Guðmundur Benediktsson, Freyr Alexandresson og Hjörvar Hafliðason fóru yfir víðan völl í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport á miðvikudagskvöldið.
Þeir ræddu þeir meðal annars bestu íslenska liðin, hvort að FH gæti barist við toppinn í Pepsi Max-deild karla í sumar og einnig ræddu þeir um bestu erlendu leikmennina sem hafa leikið hér á landi.
Þar voru skiptar skoðanir og margir sem voru nefndir til sögunnar. Einn þeirra sem var nefndur til sögunnar var Mihajlo Bibercic en hann lék með ÍA á árunum 1993 til 1995, KR tímabilið 1996 og svo með Stjörnunni, ÍA og Breiðablik eftir það.
Guðmundur lék með Bibercic á sínum tíma í KR og hann sagði frá skemmtilegri sögu í þættinum á miðvikudagskvöldið þegar leikmenn liðsins gerðu sér glaðan dag eftir sigurleiki.
Söguna má hlusta á í umræðunni hér að neðan.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.