Þrjú einkenni góðra krísustjórnenda Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. apríl 2020 09:00 Bjarni Snæbjörn Jónsson lýsir einkennum góðra krísustjórnenda. Vísir/Vilhelm „Það er ekki öllum gefið að halda rónni þegar svo háttar sem nú, en þeir sem eru líklegastir til þess eru þeir sem sýna auðmýkt, viðurkenna vanmátt sinn, fá aðra til liðs við sig og gefa þeim bæði umboð og vald til þess að taka ákvarðanir og framkvæma þær,“ segir Bjarni Snæbjörn Jónsson og halda eflaust margir að þar sé hann að lýsa þríeykinu svo kallaða: Ölmu, Víði og Þórólf. Hið rétta er að Bjarni er með þessum upphafsorðum að lýsa einkenni góðra krísustjórnenda, en það að hafa stjórn á sjálfum sér er eitt það mikilvægasta. „Það hefst að vísu ekki nema með skýrum og gegnsæjum árangursmarkmiðum, en að temja sér þannig nálgun er einmitt einkenni þeirra stjórnenda sem farnast vel í mismunandi aðstæðum,“ segir Bjarni. Bjarni Snæbjörn Jónsson lauk doktorsnámi í stjórnun árið 2014 þar sem meginviðfangsefnið hans var þróun og umbreyting fyrirtækja og samfélaga. Bjarni hefur yfir 25 ára reynslu í ráðgjöf með áherslu á stefnumótun og stjórnun. Síðustu árin hefur hann sérhæft sig í þróun tækja og tóla til að bæta innleiðingu á stefnu fyrirtækja og stofnana og er auk þess einn af stofnendum hugbúnaðar-fyrirtækisins DecideAct. Á árum áður var Bjarni framkvæmdastjóri hjá Skeljungi um árabil. Við báðum Bjarna um að lýsa því hvað einkennir góða krísustjórnendur. 1. Er yfirvegaður Að hafa stjórn á sjálfum sér og falla ekki í þá freistni að vera alltaf að koma til skjalanna. Góður krísustjórnandi eru yfirvegaður, einbeitir sér að því að halda yfirsýn hvað sem á dynur og að taka vel ígrundaðar ákvarðanir í ólgusjó. 2. Horfir á heildarmyndina Góður stjórnandi stendur á bakkanum og horfir yfir strauminn, sér fyrir það sem framundan er, skilur heildarmyndina og getur tekið tímanlegar og yfirvegaðar ákvarðanir. Hann er ekki einn af þeim sem stekkur út í strauminn jafnóðum og hann sér eitthvað sem þarf að takast á við. Geri stjórnandinn það, er hann glataður. Missir yfirsýn og er ekki til staðar þar sem hann á að vera. 3. Byggir upp liðsheildina Góður krísustjórnandi skilur jafnframt mikilvægi liðsheildarinnar, að byggja upp hóp jafningja í kringum sig þar sem hver og einn finnur til ábyrgðar gagnvart hlutverki sínu. Hann gerir það ekki bara þegar áföll steðja að, hann vinnur stöðugt í því að byggja upp, styrkja og þjálfa liðsheildina, hvort sem er í þeim tilgangi að takast andlega á við áföll í rekstrinum eða ná metnaðarfullum markmiðum. Hann gætir þess að engin óleyst mál séu innan liðsins og skapar þannig andrúmsloft, að hver og einn viti hvað til síns friðar heyrir. Það er einmitt þetta sem á reynir þegar upp koma krísur. Sé þetta ekki til staðar, stendur stjórnandinn berskjaldaður og skiptir þá engu máli hvort viðkomandi teljist góður stjórnandi eða ekki. Stjórnun Tengdar fréttir Krísustjórnun á tímum kórónuveiru og algengustu mistökin Bjarni Snæbjörn Jónsson segir mikilvægt að stjórnir stígi inn að krafti og styðji við stjórnendateymin sín. Mistök verða gerð enda enginn sem getur fullyrt að ráða við stöðuna sem nú er uppi. Fyrirtækjum blæðir og sum eru í „hjartastoppi.“ 1. apríl 2020 07:00 Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Sumir halda ró sinni, sumir brotna saman, aðrir frjósa segir Sigríður Þorgeirsdóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus meðal annars í umfjöllun um uppsagnir starfsmanna. 18. mars 2020 12:00 Kórónaveiran: „Krítískt að hugsa fyrir mjög óvæntum aðstæðum“ Sigurvin Bárður Sigurjónsson verkefnastjóri og sérfræðingur í áhættustjórnun hjá KPMG segir fyrirtæki geta undirbúið sig undir komandi tíma, meðal annars með áætlunum um mildunaraðgerðir fyrir lausafjárvanda og fleira. 13. mars 2020 10:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Það er ekki öllum gefið að halda rónni þegar svo háttar sem nú, en þeir sem eru líklegastir til þess eru þeir sem sýna auðmýkt, viðurkenna vanmátt sinn, fá aðra til liðs við sig og gefa þeim bæði umboð og vald til þess að taka ákvarðanir og framkvæma þær,“ segir Bjarni Snæbjörn Jónsson og halda eflaust margir að þar sé hann að lýsa þríeykinu svo kallaða: Ölmu, Víði og Þórólf. Hið rétta er að Bjarni er með þessum upphafsorðum að lýsa einkenni góðra krísustjórnenda, en það að hafa stjórn á sjálfum sér er eitt það mikilvægasta. „Það hefst að vísu ekki nema með skýrum og gegnsæjum árangursmarkmiðum, en að temja sér þannig nálgun er einmitt einkenni þeirra stjórnenda sem farnast vel í mismunandi aðstæðum,“ segir Bjarni. Bjarni Snæbjörn Jónsson lauk doktorsnámi í stjórnun árið 2014 þar sem meginviðfangsefnið hans var þróun og umbreyting fyrirtækja og samfélaga. Bjarni hefur yfir 25 ára reynslu í ráðgjöf með áherslu á stefnumótun og stjórnun. Síðustu árin hefur hann sérhæft sig í þróun tækja og tóla til að bæta innleiðingu á stefnu fyrirtækja og stofnana og er auk þess einn af stofnendum hugbúnaðar-fyrirtækisins DecideAct. Á árum áður var Bjarni framkvæmdastjóri hjá Skeljungi um árabil. Við báðum Bjarna um að lýsa því hvað einkennir góða krísustjórnendur. 1. Er yfirvegaður Að hafa stjórn á sjálfum sér og falla ekki í þá freistni að vera alltaf að koma til skjalanna. Góður krísustjórnandi eru yfirvegaður, einbeitir sér að því að halda yfirsýn hvað sem á dynur og að taka vel ígrundaðar ákvarðanir í ólgusjó. 2. Horfir á heildarmyndina Góður stjórnandi stendur á bakkanum og horfir yfir strauminn, sér fyrir það sem framundan er, skilur heildarmyndina og getur tekið tímanlegar og yfirvegaðar ákvarðanir. Hann er ekki einn af þeim sem stekkur út í strauminn jafnóðum og hann sér eitthvað sem þarf að takast á við. Geri stjórnandinn það, er hann glataður. Missir yfirsýn og er ekki til staðar þar sem hann á að vera. 3. Byggir upp liðsheildina Góður krísustjórnandi skilur jafnframt mikilvægi liðsheildarinnar, að byggja upp hóp jafningja í kringum sig þar sem hver og einn finnur til ábyrgðar gagnvart hlutverki sínu. Hann gerir það ekki bara þegar áföll steðja að, hann vinnur stöðugt í því að byggja upp, styrkja og þjálfa liðsheildina, hvort sem er í þeim tilgangi að takast andlega á við áföll í rekstrinum eða ná metnaðarfullum markmiðum. Hann gætir þess að engin óleyst mál séu innan liðsins og skapar þannig andrúmsloft, að hver og einn viti hvað til síns friðar heyrir. Það er einmitt þetta sem á reynir þegar upp koma krísur. Sé þetta ekki til staðar, stendur stjórnandinn berskjaldaður og skiptir þá engu máli hvort viðkomandi teljist góður stjórnandi eða ekki.
Stjórnun Tengdar fréttir Krísustjórnun á tímum kórónuveiru og algengustu mistökin Bjarni Snæbjörn Jónsson segir mikilvægt að stjórnir stígi inn að krafti og styðji við stjórnendateymin sín. Mistök verða gerð enda enginn sem getur fullyrt að ráða við stöðuna sem nú er uppi. Fyrirtækjum blæðir og sum eru í „hjartastoppi.“ 1. apríl 2020 07:00 Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Sumir halda ró sinni, sumir brotna saman, aðrir frjósa segir Sigríður Þorgeirsdóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus meðal annars í umfjöllun um uppsagnir starfsmanna. 18. mars 2020 12:00 Kórónaveiran: „Krítískt að hugsa fyrir mjög óvæntum aðstæðum“ Sigurvin Bárður Sigurjónsson verkefnastjóri og sérfræðingur í áhættustjórnun hjá KPMG segir fyrirtæki geta undirbúið sig undir komandi tíma, meðal annars með áætlunum um mildunaraðgerðir fyrir lausafjárvanda og fleira. 13. mars 2020 10:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Krísustjórnun á tímum kórónuveiru og algengustu mistökin Bjarni Snæbjörn Jónsson segir mikilvægt að stjórnir stígi inn að krafti og styðji við stjórnendateymin sín. Mistök verða gerð enda enginn sem getur fullyrt að ráða við stöðuna sem nú er uppi. Fyrirtækjum blæðir og sum eru í „hjartastoppi.“ 1. apríl 2020 07:00
Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Sumir halda ró sinni, sumir brotna saman, aðrir frjósa segir Sigríður Þorgeirsdóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus meðal annars í umfjöllun um uppsagnir starfsmanna. 18. mars 2020 12:00
Kórónaveiran: „Krítískt að hugsa fyrir mjög óvæntum aðstæðum“ Sigurvin Bárður Sigurjónsson verkefnastjóri og sérfræðingur í áhættustjórnun hjá KPMG segir fyrirtæki geta undirbúið sig undir komandi tíma, meðal annars með áætlunum um mildunaraðgerðir fyrir lausafjárvanda og fleira. 13. mars 2020 10:00