Bandaríski heimsmeistarinn æfir enn á fullu komin níu mánuði á leið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2020 12:30 Alex Morgan á fullu við æfingarnar í myndbandinu á Instagram síðu hennar. Mynd/Instagram Bandaríska knattspyrnukonan Alex Morgan hefur ekkert slakað á við æfingarnar nú þegar líður að fæðingu frumburðarins og bumbu æfingamyndbönd hennar hafa vakið talsverða athygli að undanförnu. Alex Morgan er í hópi bestu knattspyrnukvenna heims og var í lykilhlutverki þegar bandaríska landsliðið tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Frakklandi í fyrrasumar. Morgan er mjög öflugur framherji og hefur verið í fremstu röð síðan að hún vann sér sæti í bandaríska landsliðinu þegar hún var tvítug eða fyrir áratug. Morgan fékk silfurskóinn á HM 2019 sem næstmarkahæsti leikmaður mótsins á eftir liðfélaga sínum Megan Rapinoe en Alex Morgan var með 6 mörk og 3 stoðsendingar á heimsmeistaramótinu. Alex Morgan og maður hennar Servando Carrasco tilkynntu það í október síðastliðnum að þau ættu von á dóttur í apríl. The World Cup winner is due to have her baby any time now, but that hasn't stopped her from working out. https://t.co/vRR6UlbIvq— SPORTbible (@sportbible) April 13, 2020 Alex Morgan gaf það strax út að hún ætlaði sér að ná Ólympíuleikunum í Tókýó sem áttu að fara fram í sumar en hefur nú verið frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldarins. Alex Morgan hefur verið dugleg að gefa aðdáendum sínum innsýn í æfingar sínar og hún hefur ekkert slakað á þótt að bumban stækki með hverjum deginum. Nú þegar Ólympíuleikunum hefur verið frestað og engir fótboltaleikir eru á dagskránni bjuggust samt flestir við að Alex Morgan myndi róa æfingarnar og fara að undirbúa sig fyrir það að fæða barnið. Alex Morgan ætlar hins vegar að æfa alla níu mánuðina eins og sjá má á þessum myndum hér fyrir neðan. Being nine months pregnant and in quarantine isn't stopping Alex Morgan from working out ??(via @alexmorgan13) pic.twitter.com/Bsu36AThxI— Sports Illustrated (@SInow) April 13, 2020 Fyrir tveimur mánuðum þá var Alex Morgan enn út á knattspyrnuvellinum að gera æfingar með boltann en nú er æfir hún í sóttkví þar sem eiginmaðurinn hvetur hana áfram. Alex Morgan hefur skorað 107 mörk í 169 leikjum fyrir bandaríska landsliðið og hún hefur tvisvar orðið bandarískur meistari auk þess að vinna þrennuna með Lyon tímabilið 2016-17. Alex Morgan varð heimsmeistari með bandaríska landsliðinu 2015 og 2018 en hún varð líka Ólympíumeistari með liðinu í London 2012. HM 2019 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Sjá meira
Bandaríska knattspyrnukonan Alex Morgan hefur ekkert slakað á við æfingarnar nú þegar líður að fæðingu frumburðarins og bumbu æfingamyndbönd hennar hafa vakið talsverða athygli að undanförnu. Alex Morgan er í hópi bestu knattspyrnukvenna heims og var í lykilhlutverki þegar bandaríska landsliðið tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Frakklandi í fyrrasumar. Morgan er mjög öflugur framherji og hefur verið í fremstu röð síðan að hún vann sér sæti í bandaríska landsliðinu þegar hún var tvítug eða fyrir áratug. Morgan fékk silfurskóinn á HM 2019 sem næstmarkahæsti leikmaður mótsins á eftir liðfélaga sínum Megan Rapinoe en Alex Morgan var með 6 mörk og 3 stoðsendingar á heimsmeistaramótinu. Alex Morgan og maður hennar Servando Carrasco tilkynntu það í október síðastliðnum að þau ættu von á dóttur í apríl. The World Cup winner is due to have her baby any time now, but that hasn't stopped her from working out. https://t.co/vRR6UlbIvq— SPORTbible (@sportbible) April 13, 2020 Alex Morgan gaf það strax út að hún ætlaði sér að ná Ólympíuleikunum í Tókýó sem áttu að fara fram í sumar en hefur nú verið frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldarins. Alex Morgan hefur verið dugleg að gefa aðdáendum sínum innsýn í æfingar sínar og hún hefur ekkert slakað á þótt að bumban stækki með hverjum deginum. Nú þegar Ólympíuleikunum hefur verið frestað og engir fótboltaleikir eru á dagskránni bjuggust samt flestir við að Alex Morgan myndi róa æfingarnar og fara að undirbúa sig fyrir það að fæða barnið. Alex Morgan ætlar hins vegar að æfa alla níu mánuðina eins og sjá má á þessum myndum hér fyrir neðan. Being nine months pregnant and in quarantine isn't stopping Alex Morgan from working out ??(via @alexmorgan13) pic.twitter.com/Bsu36AThxI— Sports Illustrated (@SInow) April 13, 2020 Fyrir tveimur mánuðum þá var Alex Morgan enn út á knattspyrnuvellinum að gera æfingar með boltann en nú er æfir hún í sóttkví þar sem eiginmaðurinn hvetur hana áfram. Alex Morgan hefur skorað 107 mörk í 169 leikjum fyrir bandaríska landsliðið og hún hefur tvisvar orðið bandarískur meistari auk þess að vinna þrennuna með Lyon tímabilið 2016-17. Alex Morgan varð heimsmeistari með bandaríska landsliðinu 2015 og 2018 en hún varð líka Ólympíumeistari með liðinu í London 2012.
HM 2019 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Sjá meira