Tilraunalyf vekur vonir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2020 10:26 Niðurstöður tilraunameðferðar með lyfið Remdesivir gefa vonarglætu um að það geti hjálpað í baráttunni gegn kórónuveirunni. EPA/Sebastiao Moreira Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum Covid-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Remdesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead. Lyfið var gefið sjúklingum sem lágu á sjúkrahúsum í öllum heims hornum, í Evrópu, Kanada, Bandaríkjunum og Japan. Allir fengju sjúklingarnir tíu daga skammt af lyfinu í æð en sjúklingarnir sem tóku þátt voru 61 talsins. Niðurstöður tilraunarinnar voru birtar í læknavísindaritinu New England Journal of Medicine í gær. Sjúklingarnir sem tóku þátt í tilrauninni hlutu mismunandi meðferðir samhliða tilraunalyfinu á meðan á ferlinu stóð en ekki var gert grein á milli mismunandi meðferða í greininni. Þá voru gögn átta sjúklinga ekki birt en í tilfelli eins sjúklingsins var gerð villa í tilrauninni. Lyfið var gefið sjúklingunum í æð en þrjátíu þeirra voru í öndunarvélum við upphaf meðferðarinnar og fjórir í vélum sem aðstoða við blóðflæði. Átján dögum eftir að meðferð lauk hafði súrefnisinntaka 36 sjúklinga, þar af sautján þeirra 30 sem voru í öndunarvél batnað. Það gerir um 68 prósent þeirra sem tóku þátt í tilrauninni. Sjúklingar sem höfðu tekið þátt og voru útskrifaðir af sjúkrahúsi voru 25 talsins en sjö sjúklinganna létust. Tólf sjúklingar, um 23 prósent þátttakenda, fengu alvarlegar aukaverkanir þar á meðal nýrnabilun eða lifraskemmdir. Þrátt fyrir þetta segir höfundur greinarinnar að niðurstöður rannsóknarinnar veki vonir. Erfitt sé þó að túlka þær þar sem ekki sé samanburðarhópur til staðar eins og almennt á við með lyfjatilraunir auk þess sem sjúklingahópurinn hafi verið mjög fámennur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Vilja prófa fitusýrublöndu Kerecis á Landspítalanum sem hefur gefið góða raun gegn Covid-19 á Ítalíu Íslenska fyrirtækið Kerecis ætlar að prófa veirudrepandi lækningavöru á Covid-sjúklingum Landspítalans. Lyfið hefur verið prófað með góðum árangri á sjötíu sjúklingum á Ítalíu. 10. apríl 2020 19:05 Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09 Starfsfólk COVID-deilda tekur þátt í dansáskorun Starfsfólk á nýoppnaðri COVID-deild Sjúkrahússins á Akureyri, starfsfólk COVID-19 gagnasöfnunarteymisins á Egilsstöðum og starfsfólk smitsjúkdómadeildar Landspítalans tóku öll þátt í dansáskorunn í dag til að lyfta sér upp þrátt fyrir erfiðar aðstæður. 6. apríl 2020 22:51 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum Covid-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Remdesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead. Lyfið var gefið sjúklingum sem lágu á sjúkrahúsum í öllum heims hornum, í Evrópu, Kanada, Bandaríkjunum og Japan. Allir fengju sjúklingarnir tíu daga skammt af lyfinu í æð en sjúklingarnir sem tóku þátt voru 61 talsins. Niðurstöður tilraunarinnar voru birtar í læknavísindaritinu New England Journal of Medicine í gær. Sjúklingarnir sem tóku þátt í tilrauninni hlutu mismunandi meðferðir samhliða tilraunalyfinu á meðan á ferlinu stóð en ekki var gert grein á milli mismunandi meðferða í greininni. Þá voru gögn átta sjúklinga ekki birt en í tilfelli eins sjúklingsins var gerð villa í tilrauninni. Lyfið var gefið sjúklingunum í æð en þrjátíu þeirra voru í öndunarvélum við upphaf meðferðarinnar og fjórir í vélum sem aðstoða við blóðflæði. Átján dögum eftir að meðferð lauk hafði súrefnisinntaka 36 sjúklinga, þar af sautján þeirra 30 sem voru í öndunarvél batnað. Það gerir um 68 prósent þeirra sem tóku þátt í tilrauninni. Sjúklingar sem höfðu tekið þátt og voru útskrifaðir af sjúkrahúsi voru 25 talsins en sjö sjúklinganna létust. Tólf sjúklingar, um 23 prósent þátttakenda, fengu alvarlegar aukaverkanir þar á meðal nýrnabilun eða lifraskemmdir. Þrátt fyrir þetta segir höfundur greinarinnar að niðurstöður rannsóknarinnar veki vonir. Erfitt sé þó að túlka þær þar sem ekki sé samanburðarhópur til staðar eins og almennt á við með lyfjatilraunir auk þess sem sjúklingahópurinn hafi verið mjög fámennur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Vilja prófa fitusýrublöndu Kerecis á Landspítalanum sem hefur gefið góða raun gegn Covid-19 á Ítalíu Íslenska fyrirtækið Kerecis ætlar að prófa veirudrepandi lækningavöru á Covid-sjúklingum Landspítalans. Lyfið hefur verið prófað með góðum árangri á sjötíu sjúklingum á Ítalíu. 10. apríl 2020 19:05 Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09 Starfsfólk COVID-deilda tekur þátt í dansáskorun Starfsfólk á nýoppnaðri COVID-deild Sjúkrahússins á Akureyri, starfsfólk COVID-19 gagnasöfnunarteymisins á Egilsstöðum og starfsfólk smitsjúkdómadeildar Landspítalans tóku öll þátt í dansáskorunn í dag til að lyfta sér upp þrátt fyrir erfiðar aðstæður. 6. apríl 2020 22:51 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Vilja prófa fitusýrublöndu Kerecis á Landspítalanum sem hefur gefið góða raun gegn Covid-19 á Ítalíu Íslenska fyrirtækið Kerecis ætlar að prófa veirudrepandi lækningavöru á Covid-sjúklingum Landspítalans. Lyfið hefur verið prófað með góðum árangri á sjötíu sjúklingum á Ítalíu. 10. apríl 2020 19:05
Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09
Starfsfólk COVID-deilda tekur þátt í dansáskorun Starfsfólk á nýoppnaðri COVID-deild Sjúkrahússins á Akureyri, starfsfólk COVID-19 gagnasöfnunarteymisins á Egilsstöðum og starfsfólk smitsjúkdómadeildar Landspítalans tóku öll þátt í dansáskorunn í dag til að lyfta sér upp þrátt fyrir erfiðar aðstæður. 6. apríl 2020 22:51