„Hann þurfti að stilla einhverjum upp við vegg og hann tók mig“ Anton Ingi Leifsson skrifar 15. apríl 2020 11:30 Hörður í leik með Bristol en hann spilaði meðal ananrs með liðinu gegn Manchester United. vísir/getty Hörður Björgvin Magnússon segir að aðal ástæðan fyrir því að hann hafi ákveðið að yfirgefa enska B-deildarliðið Bristol City sé það að hann hafi ekki verið í náðinni hjá þjálfara liðsins og því hafi hann ekki verið lengi að stökkva á tilboð CSKA Moskvu þegar það kom. Hörður gekk í raðir rússneska stórliðsins sumarið 2018 og hefur leikið þar við góðan orðstír en hann hefur meðal annars leikið með liðinu í Meistaradeild Evrópu. Hann kom þaðan eftir að hafa leikið með Bristol á árunum 2016 til 2018. Hörður og samherji hans í íslenska landsliðinu og í CSKA Moskvu, Arnór Sigurðarson, voru gestir í Sportinu í kvöld hjá Rikka G í gærkvöldi. Þar var Hörður spurður um félagaskiptin til Moskvu. „Þetta kom mjög hratt upp hjá CSKA. Þeir voru búnir að ákveða að hætta allir þessir miðverðir og þá kom upp að þeir höfðu áhuga. Ég sagði bara að við myndum kýla á þetta strax þar sem ég var ekki alveg í myndinni hjá þjálfaranum hjá Bristol,“ sagði Hörður Björgvin. Hann segir að þjálfari Bristol á þeim tíma, Lee Johnson, hafi verið duglegur að kenna íslenska landsliðsmanninum um alls konar hluti, meira segja mörk sem hann átti engan þátt í. „Hann var búinn að taka mig rosalega mikið fyrir og setja mig upp við vegg og kenna mér um mörg mörk sem komu ekki einu sinni nálægt mér. Hann þurfti að stilla einhverjum upp við vegg og hann tók mig. Ég var með breitt bak og hélt áfram en þetta gaf mér meira tækifæri til að koma mér í burtu sem fyrst. Ég vildi ekki missa þetta tækifæri.“ Klippa: Sportið í kvöld - Hörður um Bristol tímann Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Enski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sport Fleiri fréttir Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Sjá meira
Hörður Björgvin Magnússon segir að aðal ástæðan fyrir því að hann hafi ákveðið að yfirgefa enska B-deildarliðið Bristol City sé það að hann hafi ekki verið í náðinni hjá þjálfara liðsins og því hafi hann ekki verið lengi að stökkva á tilboð CSKA Moskvu þegar það kom. Hörður gekk í raðir rússneska stórliðsins sumarið 2018 og hefur leikið þar við góðan orðstír en hann hefur meðal annars leikið með liðinu í Meistaradeild Evrópu. Hann kom þaðan eftir að hafa leikið með Bristol á árunum 2016 til 2018. Hörður og samherji hans í íslenska landsliðinu og í CSKA Moskvu, Arnór Sigurðarson, voru gestir í Sportinu í kvöld hjá Rikka G í gærkvöldi. Þar var Hörður spurður um félagaskiptin til Moskvu. „Þetta kom mjög hratt upp hjá CSKA. Þeir voru búnir að ákveða að hætta allir þessir miðverðir og þá kom upp að þeir höfðu áhuga. Ég sagði bara að við myndum kýla á þetta strax þar sem ég var ekki alveg í myndinni hjá þjálfaranum hjá Bristol,“ sagði Hörður Björgvin. Hann segir að þjálfari Bristol á þeim tíma, Lee Johnson, hafi verið duglegur að kenna íslenska landsliðsmanninum um alls konar hluti, meira segja mörk sem hann átti engan þátt í. „Hann var búinn að taka mig rosalega mikið fyrir og setja mig upp við vegg og kenna mér um mörg mörk sem komu ekki einu sinni nálægt mér. Hann þurfti að stilla einhverjum upp við vegg og hann tók mig. Ég var með breitt bak og hélt áfram en þetta gaf mér meira tækifæri til að koma mér í burtu sem fyrst. Ég vildi ekki missa þetta tækifæri.“ Klippa: Sportið í kvöld - Hörður um Bristol tímann Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Enski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sport Fleiri fréttir Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Sjá meira