40% stúdenta við HÍ ekki komnir með vinnu í sumar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. apríl 2020 12:32 Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs. Vísir/Baldur Hrafnkell 40% stúdenta við Háskóla Íslands eru ekki komnir með vinnu í sumar samkvæmt könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þá segjast um 11% ekki telja sig geta mætt útgjöldum næstu mánaðamót og tæp 20% óttast að missa húsnæði sitt. Forseti Stúdentaráðs segir það skýlausa kröfu ráðsins að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. Þetta er meðal niðurstaðna tveggja kannana sem Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur á síðustu vikum sent út til allra stúdenta HÍ og tóku yfir þúsund stúdentar þátt í hvorri könnun. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs, segir niðurstöðurnar gefa vísbendingar um mikla vanlíðan og töluvert atvinnuleysi meðal stúdenta í sumar. „Stúdentar eru ekki að geta nýtt sér nein úrræði stjórnvalda sem hafa komið fram með fjárhagslegri aðstoð. Hlutabótaleiðin er ekki að gagnast mörgum og þeir eru að missa vinnuna og svo eru 40% stúdenta líka ekki komnir með vinnu í sumar en eru ennþá að leita að vinnu. Þannig að þetta sýnir í rauninni bara frekar erfitt ástand, fjárhagslega og á vinnumarkaði, fyrir stúdenta eins og okkur grunaði,“ segir Jóna Þórey. Stúdentaráð hefur sett fram nokkrar kröfur til hins opinbera til að mæta þessari erfiðu stöðu sem blasi við stúdentum. „Stúdentar þurfa náttúrlega réttindi til atvinnuleysisbóta til að grípa þá af því að þeir hafa ekki þann rétt núna í sumar og við erum líka með alls konar aðrar útfærslur og hugmyndir til þess að reyna að koma í veg fyrir þetta atvinnuleysi sem að virðist stefna í meðal stúdenta,“ segir Jóna Þórey. Gera ýmsar tillögur Kröfur og tillögur stúdenta beinast bæði að ríki og sveitarfélögum. „Bæði kannski að sveitarfélög og ríki ráðist í sameiginlegt átak um fjölgun þekkingardrifinna sumarstarfa, ríkisstofnanir geti sótt um sérstakt fjármagn til ráðninga á sumarnemum þannig að mótframlag ríkisins komi til í gegnum Vinnumálastofnun, nemendum bjóðist styrkur eða laun fyrir að vinna að eigin nýsköpunarverkefnum, við viljum að húsaleigubætur verði hækkaðar tímabundið,“ nefnir Jóna Þórey sem dæmi. Þá leggur Stúdentaráð áherslu á að fjármagn til Háskólans verði tryggt. Hún segir ákvörðun stjórnvalda um aukið fjármagn til Nýsköpunarsjóðs námsmanna vera jákvætt skref, en meira þurfi til. „Þessar auka hundrað milljónir til Nýsköpunarsjóðs námsmanna munu grípa um það bil 110 manns sem að er bara mjög lítill hluti. En það er auðvitað jákvætt að sjá að þarna var vilji alla veganna sýndur að einhverju leyti í verki en þetta var ekki næstum því þær aðgerðir sem að við erum að biðja um eða það öryggi sem að við erum í rauninni að biðja um að stúdentum verði veitt,“ segir Jóna Þórey. „Það verður best gert með því að tryggja þeim rétt til atvinnuleysisbóta, ég held að það sé alveg á hreinu.“ Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Sjá meira
40% stúdenta við Háskóla Íslands eru ekki komnir með vinnu í sumar samkvæmt könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þá segjast um 11% ekki telja sig geta mætt útgjöldum næstu mánaðamót og tæp 20% óttast að missa húsnæði sitt. Forseti Stúdentaráðs segir það skýlausa kröfu ráðsins að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. Þetta er meðal niðurstaðna tveggja kannana sem Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur á síðustu vikum sent út til allra stúdenta HÍ og tóku yfir þúsund stúdentar þátt í hvorri könnun. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs, segir niðurstöðurnar gefa vísbendingar um mikla vanlíðan og töluvert atvinnuleysi meðal stúdenta í sumar. „Stúdentar eru ekki að geta nýtt sér nein úrræði stjórnvalda sem hafa komið fram með fjárhagslegri aðstoð. Hlutabótaleiðin er ekki að gagnast mörgum og þeir eru að missa vinnuna og svo eru 40% stúdenta líka ekki komnir með vinnu í sumar en eru ennþá að leita að vinnu. Þannig að þetta sýnir í rauninni bara frekar erfitt ástand, fjárhagslega og á vinnumarkaði, fyrir stúdenta eins og okkur grunaði,“ segir Jóna Þórey. Stúdentaráð hefur sett fram nokkrar kröfur til hins opinbera til að mæta þessari erfiðu stöðu sem blasi við stúdentum. „Stúdentar þurfa náttúrlega réttindi til atvinnuleysisbóta til að grípa þá af því að þeir hafa ekki þann rétt núna í sumar og við erum líka með alls konar aðrar útfærslur og hugmyndir til þess að reyna að koma í veg fyrir þetta atvinnuleysi sem að virðist stefna í meðal stúdenta,“ segir Jóna Þórey. Gera ýmsar tillögur Kröfur og tillögur stúdenta beinast bæði að ríki og sveitarfélögum. „Bæði kannski að sveitarfélög og ríki ráðist í sameiginlegt átak um fjölgun þekkingardrifinna sumarstarfa, ríkisstofnanir geti sótt um sérstakt fjármagn til ráðninga á sumarnemum þannig að mótframlag ríkisins komi til í gegnum Vinnumálastofnun, nemendum bjóðist styrkur eða laun fyrir að vinna að eigin nýsköpunarverkefnum, við viljum að húsaleigubætur verði hækkaðar tímabundið,“ nefnir Jóna Þórey sem dæmi. Þá leggur Stúdentaráð áherslu á að fjármagn til Háskólans verði tryggt. Hún segir ákvörðun stjórnvalda um aukið fjármagn til Nýsköpunarsjóðs námsmanna vera jákvætt skref, en meira þurfi til. „Þessar auka hundrað milljónir til Nýsköpunarsjóðs námsmanna munu grípa um það bil 110 manns sem að er bara mjög lítill hluti. En það er auðvitað jákvætt að sjá að þarna var vilji alla veganna sýndur að einhverju leyti í verki en þetta var ekki næstum því þær aðgerðir sem að við erum að biðja um eða það öryggi sem að við erum í rauninni að biðja um að stúdentum verði veitt,“ segir Jóna Þórey. „Það verður best gert með því að tryggja þeim rétt til atvinnuleysisbóta, ég held að það sé alveg á hreinu.“
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Sjá meira