Ökukappi missti starfið sitt eftir ljótt orðbragð í sýndarkappakstri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2020 16:00 Kyle Larson keppir í NASCAR kappakstrinum og hefur náð fínum árangri. AP/Terry Renna Margar íþróttagreinar eru að reyna að finna upp á leiðum til að keppa á tímum kórónuveirufaraldarins en íþróttafólkið verður að passa sig að halda sig innan velsæmismarka þótt að aðeins um sýndarkeppni sé að ræða. Bandaríski ökukappinn Kyle Larson fékk að kynnast því á eigin skinni um helgina þegar hann tók þótt í sýndarkappakstri fyrir lið sitt Chip Ganassi Racing. Ökukappinn var kannski bara „einn“ með sjálfum sér inn í stofu og í öllum hamaganginum þá áttaði hann sig kannski ekki alveg á því að öllu sem hann sagði var streymt út á netið. Ljótt orðbragð hans í sýndarkappastrinum mun líka kosta hann pening. Kyle Larson var fyrst settur í launalaust leyfi vegna þess sem hann lét út úr sér í keppninni en félagið hans ákvað síðan að reka hann. Breaking: Chip Ganassi Racing has fired star NASCAR driver Kyle Larson after his use of a racial slur during a virtual race. pic.twitter.com/X2Hyb65nb0— SportsCenter (@SportsCenter) April 14, 2020 „Við erum einstaklega vonsvikin með það sem Kyle sagði í útsendingunni frá iRacing Event. Orðin sem hann notaði eru móðgandi og óásættanleg,“ sagði í yfirlýsingu frá liðinu. „Frá og með þessari stundu þá höfðum við sett Kyle í launalaust leyfi á meðan við vinnum í þessu máli með viðeigandi aðilum,“ sagði í fyrstu yfirlýsingu Chip Ganassi Racing en félagið gekk síðan lengra og rak hann. Kyle Larson hafði beðist afsökunar á orðum sínum þar sem hann notaði meðal annars hið ósmekklega N-orð. Það dugði ekki. Það var öllum ljóst frá fyrstu sekúndu að hann fór þarna vel yfir strikið en einn af þeim sem hann var að keppa við benti honum meðal annars á það strax að hann væri ekki bara að keppa heima í stofu því það heyrðu allir í honum. Chip Ganassi Racing has suspended NASCAR driver Kyle Larson without pay after he used a racial slur on a livestream during a virtual race Sunday: https://t.co/OeGHpbEgdl pic.twitter.com/0qz3B1nu5K— Sporting News (@sportingnews) April 13, 2020 Kyle Larson er hálfur Japani en afi hans og amma voru saman í kyrrsetningarbúðum í Kaliforníu í Seinni heimsstyrjöldinni. Hann er sá eini af japönskum ættum sem hefur náð að vinna NASCAR kappakstur. Larson hefur unnið sex kappakstra á ferlinum og endaði tímabilið í fyrra í sjötta sæti. Hann er 27 ára gamall, giftur og á tvö ung börn. Akstursíþróttir Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Man City sagt ætla að keppa við Liverpool og Man. United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Sjá meira
Margar íþróttagreinar eru að reyna að finna upp á leiðum til að keppa á tímum kórónuveirufaraldarins en íþróttafólkið verður að passa sig að halda sig innan velsæmismarka þótt að aðeins um sýndarkeppni sé að ræða. Bandaríski ökukappinn Kyle Larson fékk að kynnast því á eigin skinni um helgina þegar hann tók þótt í sýndarkappakstri fyrir lið sitt Chip Ganassi Racing. Ökukappinn var kannski bara „einn“ með sjálfum sér inn í stofu og í öllum hamaganginum þá áttaði hann sig kannski ekki alveg á því að öllu sem hann sagði var streymt út á netið. Ljótt orðbragð hans í sýndarkappastrinum mun líka kosta hann pening. Kyle Larson var fyrst settur í launalaust leyfi vegna þess sem hann lét út úr sér í keppninni en félagið hans ákvað síðan að reka hann. Breaking: Chip Ganassi Racing has fired star NASCAR driver Kyle Larson after his use of a racial slur during a virtual race. pic.twitter.com/X2Hyb65nb0— SportsCenter (@SportsCenter) April 14, 2020 „Við erum einstaklega vonsvikin með það sem Kyle sagði í útsendingunni frá iRacing Event. Orðin sem hann notaði eru móðgandi og óásættanleg,“ sagði í yfirlýsingu frá liðinu. „Frá og með þessari stundu þá höfðum við sett Kyle í launalaust leyfi á meðan við vinnum í þessu máli með viðeigandi aðilum,“ sagði í fyrstu yfirlýsingu Chip Ganassi Racing en félagið gekk síðan lengra og rak hann. Kyle Larson hafði beðist afsökunar á orðum sínum þar sem hann notaði meðal annars hið ósmekklega N-orð. Það dugði ekki. Það var öllum ljóst frá fyrstu sekúndu að hann fór þarna vel yfir strikið en einn af þeim sem hann var að keppa við benti honum meðal annars á það strax að hann væri ekki bara að keppa heima í stofu því það heyrðu allir í honum. Chip Ganassi Racing has suspended NASCAR driver Kyle Larson without pay after he used a racial slur on a livestream during a virtual race Sunday: https://t.co/OeGHpbEgdl pic.twitter.com/0qz3B1nu5K— Sporting News (@sportingnews) April 13, 2020 Kyle Larson er hálfur Japani en afi hans og amma voru saman í kyrrsetningarbúðum í Kaliforníu í Seinni heimsstyrjöldinni. Hann er sá eini af japönskum ættum sem hefur náð að vinna NASCAR kappakstur. Larson hefur unnið sex kappakstra á ferlinum og endaði tímabilið í fyrra í sjötta sæti. Hann er 27 ára gamall, giftur og á tvö ung börn.
Akstursíþróttir Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Man City sagt ætla að keppa við Liverpool og Man. United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Sjá meira