Sýnist ekki þurfa að lengja skólaárið Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. apríl 2020 10:19 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra segir að sér og skólasamfélaginu sýnist að ekki verði þörf á að lengja skólaárið, þrátt fyrir þá röskun sem orðið hefur vegna kórónuveirufaraldursins. Sveins- og stúdentspróf fari fram og ættu nemendur því að geta útskrifast í vor. Þó sé mikilvægt að mati ráðherra að sveigjanleiki og umburðarlyndi verði höfð til hliðsjónar í því verkefni sem framundan er í skólum landsins. Skólahald verður með eðlilegum hætti frá og með 4. maí þegar nýtt, vægara stig í yfistandandi samkomubanns vegna kórónuveirunnar tekur gildi. Þó verður áfram reynt að tryggja að farið verði að öðrum tilmælum sóttvarnalæknis í skólum landsins, eins og að virða tveggja metra fjarlægðarmörk á milli fólks. Sjá einnig: Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að rík áhersla hafi verið lögð á að reyna að hafa skólastarf með sem eðlilegustum hætti í gegnum farsóttina. Sú afstaða snúi að virkni, festu og aga auk þess sem börn verði að geta treyst því að skólinn virki. Hún hrósar skólasamfélaginu fyrir að hafa tekið verkefnið föstum tökum, ekki síst kennurum sem hafi tamið sér rafræna kennsluhætti á örskömmum tíma - það hafi í raun verið með „algjörum ólíkindum“ að mati ráðherrans. Framhaldsskólar hafi að sama skapi reitt sig á fjarnám í faraldrinum. Lilja segir að mikill áhugi hafi verið á því að verknemar gætu klárað sveinsprófin sín í vor og að boðað yrði til þeirra tveimur til fimm vikum eftir að skólahald hæfist að nýju. „Frá og með 4. maí verða skólabyggingarnar opnar en það mega ekki vera meira en 50 inni í hverju rými. Ég tresti rektorum og skólameisturum fyllilega til að klára það. Við höfum verið að funda tvisvar til þrisvar í viku alveg síðan að farsóttin byrjaði,“ segir Lilja. Það sama sé að segja um háskólana. „Þeir hafa klárað námsmatið, það er auðvitað mjög mismunandi en það hefur verið gríðarlegur hugur í skólafólki landsins,“ segir Lilja. Aðspurð um hvort sé þá ekki þörf á að lengja skólaárið segir Lilja: „Okkur sýnist ekki. Vegna þess að stúdensprófin verða haldin og nemendur geta komið inn í skólana, en auðvitað þurfum við líka að sýna ákveðinn sveigjanleika. Ég get ekki setið hér og sagt að allt verði með eðlilegum hætti. Þetta er búið að reyna rosalega á fólk og þegar við förum inn í þetta verkefni þá gerum við það með ákveðinni væntumþykju, umburðarlyndi og sveigjanleika.“ Þau sem ætla að útskrifast í vor munu ná því. „Já. Það eru skilaboðin frá framhaldsskólastiginu. Nemendur eru auðvitað misvel staddir. Ég get ekki sagt að allir muni útskrifast, það fer auðvitað eftir stöðu hvers og eins en já: Prófin verða haldin og sveinsprófin líka,“ segir Lilja. Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Menntamálaráðherra segir að sér og skólasamfélaginu sýnist að ekki verði þörf á að lengja skólaárið, þrátt fyrir þá röskun sem orðið hefur vegna kórónuveirufaraldursins. Sveins- og stúdentspróf fari fram og ættu nemendur því að geta útskrifast í vor. Þó sé mikilvægt að mati ráðherra að sveigjanleiki og umburðarlyndi verði höfð til hliðsjónar í því verkefni sem framundan er í skólum landsins. Skólahald verður með eðlilegum hætti frá og með 4. maí þegar nýtt, vægara stig í yfistandandi samkomubanns vegna kórónuveirunnar tekur gildi. Þó verður áfram reynt að tryggja að farið verði að öðrum tilmælum sóttvarnalæknis í skólum landsins, eins og að virða tveggja metra fjarlægðarmörk á milli fólks. Sjá einnig: Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að rík áhersla hafi verið lögð á að reyna að hafa skólastarf með sem eðlilegustum hætti í gegnum farsóttina. Sú afstaða snúi að virkni, festu og aga auk þess sem börn verði að geta treyst því að skólinn virki. Hún hrósar skólasamfélaginu fyrir að hafa tekið verkefnið föstum tökum, ekki síst kennurum sem hafi tamið sér rafræna kennsluhætti á örskömmum tíma - það hafi í raun verið með „algjörum ólíkindum“ að mati ráðherrans. Framhaldsskólar hafi að sama skapi reitt sig á fjarnám í faraldrinum. Lilja segir að mikill áhugi hafi verið á því að verknemar gætu klárað sveinsprófin sín í vor og að boðað yrði til þeirra tveimur til fimm vikum eftir að skólahald hæfist að nýju. „Frá og með 4. maí verða skólabyggingarnar opnar en það mega ekki vera meira en 50 inni í hverju rými. Ég tresti rektorum og skólameisturum fyllilega til að klára það. Við höfum verið að funda tvisvar til þrisvar í viku alveg síðan að farsóttin byrjaði,“ segir Lilja. Það sama sé að segja um háskólana. „Þeir hafa klárað námsmatið, það er auðvitað mjög mismunandi en það hefur verið gríðarlegur hugur í skólafólki landsins,“ segir Lilja. Aðspurð um hvort sé þá ekki þörf á að lengja skólaárið segir Lilja: „Okkur sýnist ekki. Vegna þess að stúdensprófin verða haldin og nemendur geta komið inn í skólana, en auðvitað þurfum við líka að sýna ákveðinn sveigjanleika. Ég get ekki setið hér og sagt að allt verði með eðlilegum hætti. Þetta er búið að reyna rosalega á fólk og þegar við förum inn í þetta verkefni þá gerum við það með ákveðinni væntumþykju, umburðarlyndi og sveigjanleika.“ Þau sem ætla að útskrifast í vor munu ná því. „Já. Það eru skilaboðin frá framhaldsskólastiginu. Nemendur eru auðvitað misvel staddir. Ég get ekki sagt að allir muni útskrifast, það fer auðvitað eftir stöðu hvers og eins en já: Prófin verða haldin og sveinsprófin líka,“ segir Lilja.
Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira