Fótbolti

„Það þarf að klára tímabilið“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hodgson hissa.
Hodgson hissa. vísir/getty

Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, segir að það sé ekkert annað í stöðunni en að klára leiktíðina. Óvíst er hvenær enski boltinn fer aftur af stað eftir kórónuveiruna en deildin hefur verið stopp í rúman mánuð.

Síðast var leikið í enska boltanum 9. mars en síðan þá hefur allt verið á ís eins og í fleiri löndum. Hodgson segir að það komi þó ekkert annað til greina en að klára leiktíðina því það þurfi að útkljá ansi margt.

„Allir eru sammála því að það þurfi að klára tímabilið. Við viljum ekki að það verði gervi hverjir vinna deildina, hverjir fara í Meistaradeildina og fara upp og niður úr deildinni,“ sagði Hodgson á heimasíðu Crystal Palace.

„Þetta gæti þýtt auknar takmarkanir - til að mynda á æfingasvæðinu. Þetta gæti einnig þýtt að við þyrftum að spila leikina níu sem eftir eru á styttri tíma en við myndm vanalega gera og það yrði styttra á milli leiktíða.“

„Ég held þó að með öllum þessum fórnum - og mér líður óþægilega að nota það orð í þessu samhengi - en þá yrðu allir ánægðir með að komast út að spila eins fljótt og auðið er til þess að klára leiktíðina,“ sagði hinn þaulreyndi Hodgson.

Palace siglir lygnan sjó en liðið er í 11. sæti deildarinnar með 39 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×