Ég verð að muna… Stella Samúelsdóttir skrifar 15. maí 2020 07:31 …að undirbúa kvöldmat, kaupa í matinn, elda, setja í þvottavél, hengja upp, brjóta saman þvottinn, panta sumarfrístundina, sækja í fiðlutíma, græja sparinestið, hringja í ömmu, hreinsa kattakassann, melda barnið í afmælið á Facebook viðburðinum, fara með pollagallann og auka vettlinga í leikskólann. Og ég verð að muna að það er ósanngjarnt að ein manneskja sitji uppi með öll þessi verkefni. Í tilefni af alþjóðadegi fjölskyldunnar er tilvalið að beina sjónum að helsta (starfs)vettvangi fjölskyldunnar, heimilinu. Covid-19 heimsfaraldurinn er ekki aðeins ógn við heilsu heimsbyggðarinnar, heldur hefur hann hrint af stað allsherjar atvinnu- og efnahagskreppu í heiminum. Ef tekið er mið af þeirri staðreynd að 740 milljónir kvenna um allan heim starfa utan formlegra hagkerfa er augljóst hvaða hópi stafar mest ógn af þessari stærstu efnahagskreppu okkar tíma. „Konur þéna minna, geta síður lagt fyrir vegna lægri tekna, búa við minna starfsöryggi og eru mun líklegri til að starfa utan formlegra hagkerfa án allra réttinda,“ sagði Phumzile Mlambo Ngcuka, framvæmdastýra UN Women á fundi í vikunni með sérfræðingum G7 ríkjanna. Um leið þrýsti hún á þau að taka bága stöðu kvenna á vinnumarkaði til greina og tryggja að aðgerðir í kjölfar Covid-19 taki mið af langvarandi kynjamismunun og skilji engan eftir. Á heimsvísu eru konur 56% þeirra sem starfa í þjónustustörfum, en innan G7 ríkjanna (Bretlandi, Bandaríkjunum, Japan, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Kanada) eru hlutfallið 88%. Næstum 60% allra kvenna í heiminum sinna „óformlegum“ störfum án viðeigandi samninga, réttinda og starfsöryggis og eiga í mun meiri hættu á að festast í fátæktargildru. Eðli málsins samkvæmt er erfitt að sinna þjónustustörfum í fjarvinnu. Árið 2020 átti að verða stórt og umbyltandi jafnréttisár í heiminum. Þetta er árið sem við ætluðum að fagna 25 ára afmæli Peking sáttmálans en um leið endurskuldbinda okkur til að ná markmiðum hans, því þeim hefur ekki enn verið náð. Víða um heim eru enn lög við lýði sem mismuna á grundvelli kyns og enn búa konur og stúlkur við kerfislægar hindranir og mismunun. Heimsfaraldurinn hefur leitt í ljós, í eitt skipti fyrir öll, að formlegum hagkerfum heimsins er haldið uppi af ósýnilegri og ólaunaðri vinnu kvenna og stúlkna. Staðreyndin er nefnilega sú að konur eyða að meðaltali tíu árum af ævi sinni í ólaunuð umönnunar- og heimilisstörf á meðan karlmenn eyða fjórum árum í sömu störf. Í ljósi Covid-19 heimsfaraldursins sem geisar nú um allan heim, þurfum við setja alla orku í að varðveita þau réttindi kvenna sem þegar hafa áunnist, því hættan á afturför í jafnréttismálum er gríðarleg. Um leið getum við litið á þessa títtnefndu „fordæmalausu“ tíma sem tækifæri til að skapa fordæmi innan heimilisins og deila ábyrgðinni jafnt. Heimilið á fyrst og fremst að vera griðastaður okkar allra óháð kyni en ekki slítandi starfsvettvangur kvenna. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Stella Samúelsdóttir Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Sjá meira
…að undirbúa kvöldmat, kaupa í matinn, elda, setja í þvottavél, hengja upp, brjóta saman þvottinn, panta sumarfrístundina, sækja í fiðlutíma, græja sparinestið, hringja í ömmu, hreinsa kattakassann, melda barnið í afmælið á Facebook viðburðinum, fara með pollagallann og auka vettlinga í leikskólann. Og ég verð að muna að það er ósanngjarnt að ein manneskja sitji uppi með öll þessi verkefni. Í tilefni af alþjóðadegi fjölskyldunnar er tilvalið að beina sjónum að helsta (starfs)vettvangi fjölskyldunnar, heimilinu. Covid-19 heimsfaraldurinn er ekki aðeins ógn við heilsu heimsbyggðarinnar, heldur hefur hann hrint af stað allsherjar atvinnu- og efnahagskreppu í heiminum. Ef tekið er mið af þeirri staðreynd að 740 milljónir kvenna um allan heim starfa utan formlegra hagkerfa er augljóst hvaða hópi stafar mest ógn af þessari stærstu efnahagskreppu okkar tíma. „Konur þéna minna, geta síður lagt fyrir vegna lægri tekna, búa við minna starfsöryggi og eru mun líklegri til að starfa utan formlegra hagkerfa án allra réttinda,“ sagði Phumzile Mlambo Ngcuka, framvæmdastýra UN Women á fundi í vikunni með sérfræðingum G7 ríkjanna. Um leið þrýsti hún á þau að taka bága stöðu kvenna á vinnumarkaði til greina og tryggja að aðgerðir í kjölfar Covid-19 taki mið af langvarandi kynjamismunun og skilji engan eftir. Á heimsvísu eru konur 56% þeirra sem starfa í þjónustustörfum, en innan G7 ríkjanna (Bretlandi, Bandaríkjunum, Japan, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Kanada) eru hlutfallið 88%. Næstum 60% allra kvenna í heiminum sinna „óformlegum“ störfum án viðeigandi samninga, réttinda og starfsöryggis og eiga í mun meiri hættu á að festast í fátæktargildru. Eðli málsins samkvæmt er erfitt að sinna þjónustustörfum í fjarvinnu. Árið 2020 átti að verða stórt og umbyltandi jafnréttisár í heiminum. Þetta er árið sem við ætluðum að fagna 25 ára afmæli Peking sáttmálans en um leið endurskuldbinda okkur til að ná markmiðum hans, því þeim hefur ekki enn verið náð. Víða um heim eru enn lög við lýði sem mismuna á grundvelli kyns og enn búa konur og stúlkur við kerfislægar hindranir og mismunun. Heimsfaraldurinn hefur leitt í ljós, í eitt skipti fyrir öll, að formlegum hagkerfum heimsins er haldið uppi af ósýnilegri og ólaunaðri vinnu kvenna og stúlkna. Staðreyndin er nefnilega sú að konur eyða að meðaltali tíu árum af ævi sinni í ólaunuð umönnunar- og heimilisstörf á meðan karlmenn eyða fjórum árum í sömu störf. Í ljósi Covid-19 heimsfaraldursins sem geisar nú um allan heim, þurfum við setja alla orku í að varðveita þau réttindi kvenna sem þegar hafa áunnist, því hættan á afturför í jafnréttismálum er gríðarleg. Um leið getum við litið á þessa títtnefndu „fordæmalausu“ tíma sem tækifæri til að skapa fordæmi innan heimilisins og deila ábyrgðinni jafnt. Heimilið á fyrst og fremst að vera griðastaður okkar allra óháð kyni en ekki slítandi starfsvettvangur kvenna. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun