„Við þurfum öll að vera tilbúin að hlusta“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2020 15:54 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Lögreglan Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, gerði kvíða og ótta vegna kórónuveirufaraldursins sem nú stendur yfir að sérstöku umtalsefni í lok daglegs upplýsingafundar almannavarna og landlæknis í dag. Hann sagði að allir gætu tekið þátt í baráttunni við kvíða og ótta. Sú barátta væri í raun hluti af baráttunni við kórónuveiruna sjálfa. „Mig langar aðeins að ávarpa ykkur varðandi ótta og kvíða. Við höfum mikið upplifað það að fólk er hrætt og það er mjög almennt að fólk sé kvíðið. Það er auðvitað eðlilegt. Við erum hér daglega að tala og miðla einhverjum upplýsingum og við erum líka að segja að óvissan sé mikil og það ýtir náttúrulega undir ótta og kvíða,“ sagði Víðir. Hann bætti við að baráttan við ótta og kvíða þyrfti að vera hluti af baráttu þjóðarinnar við veiruna sjálfa. Til séu ýmis ráð við ótta og kvíða, en allir gætu þó tekið þátt í þessari baráttu. „Stærsti hópurinn sem getur tekið þátt eru bara allir. Þið þarna úti, þið getið tekið þátt í þessu með okkur. Þetta getur verið ykkar framlag í að berjast á móti þessari veiru. Við þurfum að tala um þetta, við þurfum að lyfta þessu upp þannig að það séu allir óhræddir við að ræða það að menn séu óttaslegnir eða kvíðnir. Það skiptir bara mjög miklu máli að þetta sé eðlilegt og við þurfum öll að nálgast þetta þannig. Við þurfum öll að vera tilbúin að hlusta.“ Hann bætti við að þó að ekki allir væru sérfræðingar í að takast á við kvíða og ótta, þá gætu allir hlustað á náungann. Það sé oft eitthvað sem miklu máli skipti. Sjá einnig: Svona var 43. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar „Þið sem eruð kvíðin og eruð óttaslegin, ef þið fáið ekki einhvern nálægt ykkur til þess að hlusta og ykkur heldur áfram að líða illa og þið viljið fá meira þá er auðvitað hægt að leita í 1717, það er líka hægt að leita til heilsugæslunnar og fá aðstoð. En við, við öll getum unnið þetta svolítið saman og bara með því að hlusta og sýna kærleik og sýna umhyggju. Það getur bara breytt mjög miklu fyrir þann sem að á í hlut,“ sagði Víðir. Víðir þakkaði einnig þeim sem tekið hafa þátt í að sporna við útbreiðslu veirunnar hér á landi. Hann sagði Íslendinga nú vera á ágætum stað í að „síga þetta niður,“ en tók sérstaklega fram að nú væri ekki tíminn til að slaka á, heldur halda áfram. Hann ávarpaði síðan áhorfendur fundarins: „Það er fyrst og fremst ykkur að þakka hvert við erum komin í dag. Við þurfum öll að halda áfram að standa í þessu. Við erum öll Alma-nnavarnir og munið síðan veirufría klukkutímann milli átta og níu í kvöld,“ sagði Víðir í lok fundarins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, gerði kvíða og ótta vegna kórónuveirufaraldursins sem nú stendur yfir að sérstöku umtalsefni í lok daglegs upplýsingafundar almannavarna og landlæknis í dag. Hann sagði að allir gætu tekið þátt í baráttunni við kvíða og ótta. Sú barátta væri í raun hluti af baráttunni við kórónuveiruna sjálfa. „Mig langar aðeins að ávarpa ykkur varðandi ótta og kvíða. Við höfum mikið upplifað það að fólk er hrætt og það er mjög almennt að fólk sé kvíðið. Það er auðvitað eðlilegt. Við erum hér daglega að tala og miðla einhverjum upplýsingum og við erum líka að segja að óvissan sé mikil og það ýtir náttúrulega undir ótta og kvíða,“ sagði Víðir. Hann bætti við að baráttan við ótta og kvíða þyrfti að vera hluti af baráttu þjóðarinnar við veiruna sjálfa. Til séu ýmis ráð við ótta og kvíða, en allir gætu þó tekið þátt í þessari baráttu. „Stærsti hópurinn sem getur tekið þátt eru bara allir. Þið þarna úti, þið getið tekið þátt í þessu með okkur. Þetta getur verið ykkar framlag í að berjast á móti þessari veiru. Við þurfum að tala um þetta, við þurfum að lyfta þessu upp þannig að það séu allir óhræddir við að ræða það að menn séu óttaslegnir eða kvíðnir. Það skiptir bara mjög miklu máli að þetta sé eðlilegt og við þurfum öll að nálgast þetta þannig. Við þurfum öll að vera tilbúin að hlusta.“ Hann bætti við að þó að ekki allir væru sérfræðingar í að takast á við kvíða og ótta, þá gætu allir hlustað á náungann. Það sé oft eitthvað sem miklu máli skipti. Sjá einnig: Svona var 43. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar „Þið sem eruð kvíðin og eruð óttaslegin, ef þið fáið ekki einhvern nálægt ykkur til þess að hlusta og ykkur heldur áfram að líða illa og þið viljið fá meira þá er auðvitað hægt að leita í 1717, það er líka hægt að leita til heilsugæslunnar og fá aðstoð. En við, við öll getum unnið þetta svolítið saman og bara með því að hlusta og sýna kærleik og sýna umhyggju. Það getur bara breytt mjög miklu fyrir þann sem að á í hlut,“ sagði Víðir. Víðir þakkaði einnig þeim sem tekið hafa þátt í að sporna við útbreiðslu veirunnar hér á landi. Hann sagði Íslendinga nú vera á ágætum stað í að „síga þetta niður,“ en tók sérstaklega fram að nú væri ekki tíminn til að slaka á, heldur halda áfram. Hann ávarpaði síðan áhorfendur fundarins: „Það er fyrst og fremst ykkur að þakka hvert við erum komin í dag. Við þurfum öll að halda áfram að standa í þessu. Við erum öll Alma-nnavarnir og munið síðan veirufría klukkutímann milli átta og níu í kvöld,“ sagði Víðir í lok fundarins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira