Þakkar flugmönnum fyrir að leggjast á árar með Icelandair Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 15. maí 2020 13:25 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/vilhelm Forstjóri Icelandair færir flugmönnum þakkir fyrir að taka á sig kjaraskerðingu til að koma til móts við félagið á erfiðum tímum. Nýr kjarasamningur feli í sér talsverðar breytingar og styrki samheppnishæfi félagsins til lengri tíma. Samningur milli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair náðist loks í nótt eftir viðræður síðustu vikna. Hann gildir til 30. september 2025. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair gleðst yfir því að samningar hafi náðst við Félag íslenskra atvinnuflugmanna í nótt. Hann hefur sagt það mikilvægt að samningar næðust fyrir hluthafafund Icelandair 22. maí. „Já, þetta var mjög ánægjulegt að ganga frá samningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna í gær og stórt skref í þessu verkefni sem við erum að vinna núna,“ segir Bogi Nils í samtali við fréttastofu. Hversu mikilvægt var þetta? Er hægt að setja þetta í eitthvert samhengi að ná þessu á akkúrat þessum tímapunkti? „Nei, ég get nú ekki sett þetta í neitt samhengi. Þetta er mjög mikilvægur þáttur í verkefninu sem við erum í og við erum að sjá fram á talsverðar breytingar á samningnum, sem felur í sér aukinn sveigjanleika og vinnuframlag. Og styrkir samkeppnishæfi félagsins til lengri tíma.“ Jón Þór Þorvaldsson formaður FÍA sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að með samningnum væru flugmenn að hlaupa undir bagga með félaginu á erfiðum tímum. Bogi segir aðspurður að félagið kunni þeim þakkir fyrir. „Já, algjörlega. Þeir eru að leggjast á árarnar með félaginu núna og félagið þarf svo sannarlega á því að halda. Þannig að það er mjög ánægjulegt, algjörlega.“ Er von á því að þegar betur árar gangi þetta [kjaraskerðing flugmanna] að einhverju leyti til baka? „Við erum náttúrulega að standa vörð um ráðstöfunartekjur en vinnuframlag er að aukast og það náttúrulega njóta allir starfsmenn þess þegar vinnuveitandanum gengur vel. Það er bara þannig,“ segir Bogi. Enn á Icelandair eftir að semja við Flugfreyjufélag Íslands en þar hefur borið talsvert í milli hjá samningsaðilum. Þá hefur ekki verið fundað í deilunni í nokkra daga. Bogi segir að það verði að koma í ljós hvort gangur komist á viðræðurnar að nýju en nauðsynlegt sé að einhverjar vendingar verði fljótlega í málinu. Er það forsenda að það náist á næstu dögum? „Það er að minnsta kosti mjög mikilvægt. Eins og við höfum sagt að langtímasamningar við flugstéttirnar þrjár liggi fyrir,“ segir Bogi. Fréttir af flugi Kjaramál Vinnumarkaður Icelandair Tengdar fréttir Taka á sig kjaraskerðingu til að mæta ástandinu Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur. 15. maí 2020 11:31 Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35 Hefur trú á að samningaviðræðum við flugfreyjur sé ekki lokið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. 14. maí 2020 18:53 Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Sjá meira
Forstjóri Icelandair færir flugmönnum þakkir fyrir að taka á sig kjaraskerðingu til að koma til móts við félagið á erfiðum tímum. Nýr kjarasamningur feli í sér talsverðar breytingar og styrki samheppnishæfi félagsins til lengri tíma. Samningur milli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair náðist loks í nótt eftir viðræður síðustu vikna. Hann gildir til 30. september 2025. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair gleðst yfir því að samningar hafi náðst við Félag íslenskra atvinnuflugmanna í nótt. Hann hefur sagt það mikilvægt að samningar næðust fyrir hluthafafund Icelandair 22. maí. „Já, þetta var mjög ánægjulegt að ganga frá samningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna í gær og stórt skref í þessu verkefni sem við erum að vinna núna,“ segir Bogi Nils í samtali við fréttastofu. Hversu mikilvægt var þetta? Er hægt að setja þetta í eitthvert samhengi að ná þessu á akkúrat þessum tímapunkti? „Nei, ég get nú ekki sett þetta í neitt samhengi. Þetta er mjög mikilvægur þáttur í verkefninu sem við erum í og við erum að sjá fram á talsverðar breytingar á samningnum, sem felur í sér aukinn sveigjanleika og vinnuframlag. Og styrkir samkeppnishæfi félagsins til lengri tíma.“ Jón Þór Þorvaldsson formaður FÍA sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að með samningnum væru flugmenn að hlaupa undir bagga með félaginu á erfiðum tímum. Bogi segir aðspurður að félagið kunni þeim þakkir fyrir. „Já, algjörlega. Þeir eru að leggjast á árarnar með félaginu núna og félagið þarf svo sannarlega á því að halda. Þannig að það er mjög ánægjulegt, algjörlega.“ Er von á því að þegar betur árar gangi þetta [kjaraskerðing flugmanna] að einhverju leyti til baka? „Við erum náttúrulega að standa vörð um ráðstöfunartekjur en vinnuframlag er að aukast og það náttúrulega njóta allir starfsmenn þess þegar vinnuveitandanum gengur vel. Það er bara þannig,“ segir Bogi. Enn á Icelandair eftir að semja við Flugfreyjufélag Íslands en þar hefur borið talsvert í milli hjá samningsaðilum. Þá hefur ekki verið fundað í deilunni í nokkra daga. Bogi segir að það verði að koma í ljós hvort gangur komist á viðræðurnar að nýju en nauðsynlegt sé að einhverjar vendingar verði fljótlega í málinu. Er það forsenda að það náist á næstu dögum? „Það er að minnsta kosti mjög mikilvægt. Eins og við höfum sagt að langtímasamningar við flugstéttirnar þrjár liggi fyrir,“ segir Bogi.
Fréttir af flugi Kjaramál Vinnumarkaður Icelandair Tengdar fréttir Taka á sig kjaraskerðingu til að mæta ástandinu Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur. 15. maí 2020 11:31 Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35 Hefur trú á að samningaviðræðum við flugfreyjur sé ekki lokið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. 14. maí 2020 18:53 Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Sjá meira
Taka á sig kjaraskerðingu til að mæta ástandinu Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur. 15. maí 2020 11:31
Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35
Hefur trú á að samningaviðræðum við flugfreyjur sé ekki lokið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. 14. maí 2020 18:53