Fólk haldi ró sinni þrátt fyrir að eldarnir nálgist Tsjernobyl Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2020 08:12 Mynd tekin af þaki kjarnorkuversins í Tsjernobyl síðastliðinn föstudag. AP Stjórnvöld í Úkraínu hafa hvatt íbúa í norðurhluta landsins að halda ró sinni, en slökkviliðsmenn vinna nú að því að hefta frekari útbreiðslu gróðurelda sem nálgast óðfluga kjarnorkuverið Tsjernobyl. BBC vísar í háttsettan embættismann sem segir kjarnorkuverið, sem lokað var í kjölfar slyss árið 1986, ekki vera í neinni hættu vegna eldanna. Fréttir hafa borist af því að einn eldanna, sem hefur náð yfir um 12 þúsund hektara svæði, sé nú einungis í um kílómetra fjarlægð frá verinu. Eldar hafa nú geisað á svæðinu frá upphafi mánaðar og hefur sá stærsti skilið eftir sér sviðna jörð á um 34 þúsund hektara svæði. Gróðureldar eru tiltölulega algengir á þessu svæði, en fulltrúar Greenpeace í Rússlandi segja eldana geta orðið þá mestu í áratugi. Lögregla í Úkraínu hefur handtekið 27 ára karlmann sem grunaður er um að hafa verið valdur að eldunum. Mörg hundruð slökkviliðsmanna eru að störfum að svæðinu og hefur verið notast við þyrlur og flugvélar sem sérhannaðar eru til slökkvistarfs. Anton Geraschenko, aðstoðarinnanríkisráðherra Úkraínu, hefur hvatt almenning til að halda ró sinni og segir að steypumannvirkið sem reist var yfir kjarnorkuverið sé öruggt. Í síðustu viku bárust fréttir ar því að geislavirknin á svæðinu hafi sums staðar margfaldast af völdum eldanna, en stóru svæði var lokað vegna mikillar geislavirkni í kjölfar kjarnorkuslyssins í Tsjernobyl árið 1986. Úkraína Tsjernobyl Tengdar fréttir Aukin geislavirkni vegna skógarelda nærri Tsjernobyl Slökkviliðsmenn í Úkraínu glíma nú við skógarelda á lokuðu svæði ekki langt frá Tsjernobyl. 6. apríl 2020 12:12 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Stjórnvöld í Úkraínu hafa hvatt íbúa í norðurhluta landsins að halda ró sinni, en slökkviliðsmenn vinna nú að því að hefta frekari útbreiðslu gróðurelda sem nálgast óðfluga kjarnorkuverið Tsjernobyl. BBC vísar í háttsettan embættismann sem segir kjarnorkuverið, sem lokað var í kjölfar slyss árið 1986, ekki vera í neinni hættu vegna eldanna. Fréttir hafa borist af því að einn eldanna, sem hefur náð yfir um 12 þúsund hektara svæði, sé nú einungis í um kílómetra fjarlægð frá verinu. Eldar hafa nú geisað á svæðinu frá upphafi mánaðar og hefur sá stærsti skilið eftir sér sviðna jörð á um 34 þúsund hektara svæði. Gróðureldar eru tiltölulega algengir á þessu svæði, en fulltrúar Greenpeace í Rússlandi segja eldana geta orðið þá mestu í áratugi. Lögregla í Úkraínu hefur handtekið 27 ára karlmann sem grunaður er um að hafa verið valdur að eldunum. Mörg hundruð slökkviliðsmanna eru að störfum að svæðinu og hefur verið notast við þyrlur og flugvélar sem sérhannaðar eru til slökkvistarfs. Anton Geraschenko, aðstoðarinnanríkisráðherra Úkraínu, hefur hvatt almenning til að halda ró sinni og segir að steypumannvirkið sem reist var yfir kjarnorkuverið sé öruggt. Í síðustu viku bárust fréttir ar því að geislavirknin á svæðinu hafi sums staðar margfaldast af völdum eldanna, en stóru svæði var lokað vegna mikillar geislavirkni í kjölfar kjarnorkuslyssins í Tsjernobyl árið 1986.
Úkraína Tsjernobyl Tengdar fréttir Aukin geislavirkni vegna skógarelda nærri Tsjernobyl Slökkviliðsmenn í Úkraínu glíma nú við skógarelda á lokuðu svæði ekki langt frá Tsjernobyl. 6. apríl 2020 12:12 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Aukin geislavirkni vegna skógarelda nærri Tsjernobyl Slökkviliðsmenn í Úkraínu glíma nú við skógarelda á lokuðu svæði ekki langt frá Tsjernobyl. 6. apríl 2020 12:12
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“