Fjölskylda Söndru biður fólk um að skoða upptökur úr myndavélum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. apríl 2020 13:00 Olga María Þórhallsdóttir Long, frænka Söndru Lífar. Fjölskylda og vinir Söndru Lífar sem saknað hefur verið síðan á fimmtudag hófu í morgun leit að henni við Seltjarnarnes. Hópur aðstandenda hittist við golfskálann á Seltjarnarnesi klukkan hálf ellefu. Í dag munu þau leita í fjörunum frá smábátahöfnunni, fram hjá golfvellinum og að Gróttu, samkvæmt leiðbeiningum frá lögreglu. „Það eina sem við vitum er að hún keyrir inn á Álftanes um klukkan sjö á skírdag. Við vitum í raun ekkert meira,“ segir Olga María Þórhallsdóttir Long, frænka Söndru, sem er í leitarhópnum. „Hún fer í hádegismat til ömmu og afa á skírdag og þau töldu ekkert óvenjulegt í fari hennar. Svo hittir hún vinkonu sína rétt áður en hún fer út á Álftanes og hún tók ekki heldur eftir neinu.“ Fjölskylda og vinir Söndru Lífar hófu leit að henni í fjörunum við Seltjarnarnes í morgun Bíll Söndru, ljósgrár Ford Focus, fannst við Kasthúsatjörn á Álftanesi aðfaranótt laugardags. Fjölskyldan gekk þar um svæðið í gær. „Það er mikið af húsum þarna í kring og þetta er mjög opið svæði. Það hlýtur að vera að einhver hafi séð eitthvað á þessum eina og hálfa sólarhring sem bíllinn var þarna.“ Sandra Líf ÞórarinsdóttirLögreglan Sandra er 27 ára gömul, 172 cm á hæð, grannvaxin og með mjög sítt rauðleitt ár „Hún er mjög falleg ung stelpa, með sítt rautt hár, og var í neongulri peysu sem fer ekki fram hjá neinum. Allar upplýsingar eru vel þegnar. Ef fólk á svæðinu gæti farið í gegnum myndavélakerfi ef það er með svoleiðis, eins ef það var úti í garði á þessum tíma. Hvort sem það eru litlar upplýsingar eða bara hvað sem er, þá tökum við því,“ segir Olga. Fjölskyldan leitar í dag við smábátahöfnina á Seltjarnarnesi, fram hjá golfvellinum og að Gróttu. Björgunarsveitir hafa leitað Söndru á síðustu dögum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar jafnframt verið notuð. Leit við Gróttu var hætt um klukkan hálf sex í gær en síðan aftur hafin klukkan tíu í gærkvöldi eftir að vegfarendur töldu sig sjá torkennilegan hlut í sjónum. Henni var aftur hætt á öðrum tímanum í nótt. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Söndru, eða vita hvar hún er niðurkomin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112. Nánar verður rætt við Olgu Maríu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Lögreglumál Björgunarsveitir Garðabær Seltjarnarnes Landhelgisgæslan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fjölskylda og vinir Söndru Lífar sem saknað hefur verið síðan á fimmtudag hófu í morgun leit að henni við Seltjarnarnes. Hópur aðstandenda hittist við golfskálann á Seltjarnarnesi klukkan hálf ellefu. Í dag munu þau leita í fjörunum frá smábátahöfnunni, fram hjá golfvellinum og að Gróttu, samkvæmt leiðbeiningum frá lögreglu. „Það eina sem við vitum er að hún keyrir inn á Álftanes um klukkan sjö á skírdag. Við vitum í raun ekkert meira,“ segir Olga María Þórhallsdóttir Long, frænka Söndru, sem er í leitarhópnum. „Hún fer í hádegismat til ömmu og afa á skírdag og þau töldu ekkert óvenjulegt í fari hennar. Svo hittir hún vinkonu sína rétt áður en hún fer út á Álftanes og hún tók ekki heldur eftir neinu.“ Fjölskylda og vinir Söndru Lífar hófu leit að henni í fjörunum við Seltjarnarnes í morgun Bíll Söndru, ljósgrár Ford Focus, fannst við Kasthúsatjörn á Álftanesi aðfaranótt laugardags. Fjölskyldan gekk þar um svæðið í gær. „Það er mikið af húsum þarna í kring og þetta er mjög opið svæði. Það hlýtur að vera að einhver hafi séð eitthvað á þessum eina og hálfa sólarhring sem bíllinn var þarna.“ Sandra Líf ÞórarinsdóttirLögreglan Sandra er 27 ára gömul, 172 cm á hæð, grannvaxin og með mjög sítt rauðleitt ár „Hún er mjög falleg ung stelpa, með sítt rautt hár, og var í neongulri peysu sem fer ekki fram hjá neinum. Allar upplýsingar eru vel þegnar. Ef fólk á svæðinu gæti farið í gegnum myndavélakerfi ef það er með svoleiðis, eins ef það var úti í garði á þessum tíma. Hvort sem það eru litlar upplýsingar eða bara hvað sem er, þá tökum við því,“ segir Olga. Fjölskyldan leitar í dag við smábátahöfnina á Seltjarnarnesi, fram hjá golfvellinum og að Gróttu. Björgunarsveitir hafa leitað Söndru á síðustu dögum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar jafnframt verið notuð. Leit við Gróttu var hætt um klukkan hálf sex í gær en síðan aftur hafin klukkan tíu í gærkvöldi eftir að vegfarendur töldu sig sjá torkennilegan hlut í sjónum. Henni var aftur hætt á öðrum tímanum í nótt. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Söndru, eða vita hvar hún er niðurkomin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112. Nánar verður rætt við Olgu Maríu í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Lögreglumál Björgunarsveitir Garðabær Seltjarnarnes Landhelgisgæslan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira