OPEC-ríkin ná sögulegu samkomulagi um samdrátt í olíuframleiðslu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. apríl 2020 11:00 Orkumálaráðherrar OPEC-ríkjanna og annarra samstarfsríkja höfðu fundað stíft í gegnum fjarfundabúnað áður en samkomulagið var í höfn. AP OPEC, Samtök olíuútflutningsríkja auk annarra samstarfsríkja með Rússland í fararbroddi, hafa komist að samkomulagi um að draga verulega úr olíuframleiðslu til að reyna að stemma stigu við lækkun olíuverðs. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið að undanförnu vegna kórónuveirufaraldursins og verðstríðs Rússa og Sádi Araba. Samkomulagið er sögulegt en með því er leitast við að ná olíuverði upp að nýju. Framleiðsla gæti dregist saman um allt að 20% með samkomulaginu að því er fréttastofa Reuters greinir frá. Eftirspurn eftir olíu hefur hríðfallið vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verð til víðs vegar um heim vegna kórónuverufaraldursins sem hefur leitt til mikillar lækkunar olíuverðs. OPEC-ríkin auk samstarfsríkja komust að samkomulagi um að framleiðsla verði dregin saman um sem nemur 9,7 milljónum tunna á dag í maí og í júní, eftir fjögurra daga viðræður í gegnum fjarfundi og í framhaldi af miklum þrýstingi frá Donald Trump Bandaríkjaforseta. Olíuframleiðendur í Bandaríkjunum eru sérstaklega viðkvæmir fyrir áhrifum faraldursins vegna þess hve kostnaðarsöm framleiðslan er þar í landi. Gert er ráð fyrir að dregið verið úr aðgerðunum í skrefum eftir lok júnímánaðar en framleiðslan verði þó ekki komin aftur í samt horf fyrr en í apríl 2022. Samdrátturinn sem samkomulagið gerir ráð fyrir er sá mesti í sögunni eða fjórum sinnum meiri en árið 2008. Bensín og olía Markaðir Bandaríkin Sádi-Arabía Rússland Utanríkismál Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
OPEC, Samtök olíuútflutningsríkja auk annarra samstarfsríkja með Rússland í fararbroddi, hafa komist að samkomulagi um að draga verulega úr olíuframleiðslu til að reyna að stemma stigu við lækkun olíuverðs. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið að undanförnu vegna kórónuveirufaraldursins og verðstríðs Rússa og Sádi Araba. Samkomulagið er sögulegt en með því er leitast við að ná olíuverði upp að nýju. Framleiðsla gæti dregist saman um allt að 20% með samkomulaginu að því er fréttastofa Reuters greinir frá. Eftirspurn eftir olíu hefur hríðfallið vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verð til víðs vegar um heim vegna kórónuverufaraldursins sem hefur leitt til mikillar lækkunar olíuverðs. OPEC-ríkin auk samstarfsríkja komust að samkomulagi um að framleiðsla verði dregin saman um sem nemur 9,7 milljónum tunna á dag í maí og í júní, eftir fjögurra daga viðræður í gegnum fjarfundi og í framhaldi af miklum þrýstingi frá Donald Trump Bandaríkjaforseta. Olíuframleiðendur í Bandaríkjunum eru sérstaklega viðkvæmir fyrir áhrifum faraldursins vegna þess hve kostnaðarsöm framleiðslan er þar í landi. Gert er ráð fyrir að dregið verið úr aðgerðunum í skrefum eftir lok júnímánaðar en framleiðslan verði þó ekki komin aftur í samt horf fyrr en í apríl 2022. Samdrátturinn sem samkomulagið gerir ráð fyrir er sá mesti í sögunni eða fjórum sinnum meiri en árið 2008.
Bensín og olía Markaðir Bandaríkin Sádi-Arabía Rússland Utanríkismál Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira