Samið við Icelandair um lágmarksflugsamgöngur í sumar Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2020 19:48 Flugsamgöngur hafa meira eða minna lamast í kórónuveirufaraldrinum. Icelandair hefur flogið til þriggja áfangastað samkvæmt samningi við ríkið til að tryggja lágmarkssamgöngur til og frá landinu. Vísir/Vilhelm Til greina kemur að bæta flugferðum til Kaupmannahafnar og New York við ferðir til Boston, London og Stokkhólms með nýjum samningi sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert við Icelandair. Samningurinn er sagður tryggja lágmarksflugferðir til Evrópu og Bandaríkjanna fram undir lok júní. Icelandair hefur flogið til þriggja áfangastaða samkvæmt tímabundnum samningi við ráðuneytið sem hefur verið endurnýjaðir nokkrum sinnum í vor. Markmið samninganna var að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu vegna ástandsins sem hefur skapast í kórónuveirufaraldrinum. Ríkið greiðir að hámarki 300 milljónir króna vegna samningsins frá 17. maí til 27. júní. Tekjur Icelandair af ferðunum lækka greiðslur ríkisins. Ráðuneytið getur framlengt samninginn tvívegis, fyrst til 8. ágúst og aftur til 19. september. Komi til þess mun ríki mest greiða Icelandair 500 milljónir króna fyrir allt tímabilið, að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins. Icelandair var eina flugfélagið sem bauð í samninginn þegar Ríkiskaup auglýsti eftir tilboðum á evrópska útboðsvefnum TED. Félagið flýgur tólf ferðir til Boston, London og Stokkhólms á tímabilinu. Verði unnt að fljúga til Kaupmannahafnar eða New York á samningstímanum getur ríkið ákveðið að skipta Stokkhólmi og Boston út fyrir þá áfangastaði í samráði við flugfélagið. Drög að flugáætlun Icelandair næstu tvær vikurnar með fyrirvara um að dagsetningar geti breyst og ferðir fallið niður: Boston (Logan International – BOS) 21., 23., 28. og 30. maí. London (Heathrow – LHR) 17., 20., 24. og 27. maí. Stokkhólmur (Arlanda – ARN) 20., 23., 27. og 30. maí. Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Icelandair Tengdar fréttir Samningur ríkisins við Icelandair um flugferðir framlengdur Icelandair heldur áfram að bjóða upp á lágmarksflugferðir til þriggja áfangastaða samkvæmt endurnýjuðu samkomulagi við íslensk stjórnvöld. Alls mun félagið fljúga 22 tvær ferðir til og frá landinu til og með 16. maí. 6. maí 2020 16:05 Samið um sextán ferðir til Boston, London og Stokkhólms Icelandair mun fljúga sextán ferðir til Boston, London og Stokkhólms samkvæmt samningi sem félagið hefur gert við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Samningurinn á að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu í kórónuveirufaraldrinum. 15. apríl 2020 18:03 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Sjá meira
Til greina kemur að bæta flugferðum til Kaupmannahafnar og New York við ferðir til Boston, London og Stokkhólms með nýjum samningi sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert við Icelandair. Samningurinn er sagður tryggja lágmarksflugferðir til Evrópu og Bandaríkjanna fram undir lok júní. Icelandair hefur flogið til þriggja áfangastaða samkvæmt tímabundnum samningi við ráðuneytið sem hefur verið endurnýjaðir nokkrum sinnum í vor. Markmið samninganna var að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu vegna ástandsins sem hefur skapast í kórónuveirufaraldrinum. Ríkið greiðir að hámarki 300 milljónir króna vegna samningsins frá 17. maí til 27. júní. Tekjur Icelandair af ferðunum lækka greiðslur ríkisins. Ráðuneytið getur framlengt samninginn tvívegis, fyrst til 8. ágúst og aftur til 19. september. Komi til þess mun ríki mest greiða Icelandair 500 milljónir króna fyrir allt tímabilið, að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins. Icelandair var eina flugfélagið sem bauð í samninginn þegar Ríkiskaup auglýsti eftir tilboðum á evrópska útboðsvefnum TED. Félagið flýgur tólf ferðir til Boston, London og Stokkhólms á tímabilinu. Verði unnt að fljúga til Kaupmannahafnar eða New York á samningstímanum getur ríkið ákveðið að skipta Stokkhólmi og Boston út fyrir þá áfangastaði í samráði við flugfélagið. Drög að flugáætlun Icelandair næstu tvær vikurnar með fyrirvara um að dagsetningar geti breyst og ferðir fallið niður: Boston (Logan International – BOS) 21., 23., 28. og 30. maí. London (Heathrow – LHR) 17., 20., 24. og 27. maí. Stokkhólmur (Arlanda – ARN) 20., 23., 27. og 30. maí.
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Icelandair Tengdar fréttir Samningur ríkisins við Icelandair um flugferðir framlengdur Icelandair heldur áfram að bjóða upp á lágmarksflugferðir til þriggja áfangastaða samkvæmt endurnýjuðu samkomulagi við íslensk stjórnvöld. Alls mun félagið fljúga 22 tvær ferðir til og frá landinu til og með 16. maí. 6. maí 2020 16:05 Samið um sextán ferðir til Boston, London og Stokkhólms Icelandair mun fljúga sextán ferðir til Boston, London og Stokkhólms samkvæmt samningi sem félagið hefur gert við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Samningurinn á að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu í kórónuveirufaraldrinum. 15. apríl 2020 18:03 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Sjá meira
Samningur ríkisins við Icelandair um flugferðir framlengdur Icelandair heldur áfram að bjóða upp á lágmarksflugferðir til þriggja áfangastaða samkvæmt endurnýjuðu samkomulagi við íslensk stjórnvöld. Alls mun félagið fljúga 22 tvær ferðir til og frá landinu til og með 16. maí. 6. maí 2020 16:05
Samið um sextán ferðir til Boston, London og Stokkhólms Icelandair mun fljúga sextán ferðir til Boston, London og Stokkhólms samkvæmt samningi sem félagið hefur gert við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Samningurinn á að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu í kórónuveirufaraldrinum. 15. apríl 2020 18:03