„Við þurfum öll að vera tilbúin að hlusta“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2020 15:54 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Lögreglan Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, gerði kvíða og ótta vegna kórónuveirufaraldursins sem nú stendur yfir að sérstöku umtalsefni í lok daglegs upplýsingafundar almannavarna og landlæknis í dag. Hann sagði að allir gætu tekið þátt í baráttunni við kvíða og ótta. Sú barátta væri í raun hluti af baráttunni við kórónuveiruna sjálfa. „Mig langar aðeins að ávarpa ykkur varðandi ótta og kvíða. Við höfum mikið upplifað það að fólk er hrætt og það er mjög almennt að fólk sé kvíðið. Það er auðvitað eðlilegt. Við erum hér daglega að tala og miðla einhverjum upplýsingum og við erum líka að segja að óvissan sé mikil og það ýtir náttúrulega undir ótta og kvíða,“ sagði Víðir. Hann bætti við að baráttan við ótta og kvíða þyrfti að vera hluti af baráttu þjóðarinnar við veiruna sjálfa. Til séu ýmis ráð við ótta og kvíða, en allir gætu þó tekið þátt í þessari baráttu. „Stærsti hópurinn sem getur tekið þátt eru bara allir. Þið þarna úti, þið getið tekið þátt í þessu með okkur. Þetta getur verið ykkar framlag í að berjast á móti þessari veiru. Við þurfum að tala um þetta, við þurfum að lyfta þessu upp þannig að það séu allir óhræddir við að ræða það að menn séu óttaslegnir eða kvíðnir. Það skiptir bara mjög miklu máli að þetta sé eðlilegt og við þurfum öll að nálgast þetta þannig. Við þurfum öll að vera tilbúin að hlusta.“ Hann bætti við að þó að ekki allir væru sérfræðingar í að takast á við kvíða og ótta, þá gætu allir hlustað á náungann. Það sé oft eitthvað sem miklu máli skipti. Sjá einnig: Svona var 43. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar „Þið sem eruð kvíðin og eruð óttaslegin, ef þið fáið ekki einhvern nálægt ykkur til þess að hlusta og ykkur heldur áfram að líða illa og þið viljið fá meira þá er auðvitað hægt að leita í 1717, það er líka hægt að leita til heilsugæslunnar og fá aðstoð. En við, við öll getum unnið þetta svolítið saman og bara með því að hlusta og sýna kærleik og sýna umhyggju. Það getur bara breytt mjög miklu fyrir þann sem að á í hlut,“ sagði Víðir. Víðir þakkaði einnig þeim sem tekið hafa þátt í að sporna við útbreiðslu veirunnar hér á landi. Hann sagði Íslendinga nú vera á ágætum stað í að „síga þetta niður,“ en tók sérstaklega fram að nú væri ekki tíminn til að slaka á, heldur halda áfram. Hann ávarpaði síðan áhorfendur fundarins: „Það er fyrst og fremst ykkur að þakka hvert við erum komin í dag. Við þurfum öll að halda áfram að standa í þessu. Við erum öll Alma-nnavarnir og munið síðan veirufría klukkutímann milli átta og níu í kvöld,“ sagði Víðir í lok fundarins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, gerði kvíða og ótta vegna kórónuveirufaraldursins sem nú stendur yfir að sérstöku umtalsefni í lok daglegs upplýsingafundar almannavarna og landlæknis í dag. Hann sagði að allir gætu tekið þátt í baráttunni við kvíða og ótta. Sú barátta væri í raun hluti af baráttunni við kórónuveiruna sjálfa. „Mig langar aðeins að ávarpa ykkur varðandi ótta og kvíða. Við höfum mikið upplifað það að fólk er hrætt og það er mjög almennt að fólk sé kvíðið. Það er auðvitað eðlilegt. Við erum hér daglega að tala og miðla einhverjum upplýsingum og við erum líka að segja að óvissan sé mikil og það ýtir náttúrulega undir ótta og kvíða,“ sagði Víðir. Hann bætti við að baráttan við ótta og kvíða þyrfti að vera hluti af baráttu þjóðarinnar við veiruna sjálfa. Til séu ýmis ráð við ótta og kvíða, en allir gætu þó tekið þátt í þessari baráttu. „Stærsti hópurinn sem getur tekið þátt eru bara allir. Þið þarna úti, þið getið tekið þátt í þessu með okkur. Þetta getur verið ykkar framlag í að berjast á móti þessari veiru. Við þurfum að tala um þetta, við þurfum að lyfta þessu upp þannig að það séu allir óhræddir við að ræða það að menn séu óttaslegnir eða kvíðnir. Það skiptir bara mjög miklu máli að þetta sé eðlilegt og við þurfum öll að nálgast þetta þannig. Við þurfum öll að vera tilbúin að hlusta.“ Hann bætti við að þó að ekki allir væru sérfræðingar í að takast á við kvíða og ótta, þá gætu allir hlustað á náungann. Það sé oft eitthvað sem miklu máli skipti. Sjá einnig: Svona var 43. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar „Þið sem eruð kvíðin og eruð óttaslegin, ef þið fáið ekki einhvern nálægt ykkur til þess að hlusta og ykkur heldur áfram að líða illa og þið viljið fá meira þá er auðvitað hægt að leita í 1717, það er líka hægt að leita til heilsugæslunnar og fá aðstoð. En við, við öll getum unnið þetta svolítið saman og bara með því að hlusta og sýna kærleik og sýna umhyggju. Það getur bara breytt mjög miklu fyrir þann sem að á í hlut,“ sagði Víðir. Víðir þakkaði einnig þeim sem tekið hafa þátt í að sporna við útbreiðslu veirunnar hér á landi. Hann sagði Íslendinga nú vera á ágætum stað í að „síga þetta niður,“ en tók sérstaklega fram að nú væri ekki tíminn til að slaka á, heldur halda áfram. Hann ávarpaði síðan áhorfendur fundarins: „Það er fyrst og fremst ykkur að þakka hvert við erum komin í dag. Við þurfum öll að halda áfram að standa í þessu. Við erum öll Alma-nnavarnir og munið síðan veirufría klukkutímann milli átta og níu í kvöld,“ sagði Víðir í lok fundarins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira