Flugáætlun Icelandair næstu þrjár vikur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2020 08:22 Icelandair hefur á undanförnum vikum þurft að draga saman seglin vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Icelandair birti í gær flugáætlun sína til og frá Íslandi næstu þrjár vikur. Dregið hefur verulega úr flugsamgöngum víða um heim síðustu vikur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar en félagið flýgur farþegum aðeins til og frá þremur áfangastöðum. Um er að ræða borgirnar London í Bretlandi, Boston í Bandaríkjunum og Stokkhólm í Svíþjóð. Þetta kemur fram í Facebook-færslu utanríkisráðuneytisins sem birtist í gærkvöldi. Ljóst er að Icelandair hefur, líkt og mörg önnur flugfélög, þurft að gera viðamiklar breytingar á starfsemi sinni í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi vegna kórónuveirunnar. Hafa mörg ríki gefið út ferðaviðvaranir eða heft ferðalög inn og út fyrir landamæri sín. Samkvæmt vefsíðu Icelandair byggir leiðakerfi félagsins öllu jöfnu á ferðum til 40 borga. 24 þessara borga eru í Evrópu, en 16 í Norður-Ameríku. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn í athugasemd við færsluna kemur fram að engar ferðir til eða frá Kaupmannahöfn séu á dagskrá. Fyrrgreindar flugferðir séu eina farþegaflugið sem fyrirhugað er hjá félaginu næstu þrjár vikur. Hér að neðan má sjá færslu ráðuneytisins. Uppfært klukkan 11:10Fréttastofu hefur borist ábending um að útgefin flugáætlun Icelandair er uppfærð dag frá degi vegna Covid-19 og óvissa er um þróun hennar næstu vikurnar. Farþegar sem eiga bókað flug verða upplýsitir um leið og breytingar eru gerðar á bókunum þeirra. Rétta flugáætlun er alltaf hægt að finna á vefsíðu Icelandair. Flugáætlun Icelandair til og frá næstu þrjár vikur: Boston BOS: 15., 16., 18., 23., 25., 30. apríl og 2....Posted by Utanríkisráðuneytið - utanríkisþjónusta Íslands on Saturday, 11 April 2020 Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Flugfélagið Icelandair birti í gær flugáætlun sína til og frá Íslandi næstu þrjár vikur. Dregið hefur verulega úr flugsamgöngum víða um heim síðustu vikur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar en félagið flýgur farþegum aðeins til og frá þremur áfangastöðum. Um er að ræða borgirnar London í Bretlandi, Boston í Bandaríkjunum og Stokkhólm í Svíþjóð. Þetta kemur fram í Facebook-færslu utanríkisráðuneytisins sem birtist í gærkvöldi. Ljóst er að Icelandair hefur, líkt og mörg önnur flugfélög, þurft að gera viðamiklar breytingar á starfsemi sinni í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi vegna kórónuveirunnar. Hafa mörg ríki gefið út ferðaviðvaranir eða heft ferðalög inn og út fyrir landamæri sín. Samkvæmt vefsíðu Icelandair byggir leiðakerfi félagsins öllu jöfnu á ferðum til 40 borga. 24 þessara borga eru í Evrópu, en 16 í Norður-Ameríku. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn í athugasemd við færsluna kemur fram að engar ferðir til eða frá Kaupmannahöfn séu á dagskrá. Fyrrgreindar flugferðir séu eina farþegaflugið sem fyrirhugað er hjá félaginu næstu þrjár vikur. Hér að neðan má sjá færslu ráðuneytisins. Uppfært klukkan 11:10Fréttastofu hefur borist ábending um að útgefin flugáætlun Icelandair er uppfærð dag frá degi vegna Covid-19 og óvissa er um þróun hennar næstu vikurnar. Farþegar sem eiga bókað flug verða upplýsitir um leið og breytingar eru gerðar á bókunum þeirra. Rétta flugáætlun er alltaf hægt að finna á vefsíðu Icelandair. Flugáætlun Icelandair til og frá næstu þrjár vikur: Boston BOS: 15., 16., 18., 23., 25., 30. apríl og 2....Posted by Utanríkisráðuneytið - utanríkisþjónusta Íslands on Saturday, 11 April 2020
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira