Erfitt að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2020 08:26 KOna með grímu og hanska opnar fataverslu í Vín. AP/Ronald Zak Yfirvöld ríkja víða um heim leita nú leiða til að endurvekja atvinnulíf þeirra ríkja. Reynslan í Kína og í Evrópu sýnir þó að það verði ekki auðvelt þar sem íbúar fara minna út og eyða mun minna af peningum. Viðskiptavinir forðast verslanir sem eru opnar og félagsforðun hefur haldið velli. Þetta kemur fram í umfjöllun AP fréttaveitunnar þar sem einnig segir að fólk óttist að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar taki annan kipp sé slakað of mikið á takmörkunum sem koma eigi í veg fyrir nýja faraldra. Í borgum í Kína hafa embættismenn farið út að borða og reynt að laða fólk út þannig, með misgóðum árangri. Í Bandaríkjunum er verið að gefa almenningi pening til að borga reikninga og halda hjólum atvinnulífsins á ferðinni. Verslanir hafa verið opnaðar í Róm en AP fréttaveitan segir götur borgarinnar tómar. Svipaða sögu er að segja frá Vín þar sem fáir eru á ferli. Marie Froehlich, sem rekur fataverslun í borginni, sagði starfsfólk sitt ánægt með að vera mætt aftur til vinnu. Hins vegar treystu þau verulega á ferðaþjónustu og ferðamenn og þess vegna muni það taka minnst einhverja mánuði að ná öllu í fyrra horf. Í Bandaríkjunum hefur framleiðsla dregist verulega saman og í raun hefur álíka samdráttur ekki átt sér stað frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Í mars drógust tekjur verslana verulega saman eða um 8,7 prósent og búist er að það verði mun verra í þessum mánuði. Donald Trump, forseti, segist vera að undirbúa viðmið varðandi það að draga úr félagsforðun og hefur hann reynt að fá forsvarsmenn viðskiptalífsins með sér í lið. Þeir segja það þó erfitt án mikillar aukningar í skimun fyrir kórónuveirunni og án hlífðarbúnaðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
Yfirvöld ríkja víða um heim leita nú leiða til að endurvekja atvinnulíf þeirra ríkja. Reynslan í Kína og í Evrópu sýnir þó að það verði ekki auðvelt þar sem íbúar fara minna út og eyða mun minna af peningum. Viðskiptavinir forðast verslanir sem eru opnar og félagsforðun hefur haldið velli. Þetta kemur fram í umfjöllun AP fréttaveitunnar þar sem einnig segir að fólk óttist að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar taki annan kipp sé slakað of mikið á takmörkunum sem koma eigi í veg fyrir nýja faraldra. Í borgum í Kína hafa embættismenn farið út að borða og reynt að laða fólk út þannig, með misgóðum árangri. Í Bandaríkjunum er verið að gefa almenningi pening til að borga reikninga og halda hjólum atvinnulífsins á ferðinni. Verslanir hafa verið opnaðar í Róm en AP fréttaveitan segir götur borgarinnar tómar. Svipaða sögu er að segja frá Vín þar sem fáir eru á ferli. Marie Froehlich, sem rekur fataverslun í borginni, sagði starfsfólk sitt ánægt með að vera mætt aftur til vinnu. Hins vegar treystu þau verulega á ferðaþjónustu og ferðamenn og þess vegna muni það taka minnst einhverja mánuði að ná öllu í fyrra horf. Í Bandaríkjunum hefur framleiðsla dregist verulega saman og í raun hefur álíka samdráttur ekki átt sér stað frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Í mars drógust tekjur verslana verulega saman eða um 8,7 prósent og búist er að það verði mun verra í þessum mánuði. Donald Trump, forseti, segist vera að undirbúa viðmið varðandi það að draga úr félagsforðun og hefur hann reynt að fá forsvarsmenn viðskiptalífsins með sér í lið. Þeir segja það þó erfitt án mikillar aukningar í skimun fyrir kórónuveirunni og án hlífðarbúnaðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira