða næstum helmingur þeirra 15.000 manna sem hafa látið lífið úr honum í Bandaríkjunum öllum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira