Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2020 07:40 Frá ávarpi Obama til útskriftarárganga háskóla í gær. Vísir/AP Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er áfram gagnrýninn á viðbrögð Donalds Trump og ríkisstjórnar hans við kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum. Hann segir marga embættismenn „ekki einu sinni þykjast vera við stjórnvölinn.“ Þetta sagði Obama í ávarpi sem hann flutti á netinu og beindist að þeim ungmennum sem nú útskrifast úr háskólum Bandaríkjanna. Útskriftir víða um heim hafa þurft að vera með öðruvísi sniði sökum þeirra reglna sem komið hefur verið á til þess að forða útbreiðslu kórónuveirunnar. Í ávarpinu sagði Obama að faraldurinn hefði varpað ljósi á annmarka í forystu landsins. „Meira en nokkuð annað hefur þessi heimsfaraldur algerlega og loksins svipt hulunni af þeirri hugmynd að margt af því fólki sem stjórnar viti hvað það er að gera. Margt þeirra er ekki einu sinni að þykjast vera við stjórnvölinn,“ sagði Obama. Þetta er í annað sinn á fáeinum dögum sem forsetinn fyrrverandi lét hörð gagnrýnisorð falla um stjórn Trumps og viðbrögð hennar við faraldrinum. Í síðustu viku lak innihald símafundar þar sem hann kallaði viðbrögð stjórnvalda „skipulagslaust stórslys.“ Ekkert ríki hefur staðfest fleiri tilfelli kórónuveirunnar en Bandaríkin. Rétt rúmlega ein og hálf milljón manna hefur greinst með veiruna. Þá hafa hvergi látist fleiri af völdum veirunnar en í Bandaríkjunum. Þar hafa rúmlega 90 þúsund látið lífið, þar af 1.218 síðasta heila sólarhringinn. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er áfram gagnrýninn á viðbrögð Donalds Trump og ríkisstjórnar hans við kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum. Hann segir marga embættismenn „ekki einu sinni þykjast vera við stjórnvölinn.“ Þetta sagði Obama í ávarpi sem hann flutti á netinu og beindist að þeim ungmennum sem nú útskrifast úr háskólum Bandaríkjanna. Útskriftir víða um heim hafa þurft að vera með öðruvísi sniði sökum þeirra reglna sem komið hefur verið á til þess að forða útbreiðslu kórónuveirunnar. Í ávarpinu sagði Obama að faraldurinn hefði varpað ljósi á annmarka í forystu landsins. „Meira en nokkuð annað hefur þessi heimsfaraldur algerlega og loksins svipt hulunni af þeirri hugmynd að margt af því fólki sem stjórnar viti hvað það er að gera. Margt þeirra er ekki einu sinni að þykjast vera við stjórnvölinn,“ sagði Obama. Þetta er í annað sinn á fáeinum dögum sem forsetinn fyrrverandi lét hörð gagnrýnisorð falla um stjórn Trumps og viðbrögð hennar við faraldrinum. Í síðustu viku lak innihald símafundar þar sem hann kallaði viðbrögð stjórnvalda „skipulagslaust stórslys.“ Ekkert ríki hefur staðfest fleiri tilfelli kórónuveirunnar en Bandaríkin. Rétt rúmlega ein og hálf milljón manna hefur greinst með veiruna. Þá hafa hvergi látist fleiri af völdum veirunnar en í Bandaríkjunum. Þar hafa rúmlega 90 þúsund látið lífið, þar af 1.218 síðasta heila sólarhringinn.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira