Bjarni áhyggjufullur en vongóður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. apríl 2020 10:03 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að á sama tíma og hann sé áhyggjufullur yfir stöðu efnahagsmála hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sé hann vongóður um að Íslendingar komist í gegnum skaflinn. Hann segir að frekari viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna ástandsins verði kynntar í lok vikunnar. Bjarni var gestur Í bítinu á Bylgjunni þar sem farið var yfir víðan völl en mestur þunginn fór í að ræða stöðu efnahagsmála hér á landi vegna faraldursins. „Ég vona að það komist til skila að um leið og ég segi að það er ástæða til að hafa áhyggjur af ástandinu að ég hef ofboðslega mikla trú á því að við munum sigrast á því. Þetta er tímabundið ástand en mun hins vegar vara lengur en við vorum að vonast til. Það er orðið ljóst. Þetta mun hafa meiri áhrif um allan heim heldur en maður áður var að vona. Það er slæmt og það mun smitast til Íslands,“ sagði Bjarni. Millistéttin víða um heim myndi til að mynda taka á sig högg, það myndi þýða að hin mikilvægu meðlimir millistéttarinnar myndu ferðast minna og neyta minna, sem myndi til dæmis hafa áhrif á komu ferðamanna til Íslands. Í máli Bjarna kom einnig fram að þegar ríkisstjórnin kynnti fyrsta aðgerðarpakkann fyrir nokkrum vikum hafi ekki verið hægt að sjá fyrir hversu lengi samkomubannið myndi vara. Nú hylli hins vegar undir að víða sé hægt að „kveikja ljósin“ í atvinnulífinu eftir 4. maí eftir að tilkynnt var um tilslakanir á samkomubanninu í gær. Engu að síðu er von á uppfærðum aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar sem á, líkt og fyrri pakkinn, að veita súrefni inn í efnahagslífið. Samfélagið hefði einfaldlega ekki efni á því að bæta ekki frekar við þær að aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í mars. „Í mínum huga er alveg ljóst að ef við gerum ekkert, höldum að okkur höndum, þá erum við að horfa upp á gríðarleg fjöldagjaldþrot. Það er alveg ljóst í mínum huga. Við munum lama hér stóran hluta af atvinnustarfseminni. Einkaframtakið mun lamast,“ sagði Bjarni. Því þyrfti að bregðast skjótt við og það stæði til. „Ég er meðvitaður um hversu miklu skiptir að við bregðumst skjótt við. Við ætlum að bregðast núna við í þessari viku, við erum að hugsa um undir lok vikunnar að við getum greint frá því sem verða okkar næstu skref. Aðgerðirnar eru einmitt hugsaðar til að geta komið strax til framkvæmda.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Bítið Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að á sama tíma og hann sé áhyggjufullur yfir stöðu efnahagsmála hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sé hann vongóður um að Íslendingar komist í gegnum skaflinn. Hann segir að frekari viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna ástandsins verði kynntar í lok vikunnar. Bjarni var gestur Í bítinu á Bylgjunni þar sem farið var yfir víðan völl en mestur þunginn fór í að ræða stöðu efnahagsmála hér á landi vegna faraldursins. „Ég vona að það komist til skila að um leið og ég segi að það er ástæða til að hafa áhyggjur af ástandinu að ég hef ofboðslega mikla trú á því að við munum sigrast á því. Þetta er tímabundið ástand en mun hins vegar vara lengur en við vorum að vonast til. Það er orðið ljóst. Þetta mun hafa meiri áhrif um allan heim heldur en maður áður var að vona. Það er slæmt og það mun smitast til Íslands,“ sagði Bjarni. Millistéttin víða um heim myndi til að mynda taka á sig högg, það myndi þýða að hin mikilvægu meðlimir millistéttarinnar myndu ferðast minna og neyta minna, sem myndi til dæmis hafa áhrif á komu ferðamanna til Íslands. Í máli Bjarna kom einnig fram að þegar ríkisstjórnin kynnti fyrsta aðgerðarpakkann fyrir nokkrum vikum hafi ekki verið hægt að sjá fyrir hversu lengi samkomubannið myndi vara. Nú hylli hins vegar undir að víða sé hægt að „kveikja ljósin“ í atvinnulífinu eftir 4. maí eftir að tilkynnt var um tilslakanir á samkomubanninu í gær. Engu að síðu er von á uppfærðum aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar sem á, líkt og fyrri pakkinn, að veita súrefni inn í efnahagslífið. Samfélagið hefði einfaldlega ekki efni á því að bæta ekki frekar við þær að aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í mars. „Í mínum huga er alveg ljóst að ef við gerum ekkert, höldum að okkur höndum, þá erum við að horfa upp á gríðarleg fjöldagjaldþrot. Það er alveg ljóst í mínum huga. Við munum lama hér stóran hluta af atvinnustarfseminni. Einkaframtakið mun lamast,“ sagði Bjarni. Því þyrfti að bregðast skjótt við og það stæði til. „Ég er meðvitaður um hversu miklu skiptir að við bregðumst skjótt við. Við ætlum að bregðast núna við í þessari viku, við erum að hugsa um undir lok vikunnar að við getum greint frá því sem verða okkar næstu skref. Aðgerðirnar eru einmitt hugsaðar til að geta komið strax til framkvæmda.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Bítið Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira